Óheppilegt myndband virðist vera að leiða til afsagnar ráðherrans Snorri Másson skrifar 14. janúar 2023 14:22 Christine Lambrecht, varnarmálaráðherra Þýskalands, hefur ekki átt sjö dagana sæla frá því að hún birti það sem verður að heita óheppileg áramótakveðja til Þjóðverja á gamlársdag. Sumir hafa gengið svo langt að óska eftir afsögn hennar og nú herma þýskir miðlar að af henni verði. Lambrecht sé á leið úr þýsku stjórninni. Þegar fjallað var um myndband Lambrecht í Íslandi í dag í vikunni hafði enn ekki verið greint frá yfirvofandi afsögn hennar. Nú segir Süddeutsche Zeitung að Lambrecht sé á útleið – og það ekki aðeins vegna myndbandsins, heldur einnig vegna lakrar frammistöðu. Myndbandið má sjá í innslaginu hér að ofan á fyrstu mínútu. Lambrecht óskaði stuðningsmönnum sínum og Þjóðverjum öllum gleðilegs nýs árs í myndbandsávarpi á Instagram undir flugeldagný. Það sem helst þykir misheppnað í myndbandinu er að á sama tíma og heyra má sakleysislegar flugeldasprengjur dynja í bakgrunninum, vísar Lambrecht til stríðsins í Úkraínu, þar sem sambærileg hljóð eru auðvitað spurning um líf og dauða. Christine Lambrecht er þrautreyndur stjórnmálamaður úr flokki þýskra Sósíaldemókrata og hefur verið varnarmálaráðherra í samsteypustjórn Olaf Scholz frá því að hún var mynduð árið 2021.Instagram Um leið beinist gagnrýnin að inntaki ávarpsins: „Þvílíkt ár, árið 2022,“ segir ráðherrann, „það hefur fært okkur ótrúlegar áskoranir. Í miðri Evrópu geisar styrjöld. Í tengslum við styrjöldina varð ég fyrir margvíslegum hughrifum, ég fékk að hitta alls konar áhugavert og flott fólk og fyrir það er ég hjartanlega þakklát.“ Að vekja helst athygli á þeim persónulegu kynnum sem hún hafi haft af áhugaverðum persónum í tengslum við styrjöldina hefur verið sagt ósmekklegt af hálfu ráðherrans - og að það geri lítið úr alvöru málsins. Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segir enn barist í Soledar en sveitum Rússa hafi fjölgað úr 250 í 280 Úkraínumenn halda enn borginni Soledar en hersveitum Rússa í Úkraínu hefur fjölgað úr 250 í 280 frá því í síðustu viku. Þetta sagði Hanna Maliar, aðstoðarutanríkisráðherra Úkraínu, á blaðamannafundi í morgun. 12. janúar 2023 12:36 Hafði betur í stríði við PayPal: „Þetta er ískyggileg ritskoðun sem við verðum að tækla“ Breski blaðamaðurinn Toby Young, aðstoðarritstjóri The Spectator, var gestur á málþingi á Þjóðminjasafninu um helgina, þar sem tjáningarfrelsi var í brennidepli. Hann segir Vesturlönd kominn í mikinn vanda í þessum málaflokki og segir réttast að samfélagsmiðlafyrirtæki eftirláti notendum að ráða hverju þeir fylgjast með á miðlunum. 12. janúar 2023 09:01 „Það er svo auðvelt að vera aumingi í dag“ Að hætta í nikótínpúðum, borða meira, fara í nokkra göngutúra - og ekki vera aumingi; þetta er á meðal þess sem Guðmundur Emil Jóhannsson einkaþjálfari, betur þekktur sem Gummi Emil, leggur til að fólk tileinki sér á nýju líkamsræktarári. Hann hefur áhyggjur af heilsu fólks sem hangir á samfélagsmiðlum daginn inn og út. 13. janúar 2023 09:01 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
Þegar fjallað var um myndband Lambrecht í Íslandi í dag í vikunni hafði enn ekki verið greint frá yfirvofandi afsögn hennar. Nú segir Süddeutsche Zeitung að Lambrecht sé á útleið – og það ekki aðeins vegna myndbandsins, heldur einnig vegna lakrar frammistöðu. Myndbandið má sjá í innslaginu hér að ofan á fyrstu mínútu. Lambrecht óskaði stuðningsmönnum sínum og Þjóðverjum öllum gleðilegs nýs árs í myndbandsávarpi á Instagram undir flugeldagný. Það sem helst þykir misheppnað í myndbandinu er að á sama tíma og heyra má sakleysislegar flugeldasprengjur dynja í bakgrunninum, vísar Lambrecht til stríðsins í Úkraínu, þar sem sambærileg hljóð eru auðvitað spurning um líf og dauða. Christine Lambrecht er þrautreyndur stjórnmálamaður úr flokki þýskra Sósíaldemókrata og hefur verið varnarmálaráðherra í samsteypustjórn Olaf Scholz frá því að hún var mynduð árið 2021.Instagram Um leið beinist gagnrýnin að inntaki ávarpsins: „Þvílíkt ár, árið 2022,“ segir ráðherrann, „það hefur fært okkur ótrúlegar áskoranir. Í miðri Evrópu geisar styrjöld. Í tengslum við styrjöldina varð ég fyrir margvíslegum hughrifum, ég fékk að hitta alls konar áhugavert og flott fólk og fyrir það er ég hjartanlega þakklát.“ Að vekja helst athygli á þeim persónulegu kynnum sem hún hafi haft af áhugaverðum persónum í tengslum við styrjöldina hefur verið sagt ósmekklegt af hálfu ráðherrans - og að það geri lítið úr alvöru málsins.
Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segir enn barist í Soledar en sveitum Rússa hafi fjölgað úr 250 í 280 Úkraínumenn halda enn borginni Soledar en hersveitum Rússa í Úkraínu hefur fjölgað úr 250 í 280 frá því í síðustu viku. Þetta sagði Hanna Maliar, aðstoðarutanríkisráðherra Úkraínu, á blaðamannafundi í morgun. 12. janúar 2023 12:36 Hafði betur í stríði við PayPal: „Þetta er ískyggileg ritskoðun sem við verðum að tækla“ Breski blaðamaðurinn Toby Young, aðstoðarritstjóri The Spectator, var gestur á málþingi á Þjóðminjasafninu um helgina, þar sem tjáningarfrelsi var í brennidepli. Hann segir Vesturlönd kominn í mikinn vanda í þessum málaflokki og segir réttast að samfélagsmiðlafyrirtæki eftirláti notendum að ráða hverju þeir fylgjast með á miðlunum. 12. janúar 2023 09:01 „Það er svo auðvelt að vera aumingi í dag“ Að hætta í nikótínpúðum, borða meira, fara í nokkra göngutúra - og ekki vera aumingi; þetta er á meðal þess sem Guðmundur Emil Jóhannsson einkaþjálfari, betur þekktur sem Gummi Emil, leggur til að fólk tileinki sér á nýju líkamsræktarári. Hann hefur áhyggjur af heilsu fólks sem hangir á samfélagsmiðlum daginn inn og út. 13. janúar 2023 09:01 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
Segir enn barist í Soledar en sveitum Rússa hafi fjölgað úr 250 í 280 Úkraínumenn halda enn borginni Soledar en hersveitum Rússa í Úkraínu hefur fjölgað úr 250 í 280 frá því í síðustu viku. Þetta sagði Hanna Maliar, aðstoðarutanríkisráðherra Úkraínu, á blaðamannafundi í morgun. 12. janúar 2023 12:36
Hafði betur í stríði við PayPal: „Þetta er ískyggileg ritskoðun sem við verðum að tækla“ Breski blaðamaðurinn Toby Young, aðstoðarritstjóri The Spectator, var gestur á málþingi á Þjóðminjasafninu um helgina, þar sem tjáningarfrelsi var í brennidepli. Hann segir Vesturlönd kominn í mikinn vanda í þessum málaflokki og segir réttast að samfélagsmiðlafyrirtæki eftirláti notendum að ráða hverju þeir fylgjast með á miðlunum. 12. janúar 2023 09:01
„Það er svo auðvelt að vera aumingi í dag“ Að hætta í nikótínpúðum, borða meira, fara í nokkra göngutúra - og ekki vera aumingi; þetta er á meðal þess sem Guðmundur Emil Jóhannsson einkaþjálfari, betur þekktur sem Gummi Emil, leggur til að fólk tileinki sér á nýju líkamsræktarári. Hann hefur áhyggjur af heilsu fólks sem hangir á samfélagsmiðlum daginn inn og út. 13. janúar 2023 09:01