Hafa endurgreitt um 200 milljónir vegna vegalokana Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. desember 2022 21:23 Jóhann Már Valdimarsson, rekstrarstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Tröllaferða. bylgjan Rekstrarstjóri ferðaþjónustufyrirtækis segir fyrirtækið hafa endurgreitt um 200 milljónir til ferðamanna vegna vegalokana. Ferðamenn hafa afbókað ferðir í byrjun árs vegna ástandsins. Kallað er eftir betri fyrirsjáanleika hjá Vegagerðinni. Aðilar í ferðaþjónustu eru óánægðir vegna ástandsins sem hefur verið á vegum landsins síðustu daga vegna fannfergis. Gagnrýni þeirra hefur aðallega beinst að Vegagerðinni. „Það sem fyllti algjörlega mælinn var að vegurinn á milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs hafi verið algjörlega lokaður núna í fjóra daga á háannatíma ferðaþjónustu,“ segir Jóhann Már Valdimarsson rekstrarstjóri Tröllaferða sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segist hafa skilning á vegalokunum vegna veðurs. Hins vegar sé óásættanlegt að hafa vegi lokaða vegna snjós á vegum í góðu veðri. „Það er skrýtið að þá sé ekki hægt að halda vegum opnum. Við hljótum að geta gert þetta betur þannig hægt sé að halda þjóðvegi eitt opnum um leið og veðrinu slotar,“ segir Jóhann Már. Hann segir að ferðaþjónustufyrirtæki hans hafi þurft að afbóka ferðir hjá um þúsund manns. „Ferðamenn eiga erfitt með að skilja það þegar þeir horfa út og sjá að ekkert er að veðrinu. Ég talaði við ferðamenn í gær í Vík sem skildu ekki hvers vegna þeir komust ekki frá A til B. Þeir höfðu bókað ísjöklaferðir í Breiðarmerkurjökli.“ Mikið um afbókanir í upphafi nýs árs Nú þegar búið sé að auglýsa landið sem áfangastað sem hægt sé að heimsækja allt árið um kring, þurfi innviðir að fylgja. Vegagerðin mun funda með Samtökum ferðaþjónustunnar á nýju ári til að ræða aukna þjónustu við atvinnugreinina. Jóhann segist upplifa að frekar sé lokað vegum í dag en áður fyrr. Hann biður einnig um frekari fyrirsjáanleika hjá Vegagerðinni Lokanir á síðustu dögum hafa kostað fyrirtæki hans um 200 milljónir í endurgreiðslur. „Það er samt aukaatriði í þessu. Það sem er verst í þessu eru kúnnarnir sem hafa safnað og beðið, hlakkað til að koma til Íslands. Ég talaði við fjölskylduföður í dag í Vík sem var alveg sama hvað skyldi gert, hann vildi bara gera eitthvað. Það er það sem er erfiðast í þessu, að segja þessu fólki sem hefur tekið sér frí og vill ferðast, að því miður séu vegirnir lokaðir og þeir verði að vera í Reykjavík þessa tíu daga sem þau bókuðu.“ Jóhann segir einnig algengt að fólk sé að afbóka ferðir í byrjun árs vegna ástandsins. „Fólk hefur lesið um það sem er að gerast á Íslandi og afbókar þess vegna. Það er hagur allra að við fáum ferðamenn hingað tólf mánuði á ári. Það eru fyrirtæki um allt land sem stóla á ferðaþjónustu allt árið, og til þess þurfa innviðir að vera í lagi og það eru vegirnir sem verður að halda opnum.“ Ferðamennska á Íslandi Snjómokstur Mýrdalshreppur Reykjavík síðdegis Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Sjá meira
Aðilar í ferðaþjónustu eru óánægðir vegna ástandsins sem hefur verið á vegum landsins síðustu daga vegna fannfergis. Gagnrýni þeirra hefur aðallega beinst að Vegagerðinni. „Það sem fyllti algjörlega mælinn var að vegurinn á milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs hafi verið algjörlega lokaður núna í fjóra daga á háannatíma ferðaþjónustu,“ segir Jóhann Már Valdimarsson rekstrarstjóri Tröllaferða sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segist hafa skilning á vegalokunum vegna veðurs. Hins vegar sé óásættanlegt að hafa vegi lokaða vegna snjós á vegum í góðu veðri. „Það er skrýtið að þá sé ekki hægt að halda vegum opnum. Við hljótum að geta gert þetta betur þannig hægt sé að halda þjóðvegi eitt opnum um leið og veðrinu slotar,“ segir Jóhann Már. Hann segir að ferðaþjónustufyrirtæki hans hafi þurft að afbóka ferðir hjá um þúsund manns. „Ferðamenn eiga erfitt með að skilja það þegar þeir horfa út og sjá að ekkert er að veðrinu. Ég talaði við ferðamenn í gær í Vík sem skildu ekki hvers vegna þeir komust ekki frá A til B. Þeir höfðu bókað ísjöklaferðir í Breiðarmerkurjökli.“ Mikið um afbókanir í upphafi nýs árs Nú þegar búið sé að auglýsa landið sem áfangastað sem hægt sé að heimsækja allt árið um kring, þurfi innviðir að fylgja. Vegagerðin mun funda með Samtökum ferðaþjónustunnar á nýju ári til að ræða aukna þjónustu við atvinnugreinina. Jóhann segist upplifa að frekar sé lokað vegum í dag en áður fyrr. Hann biður einnig um frekari fyrirsjáanleika hjá Vegagerðinni Lokanir á síðustu dögum hafa kostað fyrirtæki hans um 200 milljónir í endurgreiðslur. „Það er samt aukaatriði í þessu. Það sem er verst í þessu eru kúnnarnir sem hafa safnað og beðið, hlakkað til að koma til Íslands. Ég talaði við fjölskylduföður í dag í Vík sem var alveg sama hvað skyldi gert, hann vildi bara gera eitthvað. Það er það sem er erfiðast í þessu, að segja þessu fólki sem hefur tekið sér frí og vill ferðast, að því miður séu vegirnir lokaðir og þeir verði að vera í Reykjavík þessa tíu daga sem þau bókuðu.“ Jóhann segir einnig algengt að fólk sé að afbóka ferðir í byrjun árs vegna ástandsins. „Fólk hefur lesið um það sem er að gerast á Íslandi og afbókar þess vegna. Það er hagur allra að við fáum ferðamenn hingað tólf mánuði á ári. Það eru fyrirtæki um allt land sem stóla á ferðaþjónustu allt árið, og til þess þurfa innviðir að vera í lagi og það eru vegirnir sem verður að halda opnum.“
Ferðamennska á Íslandi Snjómokstur Mýrdalshreppur Reykjavík síðdegis Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Sjá meira