Þurfi drastískar aðgerðir til að mengunardauðsföll fari niður fyrir fimm fyrir 2029 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. janúar 2023 13:01 Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata hefur kallað eftir fundi hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis vegna málsins. Vísir/Vilhelm Þingmaður Pírata hefur kallað eftir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis vegna mikillar loftmengunar á fyrstu dögum ársins. Hann segir um að ræða lýðheilsumál sem stjórnvöld hafi ekki brugðist við af nógu mikilli hörku. Síðdegis á fimmtudag fór styrkur köfnunardíoxíðs, sem stafar frá útblæstri bíla, í átjánda sinn á þessu ári yfir klukkustundarheilsuverndarmörk. Samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins má slíkt aðeins gerast átján sinnum á heilu ári og því ljóst að mörkin verði þverbrotin árið 2023. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku lýsti því að mun fleiri fái hjartaáfall og heilablóðfall í mikilli loftmengun og áætlað er að sextíu látist vegna mengunar ár hvert hér á landi. Hann kallaði eftir róttækum aðgerðum til að stemma stigu við þetta, eins og ókeypis almenningssamsgöngum og takmörkun umferðar á ákveðnum hluta bílaflotans. „Þessi ótímabæru dauðsföll, það eru ekki bara læknar sem tala um þau heldur stjórnvöld sjálf. Við erum með fimm ára gamla stefnu varðandi loftgæði þar sem segir að áttatíu manns deyi ótímabærum dauða vegna lofmengunar. Í þeirri stefnu segir að það eigi að fækka þeim dauðsföllum úr áttatíu niður í færri en fimm fyrir árið 2029,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. Ekki nógu „djúsí“ aðgerðir Fara þurfi yfir það í umhverfis- og samgöngunefnd nákvæmlega hvaða aðgerðir sé búið að grípa til, til að minnka loftmengun. Bæði ríki og sveitarfélög þurfi að bregðast við þessari þróun. „Þar munar mest, eins og við sjáum á síðustu dögum, um umferðina í þéttbýlinu og í aðgerðaáætlun stjórnvalda varðandi loftgæði vantar allar djúsí aðgerðir til að taka á of mikilli umferð, sérstaklega umferð einkabíla,“ segir Andrés. „Það þarf að kallast á við metnaðarfyllri aðgerðir til að auðvelda fólki að ferðast með öðrum hætti: Styrkja almenningssamgöngur og bæta vetrarþjónustu þannig að fólk geti hjólað og gengið miklu meira.“ Stóralvarlegt lýðheilsumál Hjalti Már nefndi í þessu samhengi að jafnvel ætti að takmarka umferð ákveðins hluta bílaflotans. Réttur almennings til að anda að sér hreinu lofti sé sterkari en réttur fólks til að keyra bíl. „Þetta er orðið svo stórt vandamál og hefur vaxið á síðustu árum, meðal annars vegna sinnuleysi stjórnvalda. Við ættum að líta yfir breitt svið aðgerða. Við þurfum að hjálpa fólki og hvetja það til að leggja einkabílnum. En svo þarf að skoða harðari úrræði. Ein hugmynd er að setja einhvers konar reglur um það hversu mikið af bílum megi vera á götunni hverju sinni,“ segir Andrés. „En svo er hægt að grípa til aðgerða eins og að draga úr umferðarhraða og það sjáum við í löndunum í kringum okkur. Þegar koma gráir dagar, þar sem mengunarmörk eru of há, má hraði ökutækja ekki fara yfir ákveðin mörk.“ Málið sé orðið grafalvarlegt. „Við hljótum að skoða allt með opnum huga því þetta er orðið stóralvarlegt lýðheilsumál.“ Skítapillur Brynjars óviðeigandi Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður og aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra, vakti athygli í gær fyrir pistil á Facebook þar sem hann sagði bara fræga fólkið geta lifað bíllausum lífstíl. Einkabíllinn, að hans mati, sé mesta frelsismál alþýðumanna frá upphafi. Gera má ráð fyrir að tilefni pistilsins séu ummæli Gísla Marteins Baldurssonar, dagskrárgerðarmanns, um að lítið mál sé að lifa án bíls ef fólk forgangsraðar, þó Gísli sé aldrei nefndur á nafn í umræddum pistli. Andrés segist skilja afstöðu Brynjars, enda oft erfitt að komast leiðar sinnar án einkabíls, en skítapillur sem geri lítið úr vandræðum fólks óþarfar. „Það þarf auðvitað að gera heilmargt til að auðvelda fólki að skilja við einkabílinn. Það er búið að hanna, ekki bara allt borgarlandið heldur allt samfélagið, út frá því að fólk sé á eigin bíl. Það er rosa mikil aðgerð að vinda ofan af þeirri vitleysu en það þarf að gera af miklu meira afli,“ segir hann. „Einfaldar aðgerðir eins og að byggja upp miklu þéttara net hjólastíga geta verið ótrúlega hagkvæmar þegar kemur að því að hjálpa fólki að draga úr mengun með því að færa sig úr bílnum í eitthvað annað. En fólk sem er að gera lítið úr þeim vanda sem er svo augljóslega fyrir framan augun okkar í dag það mætti fara að hugsa sinn gang af því við erum að tala um líf og heilsu fólks. Einhverjar skítapillur gegn Gísla Marteini, mér finnst Brynjar bara mega sleppa því frekar en að gera lítið úr vandræðum fólks í þessu ástandi.“ Umhverfismál Umferð Heilbrigðismál Loftgæði Píratar Alþingi Tengdar fréttir Fleiri fá heilablóðfall og hjartaáfall í menguninni Fleiri frá heilablóðfall og hjartaáfall í mikilli loftmengun líkt og verið hefur í borginni að sögn yfirlæknis á bráðamóttöku. Hann segir stjórnvöld þurfa að grípa inn í. Áætlað er að um sextíu manns látist á hverju ári á Íslandi vegna mengunar. 6. janúar 2023 12:00 Mögulega viðvarandi mengun í borginni Loftmengun var mikil í frosti og hægviðri í höfuðborginni í dag. Spáð er svipuðu veðri áfram og því vara borgaryfirvöld við því að mengunin gæti orðið viðvarandi. Hvetja yfirvöld almenning til þess að draga úr notkun einkabílsins á meðan. 15. desember 2022 20:05 Óður til sprengjugleðinnar Seltjarnarnesbær stóð ekki fyrir flugeldasýningu á Valhúsahæð þetta árið en í tilkynningu til bæjarbúa kom fram að öryggis- og umhverfissjónarmið hefðu vegið þungt. Ákvörðunin var svo sem í samræmi við afstöðu Umhverfisstofnunar sem beindi því vinsamlega til landsmanna fyrir jól að finna sér umhverfisvænni áramótahefðir, til dæmis að öskra árið burt. 3. janúar 2023 09:24 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Síðdegis á fimmtudag fór styrkur köfnunardíoxíðs, sem stafar frá útblæstri bíla, í átjánda sinn á þessu ári yfir klukkustundarheilsuverndarmörk. Samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins má slíkt aðeins gerast átján sinnum á heilu ári og því ljóst að mörkin verði þverbrotin árið 2023. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku lýsti því að mun fleiri fái hjartaáfall og heilablóðfall í mikilli loftmengun og áætlað er að sextíu látist vegna mengunar ár hvert hér á landi. Hann kallaði eftir róttækum aðgerðum til að stemma stigu við þetta, eins og ókeypis almenningssamsgöngum og takmörkun umferðar á ákveðnum hluta bílaflotans. „Þessi ótímabæru dauðsföll, það eru ekki bara læknar sem tala um þau heldur stjórnvöld sjálf. Við erum með fimm ára gamla stefnu varðandi loftgæði þar sem segir að áttatíu manns deyi ótímabærum dauða vegna lofmengunar. Í þeirri stefnu segir að það eigi að fækka þeim dauðsföllum úr áttatíu niður í færri en fimm fyrir árið 2029,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. Ekki nógu „djúsí“ aðgerðir Fara þurfi yfir það í umhverfis- og samgöngunefnd nákvæmlega hvaða aðgerðir sé búið að grípa til, til að minnka loftmengun. Bæði ríki og sveitarfélög þurfi að bregðast við þessari þróun. „Þar munar mest, eins og við sjáum á síðustu dögum, um umferðina í þéttbýlinu og í aðgerðaáætlun stjórnvalda varðandi loftgæði vantar allar djúsí aðgerðir til að taka á of mikilli umferð, sérstaklega umferð einkabíla,“ segir Andrés. „Það þarf að kallast á við metnaðarfyllri aðgerðir til að auðvelda fólki að ferðast með öðrum hætti: Styrkja almenningssamgöngur og bæta vetrarþjónustu þannig að fólk geti hjólað og gengið miklu meira.“ Stóralvarlegt lýðheilsumál Hjalti Már nefndi í þessu samhengi að jafnvel ætti að takmarka umferð ákveðins hluta bílaflotans. Réttur almennings til að anda að sér hreinu lofti sé sterkari en réttur fólks til að keyra bíl. „Þetta er orðið svo stórt vandamál og hefur vaxið á síðustu árum, meðal annars vegna sinnuleysi stjórnvalda. Við ættum að líta yfir breitt svið aðgerða. Við þurfum að hjálpa fólki og hvetja það til að leggja einkabílnum. En svo þarf að skoða harðari úrræði. Ein hugmynd er að setja einhvers konar reglur um það hversu mikið af bílum megi vera á götunni hverju sinni,“ segir Andrés. „En svo er hægt að grípa til aðgerða eins og að draga úr umferðarhraða og það sjáum við í löndunum í kringum okkur. Þegar koma gráir dagar, þar sem mengunarmörk eru of há, má hraði ökutækja ekki fara yfir ákveðin mörk.“ Málið sé orðið grafalvarlegt. „Við hljótum að skoða allt með opnum huga því þetta er orðið stóralvarlegt lýðheilsumál.“ Skítapillur Brynjars óviðeigandi Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður og aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra, vakti athygli í gær fyrir pistil á Facebook þar sem hann sagði bara fræga fólkið geta lifað bíllausum lífstíl. Einkabíllinn, að hans mati, sé mesta frelsismál alþýðumanna frá upphafi. Gera má ráð fyrir að tilefni pistilsins séu ummæli Gísla Marteins Baldurssonar, dagskrárgerðarmanns, um að lítið mál sé að lifa án bíls ef fólk forgangsraðar, þó Gísli sé aldrei nefndur á nafn í umræddum pistli. Andrés segist skilja afstöðu Brynjars, enda oft erfitt að komast leiðar sinnar án einkabíls, en skítapillur sem geri lítið úr vandræðum fólks óþarfar. „Það þarf auðvitað að gera heilmargt til að auðvelda fólki að skilja við einkabílinn. Það er búið að hanna, ekki bara allt borgarlandið heldur allt samfélagið, út frá því að fólk sé á eigin bíl. Það er rosa mikil aðgerð að vinda ofan af þeirri vitleysu en það þarf að gera af miklu meira afli,“ segir hann. „Einfaldar aðgerðir eins og að byggja upp miklu þéttara net hjólastíga geta verið ótrúlega hagkvæmar þegar kemur að því að hjálpa fólki að draga úr mengun með því að færa sig úr bílnum í eitthvað annað. En fólk sem er að gera lítið úr þeim vanda sem er svo augljóslega fyrir framan augun okkar í dag það mætti fara að hugsa sinn gang af því við erum að tala um líf og heilsu fólks. Einhverjar skítapillur gegn Gísla Marteini, mér finnst Brynjar bara mega sleppa því frekar en að gera lítið úr vandræðum fólks í þessu ástandi.“
Umhverfismál Umferð Heilbrigðismál Loftgæði Píratar Alþingi Tengdar fréttir Fleiri fá heilablóðfall og hjartaáfall í menguninni Fleiri frá heilablóðfall og hjartaáfall í mikilli loftmengun líkt og verið hefur í borginni að sögn yfirlæknis á bráðamóttöku. Hann segir stjórnvöld þurfa að grípa inn í. Áætlað er að um sextíu manns látist á hverju ári á Íslandi vegna mengunar. 6. janúar 2023 12:00 Mögulega viðvarandi mengun í borginni Loftmengun var mikil í frosti og hægviðri í höfuðborginni í dag. Spáð er svipuðu veðri áfram og því vara borgaryfirvöld við því að mengunin gæti orðið viðvarandi. Hvetja yfirvöld almenning til þess að draga úr notkun einkabílsins á meðan. 15. desember 2022 20:05 Óður til sprengjugleðinnar Seltjarnarnesbær stóð ekki fyrir flugeldasýningu á Valhúsahæð þetta árið en í tilkynningu til bæjarbúa kom fram að öryggis- og umhverfissjónarmið hefðu vegið þungt. Ákvörðunin var svo sem í samræmi við afstöðu Umhverfisstofnunar sem beindi því vinsamlega til landsmanna fyrir jól að finna sér umhverfisvænni áramótahefðir, til dæmis að öskra árið burt. 3. janúar 2023 09:24 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Fleiri fá heilablóðfall og hjartaáfall í menguninni Fleiri frá heilablóðfall og hjartaáfall í mikilli loftmengun líkt og verið hefur í borginni að sögn yfirlæknis á bráðamóttöku. Hann segir stjórnvöld þurfa að grípa inn í. Áætlað er að um sextíu manns látist á hverju ári á Íslandi vegna mengunar. 6. janúar 2023 12:00
Mögulega viðvarandi mengun í borginni Loftmengun var mikil í frosti og hægviðri í höfuðborginni í dag. Spáð er svipuðu veðri áfram og því vara borgaryfirvöld við því að mengunin gæti orðið viðvarandi. Hvetja yfirvöld almenning til þess að draga úr notkun einkabílsins á meðan. 15. desember 2022 20:05
Óður til sprengjugleðinnar Seltjarnarnesbær stóð ekki fyrir flugeldasýningu á Valhúsahæð þetta árið en í tilkynningu til bæjarbúa kom fram að öryggis- og umhverfissjónarmið hefðu vegið þungt. Ákvörðunin var svo sem í samræmi við afstöðu Umhverfisstofnunar sem beindi því vinsamlega til landsmanna fyrir jól að finna sér umhverfisvænni áramótahefðir, til dæmis að öskra árið burt. 3. janúar 2023 09:24