Samþykktu að birta skattskýrslur Trumps Kjartan Kjartansson skrifar 21. desember 2022 08:26 Donald Trump gerði það að einu helsta stefnumáli sínu að koma í veg fyrir að upplýsingar um fjármál hans yrðu opinber. AP/Andrew Harnik Bandarísk þingnefnd samþykkti að birta skattskýrslur Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sem hann hefur alla tíð barist gegn að verði opinberar. Hún segir að skatturinn hafi aldrei endurskoðað skattskýrslur Trump þrátt fyrir reglur um það. Skattskýrslur Trump voru loks afhentar skattanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings eftir að Hæstaréttur kvað upp síðasta orðið með það í síðasta mánuði. Demókratar í fulltrúadeildinni höfðu reynt að fá aðgang að skýrslunum allt frá því að Trump var forseti fyrir þremur árum. Frá því að Trump bauð sig fyrst fram til forseta neitaði hann að birta skattskýrslur sínar þrátt fyrir áratugalangt fordæmi fyrir að frambjóðendur geri það. Nefndin greiddi atkvæði um hvort birta ætti skattskýrslurnar opinberar á fundi sínum í gær. Tillagan var samþykkt með 24 atkvæðum gegn sextán, að sögn Washington Post. Á sama tíma opinberaði nefndin að bandaríski skatturinn hefði ekki endurskoðað skattskýrslur Trump fyrstu tvö árin sem hann var forseti jafnvel þó að reglur kveði á um að það skuli gert. Stofnunin lauk aldrei við skoðun á skattskilum Trump á meðan hann var forseti þar sem hann reyndi að hægja á henni með ýmsum ráðum. Þá sögðu nefndarmenn að ekkert hefði verið til í þeirri afsökun Trump á sínum tíma að hann gæti ekki birt skattskýrslur sínar vegna þess að skatturinn væri að endurskoða þær árið 2016. Hvatti nefndin þingið til þess að setja lög um að skatturinn skuli endurskoða skattskýrslur forseta og birta hluta upplýsinganna opinberlega. Framboð Trump brást ókvæða við tíðindunum. Sakaði talsmaður þess demókrata um að „leka“ upplýsingum á fordæmalausan hátt. Ef Trump gæti orðið fyrir slíku óréttlæti þá gæti það hent hvaða Bandaríkjamann sem er. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hæstiréttur leggur blessun sína yfir afhendingu skattskýrslna Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur heimilað þingnefnd að fá afhent afrit af skattskýrslum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Demókratar hafa barist fyrir því í þrjú ár að komast yfir gögnin. 23. nóvember 2022 06:56 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Sjá meira
Skattskýrslur Trump voru loks afhentar skattanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings eftir að Hæstaréttur kvað upp síðasta orðið með það í síðasta mánuði. Demókratar í fulltrúadeildinni höfðu reynt að fá aðgang að skýrslunum allt frá því að Trump var forseti fyrir þremur árum. Frá því að Trump bauð sig fyrst fram til forseta neitaði hann að birta skattskýrslur sínar þrátt fyrir áratugalangt fordæmi fyrir að frambjóðendur geri það. Nefndin greiddi atkvæði um hvort birta ætti skattskýrslurnar opinberar á fundi sínum í gær. Tillagan var samþykkt með 24 atkvæðum gegn sextán, að sögn Washington Post. Á sama tíma opinberaði nefndin að bandaríski skatturinn hefði ekki endurskoðað skattskýrslur Trump fyrstu tvö árin sem hann var forseti jafnvel þó að reglur kveði á um að það skuli gert. Stofnunin lauk aldrei við skoðun á skattskilum Trump á meðan hann var forseti þar sem hann reyndi að hægja á henni með ýmsum ráðum. Þá sögðu nefndarmenn að ekkert hefði verið til í þeirri afsökun Trump á sínum tíma að hann gæti ekki birt skattskýrslur sínar vegna þess að skatturinn væri að endurskoða þær árið 2016. Hvatti nefndin þingið til þess að setja lög um að skatturinn skuli endurskoða skattskýrslur forseta og birta hluta upplýsinganna opinberlega. Framboð Trump brást ókvæða við tíðindunum. Sakaði talsmaður þess demókrata um að „leka“ upplýsingum á fordæmalausan hátt. Ef Trump gæti orðið fyrir slíku óréttlæti þá gæti það hent hvaða Bandaríkjamann sem er.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hæstiréttur leggur blessun sína yfir afhendingu skattskýrslna Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur heimilað þingnefnd að fá afhent afrit af skattskýrslum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Demókratar hafa barist fyrir því í þrjú ár að komast yfir gögnin. 23. nóvember 2022 06:56 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Sjá meira
Hæstiréttur leggur blessun sína yfir afhendingu skattskýrslna Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur heimilað þingnefnd að fá afhent afrit af skattskýrslum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Demókratar hafa barist fyrir því í þrjú ár að komast yfir gögnin. 23. nóvember 2022 06:56