Vindorka - árás á náttúru Íslands Andrés Skúlason skrifar 10. desember 2022 09:31 Því er gjarnan haldið á lofti að Ísland sé ríkasta land í heimi af svokölluðum endurnýjanlegum orkugjöfum og þjóðin hefur verið stolt af því. Við erum nefnilega heimsmeistarar í ansi mörgu. Þegar grannt er skoðað eigum við hins vegar bara eitt staðfest heimsmet á alþjóðlegum mælikvarða og það er mesta orkuframleiðsla í heimi á hvert mannsbarn og þar stökkvum við helmingi hærra en næsta ríki á eftir. Þá eru líkur á að við eigum annað heimsmet, „reyndar óstaðfest“ vegna skorts á rannsóknum, en það er mesta orkusóun á hvert mannsbarn. Við erum sömuleiðis ein þjóða heims að sólunda yfir 80% af orkuauðlindum okkar til orkufrekrar mengandi starfsemi og nú hefur bæst við hinn nýi óhefti- frjálsi orkugeiri með grænþvottarstimpilinn á lofti sem merkir sér allt sama hvaða ósómi er undir. Nú eigum við „grænasta ál“ í heimi, framleitt með „grænustu orku“ í heimi og svo eigum við auðvitað „grænustu gagnaver“ í heimi sem grafa eftir „grænustu rafmynt“ í heiminum, og svo eru áform um græna orkugarða sem ætti kannski að flokka frekar undir efnaverksmiðjur. Vindorkuáform sem nú þegar hafa verið sett á svið eru af áður óþekktri stærð, án þess að sýnt hafi verið fram á þörfina og allt er þetta undir grænum formerkjum þrátt fyrir að óafturkræf náttúruspjöll hafi verið sett á dagskrá með slíkum vindorkuverum. Ef markmiðið er að skapa sátt um vindorkuver hér á landi þá sýnist mér það því miður stefna í algjört óefni eins og staðan er. Atgangur orkugeirans er einfaldlega alltof mikill þegar vanmáttug sveitarfélög eru annarsvegar og ekki er til að dreifa haldbærum lögum eða reglum í málaflokknum. Núna þurfum við ekki á að halda erlendu stór-kapítali í bakgarðinn okkar sem er farið að kljúfa samfélög víða um land þar sem íbúum hefur verið stillt upp við vegg á íbúafundum og aðeins hlið orkugeirans er dregin upp. En fyrst og síðast er verið að ráðast hér að okkar verðmætustu auðlind með þeim grófustu iðnaðaráformum sem sett hafa verið á svið frá upphafi, gegn íslenskri náttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vindorka Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Því er gjarnan haldið á lofti að Ísland sé ríkasta land í heimi af svokölluðum endurnýjanlegum orkugjöfum og þjóðin hefur verið stolt af því. Við erum nefnilega heimsmeistarar í ansi mörgu. Þegar grannt er skoðað eigum við hins vegar bara eitt staðfest heimsmet á alþjóðlegum mælikvarða og það er mesta orkuframleiðsla í heimi á hvert mannsbarn og þar stökkvum við helmingi hærra en næsta ríki á eftir. Þá eru líkur á að við eigum annað heimsmet, „reyndar óstaðfest“ vegna skorts á rannsóknum, en það er mesta orkusóun á hvert mannsbarn. Við erum sömuleiðis ein þjóða heims að sólunda yfir 80% af orkuauðlindum okkar til orkufrekrar mengandi starfsemi og nú hefur bæst við hinn nýi óhefti- frjálsi orkugeiri með grænþvottarstimpilinn á lofti sem merkir sér allt sama hvaða ósómi er undir. Nú eigum við „grænasta ál“ í heimi, framleitt með „grænustu orku“ í heimi og svo eigum við auðvitað „grænustu gagnaver“ í heimi sem grafa eftir „grænustu rafmynt“ í heiminum, og svo eru áform um græna orkugarða sem ætti kannski að flokka frekar undir efnaverksmiðjur. Vindorkuáform sem nú þegar hafa verið sett á svið eru af áður óþekktri stærð, án þess að sýnt hafi verið fram á þörfina og allt er þetta undir grænum formerkjum þrátt fyrir að óafturkræf náttúruspjöll hafi verið sett á dagskrá með slíkum vindorkuverum. Ef markmiðið er að skapa sátt um vindorkuver hér á landi þá sýnist mér það því miður stefna í algjört óefni eins og staðan er. Atgangur orkugeirans er einfaldlega alltof mikill þegar vanmáttug sveitarfélög eru annarsvegar og ekki er til að dreifa haldbærum lögum eða reglum í málaflokknum. Núna þurfum við ekki á að halda erlendu stór-kapítali í bakgarðinn okkar sem er farið að kljúfa samfélög víða um land þar sem íbúum hefur verið stillt upp við vegg á íbúafundum og aðeins hlið orkugeirans er dregin upp. En fyrst og síðast er verið að ráðast hér að okkar verðmætustu auðlind með þeim grófustu iðnaðaráformum sem sett hafa verið á svið frá upphafi, gegn íslenskri náttúru.
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar