Samvinna og samstarf eða sameining sveitarfélaga? Sara Dðgg Svanhildardóttir skrifar 29. desember 2022 14:31 Nýverið endurnýjuðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu samkomulag um samstarf án skuldbindinga þvert á velferðarsvið sveitarfélaganna. Þau eru fjölmörg verkefnin sem sveitarfélögin hafa samráð um ekki síst um þjónustu er varðar velferð. Eitt af því góða sem heimsfaraldurinn leiddi af sér var aukið samráð fræðslu- og velferðarsviða. Þvert á sveitarfélög sameinuðust kraftar fólksins í brúnni enda verkefnið einstakt, ólíkt öllum öðrum verkefnum sem áður hafa komið á borð stjórnsýslunnar. Samræmdar aðgerðir, samkomutakmarkanir, fagleg og ábyrg ákvarðanataka sem hafði mikil áhrif á daglegt líf fólks, barna, ungmenna og viðkvæmra hópa líkt og fatlaðra og aldraðra.Heilt yfir þykir hafa tekist vel til og þau sem stóðu í brúnni eru sammála um að samstarfið skipti máli, gerði ákvarðanir sem teknar voru betri og öruggari. Þegar horft er til framtíðar er mikilvægt að rýna tækifærin og grípa þau sem flest. Horfa vítt og vinna að almennri farsæld allra. Hrista af sér gamlan vana og venjur. Hugsa út fyrir boxið eins og sagt er. Skapa nýja umgjörð um það sem úrelt er. Það sem ekki virkar. Til þess er pólitíkin. Til þess að horfa á stóru myndina, samfélagið. Hvernig byggjum við upp gott samfélag fyrir öll, óháð stétt eða stöðu eða búsetu. Týnum okkur ekki í því smáa, heldur tökum höndum saman, þvert á sveitarfélög og eflum samstarf með eða án skuldbindinga. Eflum kerfin okkar, tökum þau áfram inn í framtíðina og búum svo um að þau þjóni tilgangi sínum en standi ekki í stað. Þannig getum við tryggt að öll njóti lögbundinnar þjónustu sem hið pólitíska svið getur verið stolt af að hafa byggt upp saman. Tími umræðunnar um sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er núna. Sýnin er ólík en eitt er víst að öll samtöl leiða af sér nýjar víddir, nýja sýn. Þó sýnin sé ekki endilega sú sama fyrir öll skapar hún ný tækifæri til að grípa. Undirstöður eru sterkar. Samráðið er til staðar, samstaðan er til staðar og fjölmörg verkefni eru unnin og teknar ákvarðanir um saman. Lyftum umræðunni, skiptumst á skoðunum. Vegum og metum. Og sjáum hvort við mögulega komumst að nýrri niðurstöðu en þeirri sem við göngum út frá í dag. Sara Dögg Svanhildardóttir - oddviti og bæjarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Garðabær Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Nýverið endurnýjuðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu samkomulag um samstarf án skuldbindinga þvert á velferðarsvið sveitarfélaganna. Þau eru fjölmörg verkefnin sem sveitarfélögin hafa samráð um ekki síst um þjónustu er varðar velferð. Eitt af því góða sem heimsfaraldurinn leiddi af sér var aukið samráð fræðslu- og velferðarsviða. Þvert á sveitarfélög sameinuðust kraftar fólksins í brúnni enda verkefnið einstakt, ólíkt öllum öðrum verkefnum sem áður hafa komið á borð stjórnsýslunnar. Samræmdar aðgerðir, samkomutakmarkanir, fagleg og ábyrg ákvarðanataka sem hafði mikil áhrif á daglegt líf fólks, barna, ungmenna og viðkvæmra hópa líkt og fatlaðra og aldraðra.Heilt yfir þykir hafa tekist vel til og þau sem stóðu í brúnni eru sammála um að samstarfið skipti máli, gerði ákvarðanir sem teknar voru betri og öruggari. Þegar horft er til framtíðar er mikilvægt að rýna tækifærin og grípa þau sem flest. Horfa vítt og vinna að almennri farsæld allra. Hrista af sér gamlan vana og venjur. Hugsa út fyrir boxið eins og sagt er. Skapa nýja umgjörð um það sem úrelt er. Það sem ekki virkar. Til þess er pólitíkin. Til þess að horfa á stóru myndina, samfélagið. Hvernig byggjum við upp gott samfélag fyrir öll, óháð stétt eða stöðu eða búsetu. Týnum okkur ekki í því smáa, heldur tökum höndum saman, þvert á sveitarfélög og eflum samstarf með eða án skuldbindinga. Eflum kerfin okkar, tökum þau áfram inn í framtíðina og búum svo um að þau þjóni tilgangi sínum en standi ekki í stað. Þannig getum við tryggt að öll njóti lögbundinnar þjónustu sem hið pólitíska svið getur verið stolt af að hafa byggt upp saman. Tími umræðunnar um sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er núna. Sýnin er ólík en eitt er víst að öll samtöl leiða af sér nýjar víddir, nýja sýn. Þó sýnin sé ekki endilega sú sama fyrir öll skapar hún ný tækifæri til að grípa. Undirstöður eru sterkar. Samráðið er til staðar, samstaðan er til staðar og fjölmörg verkefni eru unnin og teknar ákvarðanir um saman. Lyftum umræðunni, skiptumst á skoðunum. Vegum og metum. Og sjáum hvort við mögulega komumst að nýrri niðurstöðu en þeirri sem við göngum út frá í dag. Sara Dögg Svanhildardóttir - oddviti og bæjarfulltrúi Viðreisnar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar