Inga Þórsdóttir hlýtur virt alþjóðleg verðlaun á sviði næringarfræði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. janúar 2023 09:06 Inga Þórsdóttir er einn helsti brautryðjandi rannsókna í næringarfræði á Íslandi og eru verðlaunin mikil viðurkenning fyrir rannsóknir í næringarfræði hér á landi. Kristinn Ingvarsson Inga Þórsdóttir, prófessor í næringarfræði og fyrrverandi forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, hlaut heiðursverðlaun Alþjóðasamtaka næringarfræði og vísinda (e. International Union of Nutritional Sciences) í desember síðastliðnum. Verðlaunin, IUNS Fellow, sem afhent voru á vísindaráðstefnu samtakanna í Japan, eru veitt þeim sem hafa skarað fram úr á sviði næringarfræði. Einunigs einn Norðurlandabúi hefur hlotið þessi verðlaun áður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Alþjóðasamtök næringarfræði og vísinda voru stofnuð 1946. Markmið samtakanna er að stuðla að framförum í næringarfræði, rannsóknum og þróun alþjóðlegs samstarfs. Samtökin hvetja til samstarfs meðal næringarfræðinga frá öllum heimshornum og miðla upplýsingum í næringarfræði. Vísindaráðstefnur eru haldnar á fjögurra ára fresti víðsvegar um heiminn og sækja þær um fimm þúsund vísindamenn hverju sinni. „Inga Þórsdóttir hefur unnið ötullega að framgangi næringarfræðinnar, m.a. með stofnun Rannsóknarstofu í næringarfræði í samstarfi Háskóla Íslands og Landspítala og stofnun Matvæla- og næringarfræðideildar sem nú tilheyrir Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Inga var forseti Heilbrigðisvísindasviðs 2012-2022,“ segir í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Brautryðjandi á sviði annsókna í næringarfræði á Íslandi Rannsóknir Ingu eru á sviði klínískrar næringarfræði og lýðheilsunæringar. Hún hefur lagt mikla áherslu á næringu viðkvæmra hópa í samfélaginu. Inga hefur notað margar mismunandi aðferðir við rannsóknir sínar, eins og algengt er í næringarfræði, allt frá tilraunum til slembiraðaðra samanburðarrannsókna auk faraldsfræðilegra aðferða. Hún leggur áherslu á gott samstarf milli landa, stofnana, fræðigreina og ekki síst samstarf eldri og yngri vísindamanna sem hún hefur mikinn áhuga á. Rannsóknir Ingu og samstarfsfólks á næringu ungbarna hafa stuðlað að breytingum á opinberum ráðleggingum. Inga hefur einnig unnið með hópi evrópskra vísindamanna og Íslendinga að rannsóknum á næringu og matarhegðun skólabarna. Þá stýrði hún evrópskri rannsókn á heilsufarsáhrifum fisk- og lýsisneyslu meðal ungra fullorðinna auk rannsókna á næringarástandi aldraðra og skjólstæðinga á sjúkrahúsum. Inga tekur virkan þátt í norrænu fræðasamstarfi, bæði í gegnum umfangsmiklar rannsóknir, nú síðast á heilsusamlegu norrænu mataræði, og í gegnum víðtækt samstarf um fæðu- og næringartengdar ráðleggingar, Norrænar ráðleggingar um næringarefni, þar sem Inga situr í stýrihópi. Rannsóknir Ingu hafa hlotið styrki frá norrænum, evrópskum og bandarískum samkeppnissjóðum. Hún hefur leiðbeint mörgum meistara- og doktorsnemum og leggur sig ávallt fram um að miðla vísindum til næstu kynslóða. Inga hlaut verðlaun Ásu Guðmundsdóttur Wright-árið 2010 fyrir þróun og árangur í næringarfræðirannsóknum á Íslandi og riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir vísindastörf árið 2014. Hún hlaut hvatningarstyrk Landspítala 2011 og var heiðursvísindamaður spítalans 2012. Árið 2004 hlaut hún Fjöreggið, verðlaun Matvæla- og næringarfræðifélags Íslands, fyrir frumkvöðlastörf að rannsóknum í næringarfræði. Háskólar Matur Börn og uppeldi Grunnskólar Vísindi Skóla - og menntamál Íslendingar erlendis Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Verðlaunin, IUNS Fellow, sem afhent voru á vísindaráðstefnu samtakanna í Japan, eru veitt þeim sem hafa skarað fram úr á sviði næringarfræði. Einunigs einn Norðurlandabúi hefur hlotið þessi verðlaun áður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Alþjóðasamtök næringarfræði og vísinda voru stofnuð 1946. Markmið samtakanna er að stuðla að framförum í næringarfræði, rannsóknum og þróun alþjóðlegs samstarfs. Samtökin hvetja til samstarfs meðal næringarfræðinga frá öllum heimshornum og miðla upplýsingum í næringarfræði. Vísindaráðstefnur eru haldnar á fjögurra ára fresti víðsvegar um heiminn og sækja þær um fimm þúsund vísindamenn hverju sinni. „Inga Þórsdóttir hefur unnið ötullega að framgangi næringarfræðinnar, m.a. með stofnun Rannsóknarstofu í næringarfræði í samstarfi Háskóla Íslands og Landspítala og stofnun Matvæla- og næringarfræðideildar sem nú tilheyrir Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Inga var forseti Heilbrigðisvísindasviðs 2012-2022,“ segir í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Brautryðjandi á sviði annsókna í næringarfræði á Íslandi Rannsóknir Ingu eru á sviði klínískrar næringarfræði og lýðheilsunæringar. Hún hefur lagt mikla áherslu á næringu viðkvæmra hópa í samfélaginu. Inga hefur notað margar mismunandi aðferðir við rannsóknir sínar, eins og algengt er í næringarfræði, allt frá tilraunum til slembiraðaðra samanburðarrannsókna auk faraldsfræðilegra aðferða. Hún leggur áherslu á gott samstarf milli landa, stofnana, fræðigreina og ekki síst samstarf eldri og yngri vísindamanna sem hún hefur mikinn áhuga á. Rannsóknir Ingu og samstarfsfólks á næringu ungbarna hafa stuðlað að breytingum á opinberum ráðleggingum. Inga hefur einnig unnið með hópi evrópskra vísindamanna og Íslendinga að rannsóknum á næringu og matarhegðun skólabarna. Þá stýrði hún evrópskri rannsókn á heilsufarsáhrifum fisk- og lýsisneyslu meðal ungra fullorðinna auk rannsókna á næringarástandi aldraðra og skjólstæðinga á sjúkrahúsum. Inga tekur virkan þátt í norrænu fræðasamstarfi, bæði í gegnum umfangsmiklar rannsóknir, nú síðast á heilsusamlegu norrænu mataræði, og í gegnum víðtækt samstarf um fæðu- og næringartengdar ráðleggingar, Norrænar ráðleggingar um næringarefni, þar sem Inga situr í stýrihópi. Rannsóknir Ingu hafa hlotið styrki frá norrænum, evrópskum og bandarískum samkeppnissjóðum. Hún hefur leiðbeint mörgum meistara- og doktorsnemum og leggur sig ávallt fram um að miðla vísindum til næstu kynslóða. Inga hlaut verðlaun Ásu Guðmundsdóttur Wright-árið 2010 fyrir þróun og árangur í næringarfræðirannsóknum á Íslandi og riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir vísindastörf árið 2014. Hún hlaut hvatningarstyrk Landspítala 2011 og var heiðursvísindamaður spítalans 2012. Árið 2004 hlaut hún Fjöreggið, verðlaun Matvæla- og næringarfræðifélags Íslands, fyrir frumkvöðlastörf að rannsóknum í næringarfræði.
Háskólar Matur Börn og uppeldi Grunnskólar Vísindi Skóla - og menntamál Íslendingar erlendis Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira