Með hálfan þingmann á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 7. desember 2022 15:30 Vægi ríkja innan Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif innan sambandsins, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku stofnana Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði landið fámennasta ríki þess og með vægi í samræmi við það. Ég vakti athygli á þessum staðreyndum í grein sem birtist á Vísir.is á fullveldisdaginn 1. desember sem varð til þess að Ole Anton Bieltvedt ritaði grein í Fréttablaðið þar sem hann kallaði mig „ESB-óhróðursmeistara“ og sakaði mig um rangfærslur í þessum efnum. Þá ýjaði hann að því að ég væri leigupenni þeirra sem standa að Morgunblaðinu – með greinaskrifum mínum á vef helzta samkeppnisaðila þeirra! Byggt á gögnum frá Evrópusambandinu Hinar meintu rangfærslur mínar eru hins vegar byggðar á gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu sem auðvelt er að kynna sér ef einhver áhugi er fyrir því að setja sig inn í málin. Til dæmis á vefsíðu ráðherraráðs sambandsins, helztu valdastofnunar þess. Þar kemur fram að langflestar ákvarðanir ráðsins séu háðar þeirri reglu að 55% ríkja Evrópusambandsins að lágmarki með 65% íbúafjölda þess standi að þeim. Ráðherrar ríkja Evrópusambandsins hafa þannig í langflestum tilfellum ekki sama vægi þegar greidd eru atkvæði í ráðherraráðinu, ólíkt því sem Ole Anton hélt fram, heldur ræðst það einkum af íbúafjölda ríkjanna. Þá eiga ríkin ekki fulltrúa í framkvæmdastjórn sambandsins, líkt og hann vildi meina, enda er þeim sem þar sitja óheimilt að draga taum heimalanda sinna samkvæmt Lissabon-sáttmála sambandsins. Sjávarútvegs- og orkumál ekki mikilvæg? Ég benti einnig á það að einróma samþykki einstakra ríkja Evrópusambandsins heyrði nær sögunni til innan ráðherraráðsins enda má telja þá málaflokka sem það á við um í dag nánast á fingrum annarrar handar. Einróma samþykki var áður reglan en hefur hins vegar jafnt og þétt verið á útleið og var þannig til dæmis afnumið í um 40 málaflokkum á einu bretti með gildistöku Lissabon-sáttmálans árið 2009. Hvað varðar þá fullyrðingu Oles Antons að Ísland fengi neitunarvald varðandi „alla veigamikla stefnumótun og allar stærri ákvarðanir“ Evrópusambandsins nægir að benda á þá einföldu staðreynd að einróma samþykki í ráðherraráðinu nær hvorki til sjávarútvegs- né orkumála sem varða einhverja mikilvægustu hagsmuni landsins. Mögulega er Ole Anton ósammála því. Þar gildir fyrst og fremst íbúafjöldinn. Tal um gífurleg áhrif stenzt enga skoðun Hvað þing Evrópusambandsins varðar er það rétt hjá Ole Antoni að Ísland fengi líklega sex fulltrúa á þinginu en af um 700 sem hann nefndi ekki. Til þess að setja það í samhengi væri það á við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Á þingi sambandsins er ekkert einróma samþykki heldur gildir einfaldur meirihluti atkvæða. Þá myndu fulltrúarnir dreifast á hérlenda stjórnmálaflokka og því ólíklega starfa saman. Hér að framan hefur fyrst og fremst verið byggt á gögnum frá Evrópusambandinu og væri um rangfærslur að ræða þýddi það að sambandið sjálft færi með rangt mál. Væntanlega sjá annars flestir það í hendi sér að tal Oles Antons um gífurleg áhrif og völd Íslands innan Evrópusambandsins stenzt alls enga skoðun. Fyrir utan annað er einfaldlega lítið gagn að sæti við borðið þegar ekki er setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Vægi ríkja innan Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif innan sambandsins, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku stofnana Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði landið fámennasta ríki þess og með vægi í samræmi við það. Ég vakti athygli á þessum staðreyndum í grein sem birtist á Vísir.is á fullveldisdaginn 1. desember sem varð til þess að Ole Anton Bieltvedt ritaði grein í Fréttablaðið þar sem hann kallaði mig „ESB-óhróðursmeistara“ og sakaði mig um rangfærslur í þessum efnum. Þá ýjaði hann að því að ég væri leigupenni þeirra sem standa að Morgunblaðinu – með greinaskrifum mínum á vef helzta samkeppnisaðila þeirra! Byggt á gögnum frá Evrópusambandinu Hinar meintu rangfærslur mínar eru hins vegar byggðar á gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu sem auðvelt er að kynna sér ef einhver áhugi er fyrir því að setja sig inn í málin. Til dæmis á vefsíðu ráðherraráðs sambandsins, helztu valdastofnunar þess. Þar kemur fram að langflestar ákvarðanir ráðsins séu háðar þeirri reglu að 55% ríkja Evrópusambandsins að lágmarki með 65% íbúafjölda þess standi að þeim. Ráðherrar ríkja Evrópusambandsins hafa þannig í langflestum tilfellum ekki sama vægi þegar greidd eru atkvæði í ráðherraráðinu, ólíkt því sem Ole Anton hélt fram, heldur ræðst það einkum af íbúafjölda ríkjanna. Þá eiga ríkin ekki fulltrúa í framkvæmdastjórn sambandsins, líkt og hann vildi meina, enda er þeim sem þar sitja óheimilt að draga taum heimalanda sinna samkvæmt Lissabon-sáttmála sambandsins. Sjávarútvegs- og orkumál ekki mikilvæg? Ég benti einnig á það að einróma samþykki einstakra ríkja Evrópusambandsins heyrði nær sögunni til innan ráðherraráðsins enda má telja þá málaflokka sem það á við um í dag nánast á fingrum annarrar handar. Einróma samþykki var áður reglan en hefur hins vegar jafnt og þétt verið á útleið og var þannig til dæmis afnumið í um 40 málaflokkum á einu bretti með gildistöku Lissabon-sáttmálans árið 2009. Hvað varðar þá fullyrðingu Oles Antons að Ísland fengi neitunarvald varðandi „alla veigamikla stefnumótun og allar stærri ákvarðanir“ Evrópusambandsins nægir að benda á þá einföldu staðreynd að einróma samþykki í ráðherraráðinu nær hvorki til sjávarútvegs- né orkumála sem varða einhverja mikilvægustu hagsmuni landsins. Mögulega er Ole Anton ósammála því. Þar gildir fyrst og fremst íbúafjöldinn. Tal um gífurleg áhrif stenzt enga skoðun Hvað þing Evrópusambandsins varðar er það rétt hjá Ole Antoni að Ísland fengi líklega sex fulltrúa á þinginu en af um 700 sem hann nefndi ekki. Til þess að setja það í samhengi væri það á við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Á þingi sambandsins er ekkert einróma samþykki heldur gildir einfaldur meirihluti atkvæða. Þá myndu fulltrúarnir dreifast á hérlenda stjórnmálaflokka og því ólíklega starfa saman. Hér að framan hefur fyrst og fremst verið byggt á gögnum frá Evrópusambandinu og væri um rangfærslur að ræða þýddi það að sambandið sjálft færi með rangt mál. Væntanlega sjá annars flestir það í hendi sér að tal Oles Antons um gífurleg áhrif og völd Íslands innan Evrópusambandsins stenzt alls enga skoðun. Fyrir utan annað er einfaldlega lítið gagn að sæti við borðið þegar ekki er setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar