Útlit fyrir að kuldakastið slái sjötíu ára gamalt met Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. desember 2022 13:15 Útlit er fyrir áframhaldandi frost næstu daga. Vísir/Vihelm Meðalhiti í Reykjavík hefur verið undir frostmari samfellt í 22 daga og er um að ræða eitt lengsta kuldakast frá því að mælingar hófust árið 1949. Verði áfram frost út 1. janúar, sem útlit er fyrir, jafnar það metið frá árinu 1951. Frá þessu greinir Veðurstofan í færslu á Facebook en kuldakastið í desember, sem hófst sjöunda desember, er í fjórða til sjötta sæti yfir lengstu kuldaköstin frá árinu 1949 miðað við meðalhita. Desembermánuður í ár er eini mánuðurinn á öldinni sem nær á lista yfir tíu lengstu kuldaköstin. Útlit er fyrir að 29. desember til 1. janúar verði einnig frost dagar og gengur það eftir mun kuldakastið hafa varað í 26 daga, jafn langt og í marsmánuði 1951 sem var met. Veðurstofan hefur það þó eftir Halldóri Björnssyni, haf- og veðurfræðingi, að það sé hægt að mæla kuldaköst á ýmsa vegu. Meðalhiti sólarhrings er ein aðferð og mælir hún lengri kuldaköst en ef miðað er við hámarkshita, þar sem dagur getur mælst undir frostmarki þó að hiti fari yfir frostmark hluta dags. Sé miðað við hámarkshita hvers dags lauk kuldakastinu í Reykjavík í ár á jóladag þar sem hitinn fór í hálfa gráðu. Hafði það síðast gerst þann ellefta desember og kuldakastið á þeim mælikvarða því fjórtán dagar. Engu að síður er kuldakastið í þriðja sæti yfir frá 1949 miðað við hámarkshita en lengsta kuldakastið á þeim mælikvarða var í janúar 1956 eða 21 dagur. Veður Reykjavík Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira
Frá þessu greinir Veðurstofan í færslu á Facebook en kuldakastið í desember, sem hófst sjöunda desember, er í fjórða til sjötta sæti yfir lengstu kuldaköstin frá árinu 1949 miðað við meðalhita. Desembermánuður í ár er eini mánuðurinn á öldinni sem nær á lista yfir tíu lengstu kuldaköstin. Útlit er fyrir að 29. desember til 1. janúar verði einnig frost dagar og gengur það eftir mun kuldakastið hafa varað í 26 daga, jafn langt og í marsmánuði 1951 sem var met. Veðurstofan hefur það þó eftir Halldóri Björnssyni, haf- og veðurfræðingi, að það sé hægt að mæla kuldaköst á ýmsa vegu. Meðalhiti sólarhrings er ein aðferð og mælir hún lengri kuldaköst en ef miðað er við hámarkshita, þar sem dagur getur mælst undir frostmarki þó að hiti fari yfir frostmark hluta dags. Sé miðað við hámarkshita hvers dags lauk kuldakastinu í Reykjavík í ár á jóladag þar sem hitinn fór í hálfa gráðu. Hafði það síðast gerst þann ellefta desember og kuldakastið á þeim mælikvarða því fjórtán dagar. Engu að síður er kuldakastið í þriðja sæti yfir frá 1949 miðað við hámarkshita en lengsta kuldakastið á þeim mælikvarða var í janúar 1956 eða 21 dagur.
Veður Reykjavík Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira