Nýr sameinaður fjölmiðill ber heitið „Heimildin“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. janúar 2023 07:36 Heimildin er nýr fjölmiðill á Íslandi. Heimildin, nýr fjölmiðill, fór í loftið í morgun en hann er afsprengi sameiningar Kjarnans og Stundarinnar. „Þér er hér með boðið með í þetta ferðalag, sem er vonandi rétt að hefjast,“ segir í fyrsta leiðara miðilsins. Ritstjórar Heimildarinnar eru Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Þórður Snær Júlíusson, sem áður voru ritstjórar Stundarinnar og Kjarnans. Í leiðaranum segja þau þeirri spurningu hafa verið varpað fram í kjölfar fregna af sameiningu hvort miðlarnir yrðu sterkari saman en í samkeppni við hvorn annan. „Um er að ræða tvö fjölmiðlafyrirtæki sem voru stofnuð út frá svipuðum forsendum og hugmyndafræði, um að sækja vald sitt og rekstrargrundvöll fyrst og fremst til lesenda. Með því er boðið upp á mótvægi við þá skekkju sem myndast hefur á íslenskum fjölmiðlamarkaði,“ svara þau Ingibjörg og Þórður Snær. Þau segja skekkjuna marglaga; af umræðu stjórnmálamanna á Íslandi um fjölmiðla mætti ætla að þar tækjust á tveir skólar. „Annar telur frjálsa, faglega og fjölbreytta fjölmiðla vera hornstein lýðræðis og forsendu opinnar lýðræðislegrar umræðu, sem hefur það mikilvæga samfélagslega hlutverk að veita stjórnvöldum, atvinnulífinu og helstu stofnunum samfélagsins nauðsynlegt aðhald. Hinn telur að fjölmiðlar eigi fyrst og síðast að vera framlenging á hagsmunabaráttu. Þeirra hlutverk sé að endurspegla sýn ólíkra valdahópa á samfélagið þar sem þeir háværustu og best fjármögnuðu stjórni orðræðunni,“ segir í leiðaranum. Heimildin muni nálgast fjölmiðlun út frá fyrri skólanum og hafna þeim síðari. Blaðamenn Heimildarinnar verða tólf til að byrja með en mun fjölga. Í leiðaranum er farið yfir stöðuna á fjölmiðlamarkaði og fyrirferð RÚV á auglýsingamarkaði. „Á næsta ári, 2023, gera fjárlög ráð fyrir að RÚV fái 5,7 milljarða króna úr sameiginlegum sjóðum, sem er um milljarði króna meira en fyrirtækið fékk úr ríkissjóði 2021. Ofan á það framlag sækir RÚV að minnsta kosti um tvo milljarða króna á ári í auglýsingatekjur. Eina opinbera framlagið úr ríkissjóði sem fer staðfest til einkarekinna fjölmiðla eru 377 milljónir króna á ári, sem skiptast á þriðja tug fjölmiðlafyrirtækja. Það eru 73 milljónum krónum minna en ríkissjóður ákvað að greiða innlendum kjúklinga-, svína- og eggjaframleiðendum í sárabótagreiðslur vegna þess að fóðurverð hækkaði milli ára.“ Tólf blaðamenn starfa nú á ritstjórn Kjarnans en þeim mun fjölga á næstu vikum, segir í leiðaranum. Reynslan sé mikil; samanlagður starfsaldur telji 196 ár en meðal starfsaldur sé 16 ár. Sérstakt rannsóknarteymi verður starfrækt á Heimildinni, sem mun hafa það hlutverk að skoða á eigin forsendum og í gegnum eigin rannsóknir hluti sem skipta máli, segir í leiðaranum. Heimildin muni framleiða færri fréttir en aðrir miðlar en vanda til verka. Lögð verði áhersla á gæði umfram magn. „Í fyrsta eintaki Heimildarinnar má sjá frumdrög að nýju blaði. Áfram verður unnið að því að þróa miðilinn bæði í vef og prenti. Í fyrsta kasti eru lögð drög að víðtækri menningarumfjöllun og umræðuvettvangi, en til framtíðar stendur fleira til. Lesendur eru hvattir til að koma hugðarefnum sínum á framfæri, meðal annars með aðsendum greinum, fréttaábendingum og myndum þegar efni standa til. Enn gildir það sama og áður, Heimildin er og verður ekkert án ykkar.“ Fjölmiðlar Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Ritstjórar Heimildarinnar eru Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Þórður Snær Júlíusson, sem áður voru ritstjórar Stundarinnar og Kjarnans. Í leiðaranum segja þau þeirri spurningu hafa verið varpað fram í kjölfar fregna af sameiningu hvort miðlarnir yrðu sterkari saman en í samkeppni við hvorn annan. „Um er að ræða tvö fjölmiðlafyrirtæki sem voru stofnuð út frá svipuðum forsendum og hugmyndafræði, um að sækja vald sitt og rekstrargrundvöll fyrst og fremst til lesenda. Með því er boðið upp á mótvægi við þá skekkju sem myndast hefur á íslenskum fjölmiðlamarkaði,“ svara þau Ingibjörg og Þórður Snær. Þau segja skekkjuna marglaga; af umræðu stjórnmálamanna á Íslandi um fjölmiðla mætti ætla að þar tækjust á tveir skólar. „Annar telur frjálsa, faglega og fjölbreytta fjölmiðla vera hornstein lýðræðis og forsendu opinnar lýðræðislegrar umræðu, sem hefur það mikilvæga samfélagslega hlutverk að veita stjórnvöldum, atvinnulífinu og helstu stofnunum samfélagsins nauðsynlegt aðhald. Hinn telur að fjölmiðlar eigi fyrst og síðast að vera framlenging á hagsmunabaráttu. Þeirra hlutverk sé að endurspegla sýn ólíkra valdahópa á samfélagið þar sem þeir háværustu og best fjármögnuðu stjórni orðræðunni,“ segir í leiðaranum. Heimildin muni nálgast fjölmiðlun út frá fyrri skólanum og hafna þeim síðari. Blaðamenn Heimildarinnar verða tólf til að byrja með en mun fjölga. Í leiðaranum er farið yfir stöðuna á fjölmiðlamarkaði og fyrirferð RÚV á auglýsingamarkaði. „Á næsta ári, 2023, gera fjárlög ráð fyrir að RÚV fái 5,7 milljarða króna úr sameiginlegum sjóðum, sem er um milljarði króna meira en fyrirtækið fékk úr ríkissjóði 2021. Ofan á það framlag sækir RÚV að minnsta kosti um tvo milljarða króna á ári í auglýsingatekjur. Eina opinbera framlagið úr ríkissjóði sem fer staðfest til einkarekinna fjölmiðla eru 377 milljónir króna á ári, sem skiptast á þriðja tug fjölmiðlafyrirtækja. Það eru 73 milljónum krónum minna en ríkissjóður ákvað að greiða innlendum kjúklinga-, svína- og eggjaframleiðendum í sárabótagreiðslur vegna þess að fóðurverð hækkaði milli ára.“ Tólf blaðamenn starfa nú á ritstjórn Kjarnans en þeim mun fjölga á næstu vikum, segir í leiðaranum. Reynslan sé mikil; samanlagður starfsaldur telji 196 ár en meðal starfsaldur sé 16 ár. Sérstakt rannsóknarteymi verður starfrækt á Heimildinni, sem mun hafa það hlutverk að skoða á eigin forsendum og í gegnum eigin rannsóknir hluti sem skipta máli, segir í leiðaranum. Heimildin muni framleiða færri fréttir en aðrir miðlar en vanda til verka. Lögð verði áhersla á gæði umfram magn. „Í fyrsta eintaki Heimildarinnar má sjá frumdrög að nýju blaði. Áfram verður unnið að því að þróa miðilinn bæði í vef og prenti. Í fyrsta kasti eru lögð drög að víðtækri menningarumfjöllun og umræðuvettvangi, en til framtíðar stendur fleira til. Lesendur eru hvattir til að koma hugðarefnum sínum á framfæri, meðal annars með aðsendum greinum, fréttaábendingum og myndum þegar efni standa til. Enn gildir það sama og áður, Heimildin er og verður ekkert án ykkar.“
Fjölmiðlar Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent