Appelsínugul viðvörun á morgun og Vegagerðin í viðbragðsstöðu Árni Sæberg skrifar 30. desember 2022 17:29 Til þess gæti komið að Reykjanesbrautinni verði lokað á morgun. Vísir/Vilhelm Appelsínugul viðvörun tekur gildi klukkan sjö á gamlársmorgun á Suðurlandi og gular viðaranir verða víða í gildi á morgun. Vegagerðin er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra lokana á Reykjanesbraut í nótt. Veðurstofa Íslands uppfærði viðvaranakort sitt fyrir skömmu. Nú er búist við snjókomu og skafrenningi víða á sunnan og vestanverðu landinu á morgun og éljum norðantil á nýársmorgunn. „Vegna hátíðanna er margt fólk á ferli og má því ætla að samfélagsleg áhrif veðursins verði mikil. Við bendum fólki á að fylgjast vel með veðurspá, viðvörunum og færð,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Á Suðurlandi verður appelsínugul viðvörun í gildi á milli 07 og 15 á morgun með austan hvassviðri og talsverðri eða mikilli snjókomu. Gul viðvörun tekur gildi klukkan 02 í nótt á Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði og gildir fram á hádegi á nýársdag. Klukkan 03 í nótt tekur gul viðvörun í gildi á Vestfjörðum vegna austan hvassviðri eða hríð og gildir til klukkan 17. Þá verður gul viðvörun í gildi milli klukkan 09 og 19 á morgun á Suðausturlandi vegna allhvassrar austanáttar með talsverðri eða mikilli snjókomu. Reiðubúnir að selflytja flugfarþega Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar eru vegfarendur og þeir sem eiga pantað flug að morgni gamlársdags hvattir til að fylgjast vel með færð á vefnum umferdin.is og flugáætlunum flugfélaga. þar segir að færð verði víða þung á Suður- og Suðausturlandi og mögulega komi til þess að vegum verði lokað. „Vegna hugsanlegra lokana á Reykjanesbraut er Vegagerðin í viðbragðsstöðu og keppst verður við að halda Reykjanesbraut opinni eins mikið og kostur er. Ef til lokunar kemur er líklegt að skoðaður verði fylgdarakstur á rútum milli höfuðborgarsvæðis og flugstöðvar í samráði við Isavia,“ segir í tilkynningu Þá segir að til þess gæti komið að Hellisheiði og Þrengslavegi verði lokað milli 06 og 09. Líklega muni lægja að morgni gamlársdags en þó megi búast við því að færð geti spillst aðfaranótt nýársdags og fram eftir degi á nýársdag. Veður Umferð Færð á vegum Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Sjá meira
Veðurstofa Íslands uppfærði viðvaranakort sitt fyrir skömmu. Nú er búist við snjókomu og skafrenningi víða á sunnan og vestanverðu landinu á morgun og éljum norðantil á nýársmorgunn. „Vegna hátíðanna er margt fólk á ferli og má því ætla að samfélagsleg áhrif veðursins verði mikil. Við bendum fólki á að fylgjast vel með veðurspá, viðvörunum og færð,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Á Suðurlandi verður appelsínugul viðvörun í gildi á milli 07 og 15 á morgun með austan hvassviðri og talsverðri eða mikilli snjókomu. Gul viðvörun tekur gildi klukkan 02 í nótt á Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði og gildir fram á hádegi á nýársdag. Klukkan 03 í nótt tekur gul viðvörun í gildi á Vestfjörðum vegna austan hvassviðri eða hríð og gildir til klukkan 17. Þá verður gul viðvörun í gildi milli klukkan 09 og 19 á morgun á Suðausturlandi vegna allhvassrar austanáttar með talsverðri eða mikilli snjókomu. Reiðubúnir að selflytja flugfarþega Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar eru vegfarendur og þeir sem eiga pantað flug að morgni gamlársdags hvattir til að fylgjast vel með færð á vefnum umferdin.is og flugáætlunum flugfélaga. þar segir að færð verði víða þung á Suður- og Suðausturlandi og mögulega komi til þess að vegum verði lokað. „Vegna hugsanlegra lokana á Reykjanesbraut er Vegagerðin í viðbragðsstöðu og keppst verður við að halda Reykjanesbraut opinni eins mikið og kostur er. Ef til lokunar kemur er líklegt að skoðaður verði fylgdarakstur á rútum milli höfuðborgarsvæðis og flugstöðvar í samráði við Isavia,“ segir í tilkynningu Þá segir að til þess gæti komið að Hellisheiði og Þrengslavegi verði lokað milli 06 og 09. Líklega muni lægja að morgni gamlársdags en þó megi búast við því að færð geti spillst aðfaranótt nýársdags og fram eftir degi á nýársdag.
Veður Umferð Færð á vegum Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Sjá meira