Sjálfbærni á erindi við allar atvinnugreinar Helgi Jóhann Björgvinsson, Anna Gerður Ófeigsdóttir og Jóna Rut Vignir skrifa 14. desember 2022 11:30 Umræða um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð fyrirtækja hefur aukist á síðustu árum meðal annars vegna frétta af takmörkuðum árangri í baráttunni við loftslagsvandann á heimsvísu. Sjálfbærni er flókinn og síbreytilegur málaflokkur og á köflum torskilinn. Þá líður vart sá dagur að ekki sé birt ný skammstöfun um alþjóðastaðla eða vottanir sem lagt er til að fyrirtæki tileinki sér. Loftslagsvandinn er yfirvofandi og því allar líkur á að kröfur til fyrirtækja aukist í náinni framtíð. Hlutverk Íslandsbanka er að vera hreyfiafl til góðra verka og leiðandi á sviði sjálfbærni í íslensku samfélagi. Þannig ætlar bankinn að eiga frumkvæði að samstarfi við atvinnulífið um mál tengd sjálfbærni og ábyrgum viðskiptaháttum sem stuðla að sjálfbærri þróun íslensks efnahagslífs. Bankinn hefur nýverið unnið að útgáfu atvinnugreinaviðmiða (e. sector guidelines) og birt á vefsíðu sinni, fyrstur íslenskra banka. Tilgangur viðmiðanna er m.a. að stuðla að og kynna sjálfbærni fyrir fyrirtækjum landsins, vekja athygli á og veita leiðsögn um áhættu sem ólíkar atvinnugreinar kunna að vera útsettar fyrir á sviði sjálfbærni og til hvaða úrræða megi grípa til að verjast og draga úr áhættu af þeim toga. Atvinnugreinaviðmiðin eru í takti við hugmyndir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um nýja nálgun í loftslagsmálum sem felur m.a. í sér kröfu til atvinnulífsins um að setja sér mælanleg markmið í loftslagsmálum sem skipt er niður á atvinnugreinar. Viðmiðin eru hnitmiðuð skjöl sem innihalda samsafn ráðlegginga sem bankinn leggur til að viðskiptavinir sem starfa í viðkomandi atvinnugrein kynni sér. Sjálfbærniáhættu má í grunninn skipta í tvennt. Annars vegar er það raunlæg áhætta sem t.d. stafar beint af loftslagsbreytingum og getur valdið tjóni á munum og lífríki, eða raskað starfsemi fyrirtækja á margvíslegan hátt. Dæmi um raunlæga áhættu er aukin tíðni óveðra, flóð af ýmsum toga, hækkun sjávarmáls og súrnun sjávar. Hins vegar er svo margvísleg umbreytingaráhætta, sem til er komin vegna breytinga í samfélaginu sem hafa það markmið að sporna gegn raunlægri áhættu. Umbreytingaráhætta getur stafað af verkefnum sem hafa þann tilgang að flýta sjálfbærri þróun, en kunna í sömu andrá að hafa áhrif á rekstur fyrirtækja. Dæmi um slíka áhættu eru tækniþróun, stefnu- og lagabreytingar, orðsporsáhætta og breyttar markaðsaðstæður vegna breytts neyslumynsturs. Von Íslandsbanka er að viðmiðin einfaldi fyrirtækjum vegferðina og aðstoði við að komast af stað eða enn lengra í sjálfbærnivegferð sinni. Sjálfbærni varðar öll fyrirtæki og við viljum opna enn betur á samtalið við viðskiptavini um sjálfbærniáhættu og stýringu hennar á gagnsæjan hátt. Fyrstu atvinnugreinaviðmiðin hafa verið birt á ytri vef bankans og ná til byggingariðnaðarins. Í kjölfarið birtast á næstunni fleiri viðmið, m.a. fyrir sjávarútveginn og ferðaþjónustuna. Viðmið um sjálfbærni eru í stöðugri þróun. Atvinnugreinaviðmiðin verða því lifandi skjöl sem taka breytingum í takti við almenn viðmið og kröfur. Það er í höndum fyrirtækja landsins að undirbúa sig og verjast nýrri áhættu. Íslandsbanki vill vera fyrirtækjum innan handar og aðstoða við umbreytinguna eins vel og kostur er. Sjálfbærnimarkmið stjórnvalda eru metnaðarfull en til að þeim verði náð er ljóst að til þarf aðkomu atvinnulífsins af fullum krafti. Sjálfbærni á því erindi við öll svið atvinnulífsins. Höfundar eru hluti af sjálfbærniteymi Viðskiptabanka Íslandsbanka: Helgi Jóhann Björgvinsson, lánastjóriAnna Gerður Ófeigsdóttir, fyrirtækjaráðgjafiJóna Rut Vignir, sérfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Umræða um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð fyrirtækja hefur aukist á síðustu árum meðal annars vegna frétta af takmörkuðum árangri í baráttunni við loftslagsvandann á heimsvísu. Sjálfbærni er flókinn og síbreytilegur málaflokkur og á köflum torskilinn. Þá líður vart sá dagur að ekki sé birt ný skammstöfun um alþjóðastaðla eða vottanir sem lagt er til að fyrirtæki tileinki sér. Loftslagsvandinn er yfirvofandi og því allar líkur á að kröfur til fyrirtækja aukist í náinni framtíð. Hlutverk Íslandsbanka er að vera hreyfiafl til góðra verka og leiðandi á sviði sjálfbærni í íslensku samfélagi. Þannig ætlar bankinn að eiga frumkvæði að samstarfi við atvinnulífið um mál tengd sjálfbærni og ábyrgum viðskiptaháttum sem stuðla að sjálfbærri þróun íslensks efnahagslífs. Bankinn hefur nýverið unnið að útgáfu atvinnugreinaviðmiða (e. sector guidelines) og birt á vefsíðu sinni, fyrstur íslenskra banka. Tilgangur viðmiðanna er m.a. að stuðla að og kynna sjálfbærni fyrir fyrirtækjum landsins, vekja athygli á og veita leiðsögn um áhættu sem ólíkar atvinnugreinar kunna að vera útsettar fyrir á sviði sjálfbærni og til hvaða úrræða megi grípa til að verjast og draga úr áhættu af þeim toga. Atvinnugreinaviðmiðin eru í takti við hugmyndir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um nýja nálgun í loftslagsmálum sem felur m.a. í sér kröfu til atvinnulífsins um að setja sér mælanleg markmið í loftslagsmálum sem skipt er niður á atvinnugreinar. Viðmiðin eru hnitmiðuð skjöl sem innihalda samsafn ráðlegginga sem bankinn leggur til að viðskiptavinir sem starfa í viðkomandi atvinnugrein kynni sér. Sjálfbærniáhættu má í grunninn skipta í tvennt. Annars vegar er það raunlæg áhætta sem t.d. stafar beint af loftslagsbreytingum og getur valdið tjóni á munum og lífríki, eða raskað starfsemi fyrirtækja á margvíslegan hátt. Dæmi um raunlæga áhættu er aukin tíðni óveðra, flóð af ýmsum toga, hækkun sjávarmáls og súrnun sjávar. Hins vegar er svo margvísleg umbreytingaráhætta, sem til er komin vegna breytinga í samfélaginu sem hafa það markmið að sporna gegn raunlægri áhættu. Umbreytingaráhætta getur stafað af verkefnum sem hafa þann tilgang að flýta sjálfbærri þróun, en kunna í sömu andrá að hafa áhrif á rekstur fyrirtækja. Dæmi um slíka áhættu eru tækniþróun, stefnu- og lagabreytingar, orðsporsáhætta og breyttar markaðsaðstæður vegna breytts neyslumynsturs. Von Íslandsbanka er að viðmiðin einfaldi fyrirtækjum vegferðina og aðstoði við að komast af stað eða enn lengra í sjálfbærnivegferð sinni. Sjálfbærni varðar öll fyrirtæki og við viljum opna enn betur á samtalið við viðskiptavini um sjálfbærniáhættu og stýringu hennar á gagnsæjan hátt. Fyrstu atvinnugreinaviðmiðin hafa verið birt á ytri vef bankans og ná til byggingariðnaðarins. Í kjölfarið birtast á næstunni fleiri viðmið, m.a. fyrir sjávarútveginn og ferðaþjónustuna. Viðmið um sjálfbærni eru í stöðugri þróun. Atvinnugreinaviðmiðin verða því lifandi skjöl sem taka breytingum í takti við almenn viðmið og kröfur. Það er í höndum fyrirtækja landsins að undirbúa sig og verjast nýrri áhættu. Íslandsbanki vill vera fyrirtækjum innan handar og aðstoða við umbreytinguna eins vel og kostur er. Sjálfbærnimarkmið stjórnvalda eru metnaðarfull en til að þeim verði náð er ljóst að til þarf aðkomu atvinnulífsins af fullum krafti. Sjálfbærni á því erindi við öll svið atvinnulífsins. Höfundar eru hluti af sjálfbærniteymi Viðskiptabanka Íslandsbanka: Helgi Jóhann Björgvinsson, lánastjóriAnna Gerður Ófeigsdóttir, fyrirtækjaráðgjafiJóna Rut Vignir, sérfræðingur
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun