„Það kólnar hratt í húsunum núna“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2022 11:47 Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Allur Reyðarfjörður er rafmagnslaus vegna bilunar og rafmagni verður líklegast ekki komið á aftur fyrr en í kvöld, að sögn bæjarfulltrúa á staðnum. Bærinn sé í raun lamaður en íbúar beri sig vel, þrátt fyrir að enginn hiti sé í húsum. Fram kemur í færslu á vef Rarik að útlit sé fyrir að bilunin, sem kom upp í spenni í Stuðlum inni í Reyðarfirðinum sjálfum, sé mjög alvarleg og útlit fyrir rafmagnsleysi fram á kvöld. Unnið sé að flutningi varaafls annars staðar frá á landinu. Ragnar Sigurðsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð er búsettur á Reyðarfirði. „Þetta er svona frekar erfiður tími, það er mikill snjór og átta stiga frost þannig að þetta er bagalegt. Það kólnar hratt í húsunum núna, hér er öll húshitun með rafmagni,“ segir Ragnar. „Það er í rauninni allt lokað, atvinnulífið er í rauninni lamað en sem betur fer er álverið inni svo það er starfandi. Það er mikil ófærð líka, Fagradalnum var lokað í morgun, svo það er lokað hingað til okkar, sem gerir viðgerðarmönnum erfiðara fyrir að koma varaafli á staðinn og varahlutum.“ Reyna að gera þetta jólalegt Íbúar beri sig vel þó að kuldinn sverfi að. „Það hjálpast bara allir að, þannig að enn sem komið er gengur þetta sinn vanagang svona að mestu leyti,“ segir Ragnar. Þannig að það er bara föðurland og kertaljós í dag? „Já, það er bara svoleiðis. Við reynum bara að gera þetta jólalegt og hafa það fínt.“ Eins og áður segir kemur bilunin upp á óheppilegum tíma en gul veðurviðvörun er í gildi á Austfjörðum í dag og fram undir morgun. Spáð er norðan og norðvestan 15-20 metrum á sekúndu með éljagangi og skafrenningi. Þá má búast við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Uppfært klukkan 13:39. Fulltrúar Fjarðabyggðar hafa nú fundað með Rarik vegna rafmagnsleysisins. Fundað verður aftur klukkan 16:00. Þetta kemur fram í tilkynningu. Ljóst er að alvarleg bilun varð í spenni á stuðlum og vinnur starfsfólk Rarik að greiningu. Búist er við því að rafmagnsleysið muni í það minnsra standa í nokkrar klukkustundir til viðbótar. Varaspennir er á leið frá Akureyri en færðin ræður því hversu fljótt tekst að koma honum á staðinn. Fólk sem þarf á aðstoð að halda er hvatt til að hafa samband við skrifstofu Fjarðabyggðar í síma 470 9000. Veður Fjarðabyggð Orkumál Tengdar fréttir Samfélagið á Reyðarfirði lamað vegna mjög alvarlegrar rafmagnsbilunar Rafmagnslaust hefur verið á Reyðarfirði í morgun og lítur út fyrir að bilunin sé mjög alvarleg. Útlit er fyrir rafmagnsleysi fram á kvöld. 29. desember 2022 10:54 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira
Fram kemur í færslu á vef Rarik að útlit sé fyrir að bilunin, sem kom upp í spenni í Stuðlum inni í Reyðarfirðinum sjálfum, sé mjög alvarleg og útlit fyrir rafmagnsleysi fram á kvöld. Unnið sé að flutningi varaafls annars staðar frá á landinu. Ragnar Sigurðsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð er búsettur á Reyðarfirði. „Þetta er svona frekar erfiður tími, það er mikill snjór og átta stiga frost þannig að þetta er bagalegt. Það kólnar hratt í húsunum núna, hér er öll húshitun með rafmagni,“ segir Ragnar. „Það er í rauninni allt lokað, atvinnulífið er í rauninni lamað en sem betur fer er álverið inni svo það er starfandi. Það er mikil ófærð líka, Fagradalnum var lokað í morgun, svo það er lokað hingað til okkar, sem gerir viðgerðarmönnum erfiðara fyrir að koma varaafli á staðinn og varahlutum.“ Reyna að gera þetta jólalegt Íbúar beri sig vel þó að kuldinn sverfi að. „Það hjálpast bara allir að, þannig að enn sem komið er gengur þetta sinn vanagang svona að mestu leyti,“ segir Ragnar. Þannig að það er bara föðurland og kertaljós í dag? „Já, það er bara svoleiðis. Við reynum bara að gera þetta jólalegt og hafa það fínt.“ Eins og áður segir kemur bilunin upp á óheppilegum tíma en gul veðurviðvörun er í gildi á Austfjörðum í dag og fram undir morgun. Spáð er norðan og norðvestan 15-20 metrum á sekúndu með éljagangi og skafrenningi. Þá má búast við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Uppfært klukkan 13:39. Fulltrúar Fjarðabyggðar hafa nú fundað með Rarik vegna rafmagnsleysisins. Fundað verður aftur klukkan 16:00. Þetta kemur fram í tilkynningu. Ljóst er að alvarleg bilun varð í spenni á stuðlum og vinnur starfsfólk Rarik að greiningu. Búist er við því að rafmagnsleysið muni í það minnsra standa í nokkrar klukkustundir til viðbótar. Varaspennir er á leið frá Akureyri en færðin ræður því hversu fljótt tekst að koma honum á staðinn. Fólk sem þarf á aðstoð að halda er hvatt til að hafa samband við skrifstofu Fjarðabyggðar í síma 470 9000.
Veður Fjarðabyggð Orkumál Tengdar fréttir Samfélagið á Reyðarfirði lamað vegna mjög alvarlegrar rafmagnsbilunar Rafmagnslaust hefur verið á Reyðarfirði í morgun og lítur út fyrir að bilunin sé mjög alvarleg. Útlit er fyrir rafmagnsleysi fram á kvöld. 29. desember 2022 10:54 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira
Samfélagið á Reyðarfirði lamað vegna mjög alvarlegrar rafmagnsbilunar Rafmagnslaust hefur verið á Reyðarfirði í morgun og lítur út fyrir að bilunin sé mjög alvarleg. Útlit er fyrir rafmagnsleysi fram á kvöld. 29. desember 2022 10:54