Minnisblað varpar ljósi á óróleika og óánægju vegna Grandaborgar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. desember 2022 08:49 Úrbætur á Grandagarði munu taka allt að ár. Reykjavíkurborg Leikskólastjóri Grandaborgar, Helena Jónsdóttir, hefur dregið uppsögn sína til baka en uppsögnin vakti nokkurn kurr meðal starfsmanna og foreldra. Þrír starfsmenn í 2,5 stöðugildum sögðu upp störfum í kjölfar uppsagnar leikskólastjórans. Þetta kemur fram í minnisblaði Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sem lagt var fram á fundi skóla- og frístundaráðs á mánudaginn. Í minnisblaðinu er farið yfir stöðu Grandaborgar en húsnæði leikskólans var rýmt í haust vegna myglu og skolpmengunar. Mygla greindist í húsnæði Grandaborgar við Boðagranda á vormánuðum en í haust kom í ljós að aðalorsök slæmra loftgæða væri skriðkjallari undir húsnæðinu og hönnun loftræstingar hússins. Skólprör hafði farið í sundur og skólp seytlað ofan í jarðveg í kjallaranum en loftræstikerfið blásið lofti úr kjallaranum og inn í húsnæði leikskólans. Ákveðið var að loka leikskólanum og flytja starfsemina á þrjá staði; í Ævintýraborg við Eggertsgötu (22 börn), Ævintýraborg við Nauthólsveg (15 börn) og í Kringluna 1 (27 börn). Fram kemur í minnisblaði Helga að óanægju hafi gætt með þá ákvörðun að sundra leikskólanum en ekki hafi tekist að finna hentugt húsnæði til að halda öllum börnunum saman. Þá var einnig óánægja með staðsetningu leikskólastarfsins í Kringlunni. Haldnir voru fundir með foreldrum og starfsmönnum en í minnisblaðinu segir að „óróleiki“ hafi komið upp í báðum hópum eftir að fréttir bárust af því að leikskólastjórinn hefði sagt upp störfum. Einhverjum hefði skilist sem svo að honum hefði verið sagt upp. Í kjölfarið hefðu þrír starfsmenn í 2,5 stöðugildum sagt upp og fjölmargir foreldrar sent inn fyrirspurn um málið. Leikskólastjórinn hafi hins vegar dregið uppsögn sína til baka í byrjun desember og með flutningi starfsemi leikskólans úr Kringlunni í Hagaborg sé þess vænst að sátt náist um starfsemi leikskólans, „þó ljóst megi vera að áskoranir fylgja þeirri stöðu sem uppi er varðandi húsnæðismál hans“. Tengd skjöl Minnisblað_vegna_GrandaborgarPDF41KBSækja skjal Reykjavík Leikskólar Mygla Tengdar fréttir „Að fólki skuli detta þetta til hugar er að mínu viti skammarlegt“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar fer hörðum orðum um ákvörðun Reykjavíkurborgar að draga saman seglin í leikskólamálum, meðal annars með því að fækka starfsfólki og skera niður í skólamáltíðum. Viðtal við Sólveigu má sjá hér í innslaginu að ofan og hefst á níundu mínútu. 8. desember 2022 09:00 Nemendur Grandaborgar færðir öðru sinni vegna myglu í bráðabirgðahúsnæði Foreldri barns á leikskólanum Grandaborg, þar sem mygla fannst í sumar, segist orðið þreytt á endalausu hringli og loðnum svörum frá borginni. Mygla er í bráðabirgðahúsnæði sem hluti nemenda var færður í en færa á þá enn annað í byrjun desember. 21. nóvember 2022 19:31 Loka Grandaborg og skipta börnunum í þrennt Loka þarf leikskólanum Grandaborg í Vesturbænum. Þar hafa framkvæmdir staðið yfir vegna rakaskemmda og þar að auki kom nýverið í ljós rof á skolplögn undir leikskólanum. Því þarf að skipta börnunum á leikskólanum upp og hýsa þau annars staðar í þremur hópum, á meðan unnið er að því að finna húsnæði þar sem öll börnin geta verið saman. 1. október 2022 16:29 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sem lagt var fram á fundi skóla- og frístundaráðs á mánudaginn. Í minnisblaðinu er farið yfir stöðu Grandaborgar en húsnæði leikskólans var rýmt í haust vegna myglu og skolpmengunar. Mygla greindist í húsnæði Grandaborgar við Boðagranda á vormánuðum en í haust kom í ljós að aðalorsök slæmra loftgæða væri skriðkjallari undir húsnæðinu og hönnun loftræstingar hússins. Skólprör hafði farið í sundur og skólp seytlað ofan í jarðveg í kjallaranum en loftræstikerfið blásið lofti úr kjallaranum og inn í húsnæði leikskólans. Ákveðið var að loka leikskólanum og flytja starfsemina á þrjá staði; í Ævintýraborg við Eggertsgötu (22 börn), Ævintýraborg við Nauthólsveg (15 börn) og í Kringluna 1 (27 börn). Fram kemur í minnisblaði Helga að óanægju hafi gætt með þá ákvörðun að sundra leikskólanum en ekki hafi tekist að finna hentugt húsnæði til að halda öllum börnunum saman. Þá var einnig óánægja með staðsetningu leikskólastarfsins í Kringlunni. Haldnir voru fundir með foreldrum og starfsmönnum en í minnisblaðinu segir að „óróleiki“ hafi komið upp í báðum hópum eftir að fréttir bárust af því að leikskólastjórinn hefði sagt upp störfum. Einhverjum hefði skilist sem svo að honum hefði verið sagt upp. Í kjölfarið hefðu þrír starfsmenn í 2,5 stöðugildum sagt upp og fjölmargir foreldrar sent inn fyrirspurn um málið. Leikskólastjórinn hafi hins vegar dregið uppsögn sína til baka í byrjun desember og með flutningi starfsemi leikskólans úr Kringlunni í Hagaborg sé þess vænst að sátt náist um starfsemi leikskólans, „þó ljóst megi vera að áskoranir fylgja þeirri stöðu sem uppi er varðandi húsnæðismál hans“. Tengd skjöl Minnisblað_vegna_GrandaborgarPDF41KBSækja skjal
Reykjavík Leikskólar Mygla Tengdar fréttir „Að fólki skuli detta þetta til hugar er að mínu viti skammarlegt“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar fer hörðum orðum um ákvörðun Reykjavíkurborgar að draga saman seglin í leikskólamálum, meðal annars með því að fækka starfsfólki og skera niður í skólamáltíðum. Viðtal við Sólveigu má sjá hér í innslaginu að ofan og hefst á níundu mínútu. 8. desember 2022 09:00 Nemendur Grandaborgar færðir öðru sinni vegna myglu í bráðabirgðahúsnæði Foreldri barns á leikskólanum Grandaborg, þar sem mygla fannst í sumar, segist orðið þreytt á endalausu hringli og loðnum svörum frá borginni. Mygla er í bráðabirgðahúsnæði sem hluti nemenda var færður í en færa á þá enn annað í byrjun desember. 21. nóvember 2022 19:31 Loka Grandaborg og skipta börnunum í þrennt Loka þarf leikskólanum Grandaborg í Vesturbænum. Þar hafa framkvæmdir staðið yfir vegna rakaskemmda og þar að auki kom nýverið í ljós rof á skolplögn undir leikskólanum. Því þarf að skipta börnunum á leikskólanum upp og hýsa þau annars staðar í þremur hópum, á meðan unnið er að því að finna húsnæði þar sem öll börnin geta verið saman. 1. október 2022 16:29 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
„Að fólki skuli detta þetta til hugar er að mínu viti skammarlegt“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar fer hörðum orðum um ákvörðun Reykjavíkurborgar að draga saman seglin í leikskólamálum, meðal annars með því að fækka starfsfólki og skera niður í skólamáltíðum. Viðtal við Sólveigu má sjá hér í innslaginu að ofan og hefst á níundu mínútu. 8. desember 2022 09:00
Nemendur Grandaborgar færðir öðru sinni vegna myglu í bráðabirgðahúsnæði Foreldri barns á leikskólanum Grandaborg, þar sem mygla fannst í sumar, segist orðið þreytt á endalausu hringli og loðnum svörum frá borginni. Mygla er í bráðabirgðahúsnæði sem hluti nemenda var færður í en færa á þá enn annað í byrjun desember. 21. nóvember 2022 19:31
Loka Grandaborg og skipta börnunum í þrennt Loka þarf leikskólanum Grandaborg í Vesturbænum. Þar hafa framkvæmdir staðið yfir vegna rakaskemmda og þar að auki kom nýverið í ljós rof á skolplögn undir leikskólanum. Því þarf að skipta börnunum á leikskólanum upp og hýsa þau annars staðar í þremur hópum, á meðan unnið er að því að finna húsnæði þar sem öll börnin geta verið saman. 1. október 2022 16:29