Átök eftir mannskæða skotárás í París Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2022 16:59 Lögreglan hefur beitt táragasi til að reyn að brjóta upp mótmæli sem virðast hafa hafist þegar innanríkisráðherra Frakklands mætti á svæðið eftir skotárásina í morgun. AP/Lewis Joly Lögregluþjónar beittu táragasi gegn mótmælendum sem komu saman í París í dag eftir að eldri maður skaut þrjá til bana og særði þrjá til viðbótar í menningarmiðstöð Kúrda í borginni. Þegar innanríkisráðherra Frakklands mætti á vettvang braust út mikil reiði meðal fólks sem hafði komið þar saman. Mótmælendur köstuðu hlutum að ráðherranum, sem heitir Gérald Darmanin, og lögregluþjónum og hefur komið til átaka milli lögreglunnar og mótmælenda. Árásin átti sér stað í tíunda hverfi borgarinnar. 69 ára maður var yfirbugaður af borgurum eftir árásina en hann er sagður hafa verið vopnaður skammbyssu. Embættismenn segja ekki ljóst hvort maðurinn hafi ætlað sér að myrða Kúrda sérstaklega en hann leitaði sérstaklega uppi fólk af erlendum uppruna. Maðurinn hefur tvisvar sinnum áður verið handtekinn vegna árása á fólk af erlendum uppruna. Fyrst í fyrra þegar hann er sagður hafa ráðist með sveðju á fólk í tjaldbúðum í París og svo aftur í úthverfi Parísar fyrir skömmu síðar. Upplýsingar um seinni handtökuna liggja ekki fyrir. France24 segir að Kúrdar í París hafi sagt að lögreglan hafi varað samfélagið við því að hótanir hefðu borist. Miðillinn hefur eftir fólki á svæðinu að Kúrdum finnist þau ekki njóta verndar yfirvalda í Frakklandi. Blaðamaður Le Parisien tók meðfylgjandi myndband í París í dag. #Fusillade à #Paris : les espoirs s échauffent. Un groupe de personnes chargent les forces de l ordre et lancent des projectiles. La manifestation jusque là pacifique dégénère. @le_Parisien @LeParisien_75 pic.twitter.com/pbzU6uGgdx— Paul Abran (@abran_paul) December 23, 2022 Le Parisien hefur eftir lögreglunni að ástandið þyki slæmt og að lögregluþjónar hafi verið króaðir af. Frakkland Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Mótmælendur köstuðu hlutum að ráðherranum, sem heitir Gérald Darmanin, og lögregluþjónum og hefur komið til átaka milli lögreglunnar og mótmælenda. Árásin átti sér stað í tíunda hverfi borgarinnar. 69 ára maður var yfirbugaður af borgurum eftir árásina en hann er sagður hafa verið vopnaður skammbyssu. Embættismenn segja ekki ljóst hvort maðurinn hafi ætlað sér að myrða Kúrda sérstaklega en hann leitaði sérstaklega uppi fólk af erlendum uppruna. Maðurinn hefur tvisvar sinnum áður verið handtekinn vegna árása á fólk af erlendum uppruna. Fyrst í fyrra þegar hann er sagður hafa ráðist með sveðju á fólk í tjaldbúðum í París og svo aftur í úthverfi Parísar fyrir skömmu síðar. Upplýsingar um seinni handtökuna liggja ekki fyrir. France24 segir að Kúrdar í París hafi sagt að lögreglan hafi varað samfélagið við því að hótanir hefðu borist. Miðillinn hefur eftir fólki á svæðinu að Kúrdum finnist þau ekki njóta verndar yfirvalda í Frakklandi. Blaðamaður Le Parisien tók meðfylgjandi myndband í París í dag. #Fusillade à #Paris : les espoirs s échauffent. Un groupe de personnes chargent les forces de l ordre et lancent des projectiles. La manifestation jusque là pacifique dégénère. @le_Parisien @LeParisien_75 pic.twitter.com/pbzU6uGgdx— Paul Abran (@abran_paul) December 23, 2022 Le Parisien hefur eftir lögreglunni að ástandið þyki slæmt og að lögregluþjónar hafi verið króaðir af.
Frakkland Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira