Pútín vill jólavopnahlé Samúel Karl Ólason skrifar 5. janúar 2023 15:47 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í símanum í dag. AP/Mikhail Klimentyev Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra sínum, að koma á einhliða vopnahléi í hádegi á morgun til miðnættis á laugardagskvöld (7. janúar), eða í 36 klukkustundir. Það er eftir að æðsti klerkur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar lagði slíkt vopnahlé til. Uppfært 16:18 - Úkraínumenn hafa hafnað vopnahléstillögu Pútíns og segja hana hræsni. Flestir Úkraínumenn héldu upp á jólin í desember líkt og við Íslendingar. Þá gerðu Rússar umfangsmiklar árásir á Úkraínu. Í yfirlýsingu frá Kreml segir að margir íbúa á átakasvæðunum í Úkraínu aðhyllist rétttrúnaðarkirkjuna og kalla Rússar eftir því að þessu fólki verði gert kleift að halda upp á jólin. Sjá einnig: Pyntingar á pyntingar ofan Eftir að Kirill fyrsti, æðstiklerkur rétttrúnaðarkirkjunnar opinberaði ákall sitt eftir vopnahléi fyrr í dag tóku Úkraínumenn ekki vel í það. Kirill hefur verið ötull stuðningsmaður innrásarinnar í Úkraínu og hefur meðal annars haldið því fram að syndir þeirra hermanna sem deyja í Úkraínu séu afmáðar. Sjá einnig: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu, segir í tísti að það séu ekki Úkraínumenn sem hafi ráðist á annað land og þeir drepi ekki óbreytta borgara. Það eina sem Úkraínumenn geri sé að berjast gegn innrásar her. Pútín geti fengið sitt tímabundna vopnahlé með því að kalla her sinn frá Úkraínu. First. Ukraine doesn't attack foreign territory & doesn't kill civilians. As RF does. Ukraine destroys only members of the occupation army on its territory...Second. RF must leave the occupied territories - only then will it have a "temporary truce". Keep hypocrisy to yourself.— (@Podolyak_M) January 5, 2023 Ólíklegt er að Úkraínumenn muni virða þetta vopnahlé, ef af því verður, en ráðamenn í Úkraínu hafa ekki tjáð sig um skipun Pútíns enn. Rússar eru í varnarstöðu víðast hvar á víglínunum í Úkraínu, þó þær hafi lítið hreyfst undanfarnar vikur. Fyrrverandi talskona Selenskís segir að Rússar hafi verið að myrða og pynta Úkraínumenn í meira en tíu mánuði og nú vilji þeir fá vopnahlé til að halda upp á jólin. For 10.5 months the aggressor has been killing and torturing people in my country, destroying infrastructure and human lives. Now the aggressor wants to celebrate Christmas....— Iuliia Mendel (@IuliiaMendel) January 5, 2023 Úkraínumenn segjast hafa fellt fjölmarga rússneska hermenn á undanförnum dögum og þar á meðal mögulega nokkur hundruð kvaðmenn í árás í Makívka á nýársnótt. Sjá einnig: Farsímanotkun sögð hafa leitt til einnar mannskæðustu árásar stríðsins Bleytuveður og meðfylgjandi leðja er sögð hafa komið niður á gagnárásum Úkraínumanna en kólnað hefur síðustu daga og er von á frekara frosti. Talið er að með frostinu geti hersveitir Úkraínumanna gert frekari árásir á Rússa. Vert er að taka fram að lítið er þó staðfest í þessum efnum og Úkraínumenn hafa lítið sem ekkert gefið upp um ætlanir sínar eða raunverulega getu til umfangsmikilla árása á Rússa. Blaðamaður Financial Times í Úkraínu vitnar í sérfræðing í málefnum Rússlands sem segir að að hluta til snúist vopnahlé Pútíns um árásina í Makívka. Top Russia analyst @Stanovaya: Putin s Christmas ceasefire fits into Putin s twisted logic where he is the good guy. But this is partly a consequence of NYE Makiivka attack that killed dozens of Russian mobilized troops. He doesn t want something like that for Christmas. pic.twitter.com/SvvdihzG5K— Christopher Miller (@ChristopherJM) January 5, 2023 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Uppfært 16:18 - Úkraínumenn hafa hafnað vopnahléstillögu Pútíns og segja hana hræsni. Flestir Úkraínumenn héldu upp á jólin í desember líkt og við Íslendingar. Þá gerðu Rússar umfangsmiklar árásir á Úkraínu. Í yfirlýsingu frá Kreml segir að margir íbúa á átakasvæðunum í Úkraínu aðhyllist rétttrúnaðarkirkjuna og kalla Rússar eftir því að þessu fólki verði gert kleift að halda upp á jólin. Sjá einnig: Pyntingar á pyntingar ofan Eftir að Kirill fyrsti, æðstiklerkur rétttrúnaðarkirkjunnar opinberaði ákall sitt eftir vopnahléi fyrr í dag tóku Úkraínumenn ekki vel í það. Kirill hefur verið ötull stuðningsmaður innrásarinnar í Úkraínu og hefur meðal annars haldið því fram að syndir þeirra hermanna sem deyja í Úkraínu séu afmáðar. Sjá einnig: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu, segir í tísti að það séu ekki Úkraínumenn sem hafi ráðist á annað land og þeir drepi ekki óbreytta borgara. Það eina sem Úkraínumenn geri sé að berjast gegn innrásar her. Pútín geti fengið sitt tímabundna vopnahlé með því að kalla her sinn frá Úkraínu. First. Ukraine doesn't attack foreign territory & doesn't kill civilians. As RF does. Ukraine destroys only members of the occupation army on its territory...Second. RF must leave the occupied territories - only then will it have a "temporary truce". Keep hypocrisy to yourself.— (@Podolyak_M) January 5, 2023 Ólíklegt er að Úkraínumenn muni virða þetta vopnahlé, ef af því verður, en ráðamenn í Úkraínu hafa ekki tjáð sig um skipun Pútíns enn. Rússar eru í varnarstöðu víðast hvar á víglínunum í Úkraínu, þó þær hafi lítið hreyfst undanfarnar vikur. Fyrrverandi talskona Selenskís segir að Rússar hafi verið að myrða og pynta Úkraínumenn í meira en tíu mánuði og nú vilji þeir fá vopnahlé til að halda upp á jólin. For 10.5 months the aggressor has been killing and torturing people in my country, destroying infrastructure and human lives. Now the aggressor wants to celebrate Christmas....— Iuliia Mendel (@IuliiaMendel) January 5, 2023 Úkraínumenn segjast hafa fellt fjölmarga rússneska hermenn á undanförnum dögum og þar á meðal mögulega nokkur hundruð kvaðmenn í árás í Makívka á nýársnótt. Sjá einnig: Farsímanotkun sögð hafa leitt til einnar mannskæðustu árásar stríðsins Bleytuveður og meðfylgjandi leðja er sögð hafa komið niður á gagnárásum Úkraínumanna en kólnað hefur síðustu daga og er von á frekara frosti. Talið er að með frostinu geti hersveitir Úkraínumanna gert frekari árásir á Rússa. Vert er að taka fram að lítið er þó staðfest í þessum efnum og Úkraínumenn hafa lítið sem ekkert gefið upp um ætlanir sínar eða raunverulega getu til umfangsmikilla árása á Rússa. Blaðamaður Financial Times í Úkraínu vitnar í sérfræðing í málefnum Rússlands sem segir að að hluta til snúist vopnahlé Pútíns um árásina í Makívka. Top Russia analyst @Stanovaya: Putin s Christmas ceasefire fits into Putin s twisted logic where he is the good guy. But this is partly a consequence of NYE Makiivka attack that killed dozens of Russian mobilized troops. He doesn t want something like that for Christmas. pic.twitter.com/SvvdihzG5K— Christopher Miller (@ChristopherJM) January 5, 2023
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent