„Þetta er atlaga að lýðræðinu“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. janúar 2023 23:20 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir lýðræðið ekki sjálfsagðan hlut. Stöð 2 Forseti Brasilíu segir engin fordæmi fyrir árásinni á opinberar byggingar í gær og heitir því að óeirðarseggirnir verði sóttir til saka. Utanríkisráðherra Íslands telur að um sé að ræða atlögu að lýðræðinu sem minni óþægilega á atburðina í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum. Of mörg merki séu um að vegið sé að lýðræðinu. Luiz Inácio Lula da Silva tók við sem forseti Brasilíu á nýársdag en hann hafði betur gegn fyrrverandi forsetanum Jair Bolsonaro í forsetakosningunum þann 30. október. Stuðningsmenn Bolsonaro mótmæltu víða þar sem þeir neituðu að sætta sig við úrslit kosninganna og náðu þau mótmæli hámarki í gær þegar þeir réðust inn í opinberar byggingar í höfuðborginni, þar á meðal brasilíska þinghúsið. Á annað þúsund voru handteknir auk þess sem tugir særðust og hafa yfirvöld gripið til ýmissa aðgerða til að koma í veg fyrir frekari óeirðir. Forsetinn sagði árásina hafa verið af hálfu fasista og skemmdarvarga. „Það er ekkert fordæmi í sögu landsins. Það er ekkert fordæmi fyrir því sem þetta fólk gerði en þessu fólki verður refsað,“ sagði forsetinn í ávarpi í gær. - Manifestações pacíficas, na forma da lei, fazem parte da democracia. Contudo, depredações e invasões de prédios públicos como ocorridos no dia de hoje, assim como os praticados pela esquerda em 2013 e 2017, fogem à regra.— Jair M. Bolsonaro 2 2 (@jairbolsonaro) January 9, 2023 Bolsonaro var sjálfur staddur í Bandaríkjunum þegar óeirðirnar hófust en í færslum á Twitter virtist hann fordæma aðgerðir stuðningsmanna sinna. Friðsamleg mótmæli væru hluti af lýðræðinu en óeirðir væru það ekki. Of mörg merki þess að verið sé að vega að lýðræðinu Fjöldi þjóðarleiðtoga hefur fordæmt óeirðirnar og utanríkisráðherra Íslands segir atburðarásina í gær hafa verið ógnvekjandi og hryggileg. „Þetta er ofbeldi, það er verið að vega að lýðræðislegum stofnunum og þetta er atlaga að lýðræðinu,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Atburðarásin í gær minnir óneitanlega á árásina á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar fyrir tveimur árum. Ákveðinn pólarísering og upplýsingaóreiða sé að eiga sér stað víða. „Við sjáum þarna að þetta gerist ekki í algjöru tómarúmi. Það eru tvö ár síðan við horfðum upp á atburðarásina í Bandaríkjunum og við sjáum einfaldlega of mörg merki þess að það er svona með einhverjum hætti verið að vega að lýðræðinu,“ segir Þórdís. Nauðsynlegt sé að fordæma slíka atburði um leið og þeir koma upp. Ljóst sé að hlutirnir geti versnað á skömmum tíma og þó hún sjái ekki fyrir sér að sambærileg atburðarás eigi sér stað hér á landi segir hún mikilvægt að allir séu á tánum. „Við auðvitað stöndum ekki frammi fyrir sömu áskorunum en við erum ekki ónæm fyrir þeim og við getum ekki tekið því sem sjálfsögðum hlut. Það er kannski eitthvað fyrir okkur til þess að hugsa um, að lýðræðið er heldur ekki sjálfsagður hlutur sem er bara gefinn að eilífu, það þarf að vinna fyrir því, hafa fyrir því og standa vörð um það,“ segir Þórdís. Brasilía Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Heitir því að draga „skemmdarvarga og fasista“ til ábyrgðar Forseti Brasilíu hefur fordæmt múginn sem réðst inn í opinberar byggingar í höfuðborg landsins í kvöld. Hann heitir því að þeir sem eiga hlut að máli, sem hann kallar „skemmdarvarga og fasista,“ verði dregnir til ábyrgðar. 8. janúar 2023 22:55 Stuðningsmenn Bolsonaro réðust inn í þinghúsið Stuðningsmenn Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, gerðu áhlaup á þinghús Brasilíu í dag. Þeim var mætt af lögregluliði sem beitti táragasi til að halda fólkinu frá. 8. janúar 2023 19:50 Lula sór embættiseið og hét því að látið yrði af skógareyðingu Luiz Inacio Lula da Silva sór embættiseið sem forseti Brasilíu í þriðja sinn fyrr í dag. Hann tekur við embættinu af Jair Bolsonaro eftir að hafa unnið nauman sigur í síðari umferð forsetakosninganna í lok október. 1. janúar 2023 23:00 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Luiz Inácio Lula da Silva tók við sem forseti Brasilíu á nýársdag en hann hafði betur gegn fyrrverandi forsetanum Jair Bolsonaro í forsetakosningunum þann 30. október. Stuðningsmenn Bolsonaro mótmæltu víða þar sem þeir neituðu að sætta sig við úrslit kosninganna og náðu þau mótmæli hámarki í gær þegar þeir réðust inn í opinberar byggingar í höfuðborginni, þar á meðal brasilíska þinghúsið. Á annað þúsund voru handteknir auk þess sem tugir særðust og hafa yfirvöld gripið til ýmissa aðgerða til að koma í veg fyrir frekari óeirðir. Forsetinn sagði árásina hafa verið af hálfu fasista og skemmdarvarga. „Það er ekkert fordæmi í sögu landsins. Það er ekkert fordæmi fyrir því sem þetta fólk gerði en þessu fólki verður refsað,“ sagði forsetinn í ávarpi í gær. - Manifestações pacíficas, na forma da lei, fazem parte da democracia. Contudo, depredações e invasões de prédios públicos como ocorridos no dia de hoje, assim como os praticados pela esquerda em 2013 e 2017, fogem à regra.— Jair M. Bolsonaro 2 2 (@jairbolsonaro) January 9, 2023 Bolsonaro var sjálfur staddur í Bandaríkjunum þegar óeirðirnar hófust en í færslum á Twitter virtist hann fordæma aðgerðir stuðningsmanna sinna. Friðsamleg mótmæli væru hluti af lýðræðinu en óeirðir væru það ekki. Of mörg merki þess að verið sé að vega að lýðræðinu Fjöldi þjóðarleiðtoga hefur fordæmt óeirðirnar og utanríkisráðherra Íslands segir atburðarásina í gær hafa verið ógnvekjandi og hryggileg. „Þetta er ofbeldi, það er verið að vega að lýðræðislegum stofnunum og þetta er atlaga að lýðræðinu,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Atburðarásin í gær minnir óneitanlega á árásina á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar fyrir tveimur árum. Ákveðinn pólarísering og upplýsingaóreiða sé að eiga sér stað víða. „Við sjáum þarna að þetta gerist ekki í algjöru tómarúmi. Það eru tvö ár síðan við horfðum upp á atburðarásina í Bandaríkjunum og við sjáum einfaldlega of mörg merki þess að það er svona með einhverjum hætti verið að vega að lýðræðinu,“ segir Þórdís. Nauðsynlegt sé að fordæma slíka atburði um leið og þeir koma upp. Ljóst sé að hlutirnir geti versnað á skömmum tíma og þó hún sjái ekki fyrir sér að sambærileg atburðarás eigi sér stað hér á landi segir hún mikilvægt að allir séu á tánum. „Við auðvitað stöndum ekki frammi fyrir sömu áskorunum en við erum ekki ónæm fyrir þeim og við getum ekki tekið því sem sjálfsögðum hlut. Það er kannski eitthvað fyrir okkur til þess að hugsa um, að lýðræðið er heldur ekki sjálfsagður hlutur sem er bara gefinn að eilífu, það þarf að vinna fyrir því, hafa fyrir því og standa vörð um það,“ segir Þórdís.
Brasilía Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Heitir því að draga „skemmdarvarga og fasista“ til ábyrgðar Forseti Brasilíu hefur fordæmt múginn sem réðst inn í opinberar byggingar í höfuðborg landsins í kvöld. Hann heitir því að þeir sem eiga hlut að máli, sem hann kallar „skemmdarvarga og fasista,“ verði dregnir til ábyrgðar. 8. janúar 2023 22:55 Stuðningsmenn Bolsonaro réðust inn í þinghúsið Stuðningsmenn Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, gerðu áhlaup á þinghús Brasilíu í dag. Þeim var mætt af lögregluliði sem beitti táragasi til að halda fólkinu frá. 8. janúar 2023 19:50 Lula sór embættiseið og hét því að látið yrði af skógareyðingu Luiz Inacio Lula da Silva sór embættiseið sem forseti Brasilíu í þriðja sinn fyrr í dag. Hann tekur við embættinu af Jair Bolsonaro eftir að hafa unnið nauman sigur í síðari umferð forsetakosninganna í lok október. 1. janúar 2023 23:00 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Heitir því að draga „skemmdarvarga og fasista“ til ábyrgðar Forseti Brasilíu hefur fordæmt múginn sem réðst inn í opinberar byggingar í höfuðborg landsins í kvöld. Hann heitir því að þeir sem eiga hlut að máli, sem hann kallar „skemmdarvarga og fasista,“ verði dregnir til ábyrgðar. 8. janúar 2023 22:55
Stuðningsmenn Bolsonaro réðust inn í þinghúsið Stuðningsmenn Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, gerðu áhlaup á þinghús Brasilíu í dag. Þeim var mætt af lögregluliði sem beitti táragasi til að halda fólkinu frá. 8. janúar 2023 19:50
Lula sór embættiseið og hét því að látið yrði af skógareyðingu Luiz Inacio Lula da Silva sór embættiseið sem forseti Brasilíu í þriðja sinn fyrr í dag. Hann tekur við embættinu af Jair Bolsonaro eftir að hafa unnið nauman sigur í síðari umferð forsetakosninganna í lok október. 1. janúar 2023 23:00