Taumlaus óráðsía skólabarna, unglinga, bókaorma, siglinga- og sundfólks Þorsteinn Sæmundsson skrifar 5. desember 2022 19:31 Hvað eiga skátar skólabörn, unglingar, bókaormar, siglinga- og sundfólk sameiginlegt? Jú þetta lið er að ríða rekstri Reykjavíkurborgar á slig ef marka má sparnaðartillögur meirihluta borgarstjórnar. Þau eru hin breiðu bök sem hagræðingarsvipan er nú látin ganga á. Af öðrum merkilegum tillögum má nefna að minnka á öryggi vegfarenda hvort sem er akandi í bíl gangandi eða hjólandi með því að draga úr viðhaldi götuljósa vegna LED væðingar. Hélt að nú þegar skammdegið er svartast með tilheyrandi hættu einkum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur væri slíkt ekki uppá borðum. Það merkilega við tillögurnar er kannski það hverjir eru ekki þar. Það á að vísu að kaupa færri og ódýrari snittur samkvæmt tillögunum en að öðru leyti sleppur Hirðin. Ekki virðist ætlað að fækka í hópnum á borgarstjórakontórnum hvað þá á s.k. samskiptasviði sem gárungar kalla gjarnan Norður – Kóreu vegna verkefna sviðsins við glærusmíðaar í áróðursskyni og að fegra ásýnd leiðtogans mikla meðan borgin sekkur dýpra I dýkið. Ekki er hróflað við starfsmannafjölda borgarinnar sem hefur aukist um 20% síðustu nokkur ár. Ekki er hróflað við fjölda millistjórnenda. Ekki er hróflað við gæluverkefnum. Nei allt skal þetta ósnert vegna þess að hinir raunverulegu eyðsluseggir eru skátar skólabörn unglingar siglinga og sundfólk. Nú skulu þau taka á og gjalda fyrir óráðsíu sína undanfarin ár. Ekkert er gert með uppeldis- forvarnargildi starfsins því skal fórnað á altari skuldasúpunnar. Hver er svo áætlaður sparnaður af því að herða sultaról skólabarna unglinga bókaorma siglinga- og sundfólks? Jú hann mun nema um einum milljarði króna. Auk þess eru boðaðar ,,aðrar aðgerðir” sem skila eiga einum komma fjórum milljörðum króna. Að sögn liðléttings borgarstjórans (hann gaf ekki kost á viðtali sjálfur) er stefnan að spara þrjá milljarða á ári næstu þrjú ár. Þess má geta að áætlað er að tap á rekstri A-hluta borgarsjóðs verði alls um 19 milljarðar árin 2020 til 2022. Og liðléttingurinn segir að menn ætli að spara 3 milljarða á ári. Ekki er að sjá vilja til að auka tekjur borgarinnar með auknu lóðaframboði enda þýðir það ekkert að sögn borgarstjóra. Lánastofnanir draga lappirnar í lánveitingum að hans sögn. Að auki er byggingageirinn ekki í færum til að byggja allar þær lóðir sem borgin býr yfir að sögn sama borgarstjóra. Þess má geta að bæði byggingafyrirtæki og lánastofnanir hafa mótmælt þessu fleipri borgarstjórans. Dapurlegt er hlutskipti Framsóknarflokksins sem tekið hefur að sér hlutverk nýjustu hækjunnar í hjálpartækjabanka borgarstjórans. ,,Við viljum breytingar í borginni” sagði glaðbeittur oddviti Framsóknar í aðdraganda síðustu kosninga. Hann lét þess raunar ekki getið í hverju breytingarnar yrðu fólgnar en sagði ,,bara best að kjósa Framsókn.” Nú vitum við hverjar breytingar Framsóknar eru. Við þá sem létu blekkjast vil ég segja að skilafrestur atkvæðisins rennur upp eftir fjögur ár. Þá geta kjósendur Framsóknarflokksins skilað skömminni. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Sjá meira
Hvað eiga skátar skólabörn, unglingar, bókaormar, siglinga- og sundfólk sameiginlegt? Jú þetta lið er að ríða rekstri Reykjavíkurborgar á slig ef marka má sparnaðartillögur meirihluta borgarstjórnar. Þau eru hin breiðu bök sem hagræðingarsvipan er nú látin ganga á. Af öðrum merkilegum tillögum má nefna að minnka á öryggi vegfarenda hvort sem er akandi í bíl gangandi eða hjólandi með því að draga úr viðhaldi götuljósa vegna LED væðingar. Hélt að nú þegar skammdegið er svartast með tilheyrandi hættu einkum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur væri slíkt ekki uppá borðum. Það merkilega við tillögurnar er kannski það hverjir eru ekki þar. Það á að vísu að kaupa færri og ódýrari snittur samkvæmt tillögunum en að öðru leyti sleppur Hirðin. Ekki virðist ætlað að fækka í hópnum á borgarstjórakontórnum hvað þá á s.k. samskiptasviði sem gárungar kalla gjarnan Norður – Kóreu vegna verkefna sviðsins við glærusmíðaar í áróðursskyni og að fegra ásýnd leiðtogans mikla meðan borgin sekkur dýpra I dýkið. Ekki er hróflað við starfsmannafjölda borgarinnar sem hefur aukist um 20% síðustu nokkur ár. Ekki er hróflað við fjölda millistjórnenda. Ekki er hróflað við gæluverkefnum. Nei allt skal þetta ósnert vegna þess að hinir raunverulegu eyðsluseggir eru skátar skólabörn unglingar siglinga og sundfólk. Nú skulu þau taka á og gjalda fyrir óráðsíu sína undanfarin ár. Ekkert er gert með uppeldis- forvarnargildi starfsins því skal fórnað á altari skuldasúpunnar. Hver er svo áætlaður sparnaður af því að herða sultaról skólabarna unglinga bókaorma siglinga- og sundfólks? Jú hann mun nema um einum milljarði króna. Auk þess eru boðaðar ,,aðrar aðgerðir” sem skila eiga einum komma fjórum milljörðum króna. Að sögn liðléttings borgarstjórans (hann gaf ekki kost á viðtali sjálfur) er stefnan að spara þrjá milljarða á ári næstu þrjú ár. Þess má geta að áætlað er að tap á rekstri A-hluta borgarsjóðs verði alls um 19 milljarðar árin 2020 til 2022. Og liðléttingurinn segir að menn ætli að spara 3 milljarða á ári. Ekki er að sjá vilja til að auka tekjur borgarinnar með auknu lóðaframboði enda þýðir það ekkert að sögn borgarstjóra. Lánastofnanir draga lappirnar í lánveitingum að hans sögn. Að auki er byggingageirinn ekki í færum til að byggja allar þær lóðir sem borgin býr yfir að sögn sama borgarstjóra. Þess má geta að bæði byggingafyrirtæki og lánastofnanir hafa mótmælt þessu fleipri borgarstjórans. Dapurlegt er hlutskipti Framsóknarflokksins sem tekið hefur að sér hlutverk nýjustu hækjunnar í hjálpartækjabanka borgarstjórans. ,,Við viljum breytingar í borginni” sagði glaðbeittur oddviti Framsóknar í aðdraganda síðustu kosninga. Hann lét þess raunar ekki getið í hverju breytingarnar yrðu fólgnar en sagði ,,bara best að kjósa Framsókn.” Nú vitum við hverjar breytingar Framsóknar eru. Við þá sem létu blekkjast vil ég segja að skilafrestur atkvæðisins rennur upp eftir fjögur ár. Þá geta kjósendur Framsóknarflokksins skilað skömminni. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar