Verða að bæta undirliggjandi rekstur borgarinnar Ellen Geirsdóttir Håkansson og Kjartan Kjartansson skrifa 3. desember 2022 10:17 Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, í viðtali um hagræðingaraðgerðir borgarinnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Vísir/Stöð 2 Bæta verður undirliggjandi rekstur Reykjavíkurborgar til þess að stöðva margmilljarða króna hallarekstur hennar, að sögn Einars Þorsteinssonar, formanns borgarráðs. Hann segir tillögur um að lækka laun borgarfulltrúa popúlisma. Borgarstjórnarmeirihlutinn kynnti 92 hagræðingaraðgerðir til þess að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar á fimmtudag. Rekstur A-hlutans var neikvæður um rúmlega ellefu milljarða króna fyrstu níu mánuði ársins, langt umfram þann 1,6 milljarða króna halla sem reiknað hafði verið með. Á meðal hagræðingaraðgerðanna er draga úr fjárfestingum upp á fimm milljarða á næstu árum, lækka fundarkostnað borgarstjórnar, fresta ráðningum á skrifstofu borgarstjóra og borgarrita, fækka listsýningum og bjóða út mat fyrir leikskóla borgarinnar. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi áformin í gær. „Kroppað“ væri í reksturinn hér og þar en aðgerðirnar væru mátt- og haglausar. Skera ætti niður útgjöld til matarkaupa fyrir leikskólabörn um hundrað milljónir króna en lítið gert til þess að hrófla við fínum móttökum í Höfða og ráðhúsinu. „Ráðist beint í að skerða þjónustu við fólkið í borginni í stað þess að ráðast á yfirbygginguna og rekstrarvandann í þessari stjórnsýslu,“ sagði Hildur í viðtali við Stöð 2 í gær. Popúlismi að leggja til lækkun launa þeirra hæst launuðu Einar sagði þessar kveðjur Hildar kaldar í ljósi þess að hagræðingaraðgerðirnar væru þær mestu frá hruni í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Gerð væri hagræðingarkrafa um eitt prósent á öll svið auks þess að reksturinn yrði ekki verðbættur. Sú hagræðingarkrafa ofan á aðgerðirnar 92 og ýmsar umbótaáætlarnir sem ráðist yrði í ættu að skila um fimmtán milljarða króna hagræðingu yfir þriggja ára tímabil. Hagræðingin næði jafnmikið til miðlægrar stjórnsýslu inni í ráðhúsinu og til annarra hluta borgarkerfisins. „Stóri vandinn er þessi og heildarsýnin verður að vera þessi, við erum með 15,3 milljarðahalla á rekstri A-sjóðs og við verðum að bæta undirliggjandi rekstur borgarinnar. Það gerum við með því að fara í margháttaðar aðgerðir inn í kerfið, hagræðum inni í kerfinu en reynum að koma í veg fyrir að það bitni á borgarbúum. Við stöndum vörð um framlínuþjónustuna, skólana og velferðarþjónustuna. Þannig getum við bætt þjónustuna,“ sagði hann. Spurður að því hvort að hæst launuðu borgarstarfsmennirnir, þar á meðal borgarfulltrúar, væru tilbúnir að taka á sig skerðingu sagðist Einar þeirrar skoðunar að kjörnir fulltrúar ættu ekki að hræra í laununum sínum sjálfir. „Þetta er bara popúlismi að koma með einhverjar svona tillögur,“ svaraði hann. Hvað varðaði útboð á mat til leikskóla borgarinnar sagði Einar það koma sér á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn legðist gegn því. Nú þegar hefðu 47 af 63 leikskólum borgarinnar ákveðið sjálfir að bjóða út matinn í staðinn fyrir að vera sjálfir með eldhús. Sagði Einar það skynsamlega fjármálastjórn að ráðast í sameiginleg innkaup fyrir leikskólana. Reykjavík Stjórnsýsla Borgarstjórn Tengdar fréttir „Sýndaraðgerðir“ sýni að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á vandanum Borgarstjóri segir verðbólgu og fjórðu bylgju Covid meginástæður þess að rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar hafi verið neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á rekstrarvandanum þar sem hagræðingaraðgerðir séu ekkert nema sýndaraðgerðir. 2. desember 2022 13:00 Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58 Rekstarniðurstaða A-hluta neikvæð um 11,1 milljarð króna Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar, sem er að hluta eða öllu leyti fjármagnaður með skatttekjum, var neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. 2. desember 2022 08:45 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Borgarstjórnarmeirihlutinn kynnti 92 hagræðingaraðgerðir til þess að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar á fimmtudag. Rekstur A-hlutans var neikvæður um rúmlega ellefu milljarða króna fyrstu níu mánuði ársins, langt umfram þann 1,6 milljarða króna halla sem reiknað hafði verið með. Á meðal hagræðingaraðgerðanna er draga úr fjárfestingum upp á fimm milljarða á næstu árum, lækka fundarkostnað borgarstjórnar, fresta ráðningum á skrifstofu borgarstjóra og borgarrita, fækka listsýningum og bjóða út mat fyrir leikskóla borgarinnar. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi áformin í gær. „Kroppað“ væri í reksturinn hér og þar en aðgerðirnar væru mátt- og haglausar. Skera ætti niður útgjöld til matarkaupa fyrir leikskólabörn um hundrað milljónir króna en lítið gert til þess að hrófla við fínum móttökum í Höfða og ráðhúsinu. „Ráðist beint í að skerða þjónustu við fólkið í borginni í stað þess að ráðast á yfirbygginguna og rekstrarvandann í þessari stjórnsýslu,“ sagði Hildur í viðtali við Stöð 2 í gær. Popúlismi að leggja til lækkun launa þeirra hæst launuðu Einar sagði þessar kveðjur Hildar kaldar í ljósi þess að hagræðingaraðgerðirnar væru þær mestu frá hruni í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Gerð væri hagræðingarkrafa um eitt prósent á öll svið auks þess að reksturinn yrði ekki verðbættur. Sú hagræðingarkrafa ofan á aðgerðirnar 92 og ýmsar umbótaáætlarnir sem ráðist yrði í ættu að skila um fimmtán milljarða króna hagræðingu yfir þriggja ára tímabil. Hagræðingin næði jafnmikið til miðlægrar stjórnsýslu inni í ráðhúsinu og til annarra hluta borgarkerfisins. „Stóri vandinn er þessi og heildarsýnin verður að vera þessi, við erum með 15,3 milljarðahalla á rekstri A-sjóðs og við verðum að bæta undirliggjandi rekstur borgarinnar. Það gerum við með því að fara í margháttaðar aðgerðir inn í kerfið, hagræðum inni í kerfinu en reynum að koma í veg fyrir að það bitni á borgarbúum. Við stöndum vörð um framlínuþjónustuna, skólana og velferðarþjónustuna. Þannig getum við bætt þjónustuna,“ sagði hann. Spurður að því hvort að hæst launuðu borgarstarfsmennirnir, þar á meðal borgarfulltrúar, væru tilbúnir að taka á sig skerðingu sagðist Einar þeirrar skoðunar að kjörnir fulltrúar ættu ekki að hræra í laununum sínum sjálfir. „Þetta er bara popúlismi að koma með einhverjar svona tillögur,“ svaraði hann. Hvað varðaði útboð á mat til leikskóla borgarinnar sagði Einar það koma sér á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn legðist gegn því. Nú þegar hefðu 47 af 63 leikskólum borgarinnar ákveðið sjálfir að bjóða út matinn í staðinn fyrir að vera sjálfir með eldhús. Sagði Einar það skynsamlega fjármálastjórn að ráðast í sameiginleg innkaup fyrir leikskólana.
Reykjavík Stjórnsýsla Borgarstjórn Tengdar fréttir „Sýndaraðgerðir“ sýni að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á vandanum Borgarstjóri segir verðbólgu og fjórðu bylgju Covid meginástæður þess að rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar hafi verið neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á rekstrarvandanum þar sem hagræðingaraðgerðir séu ekkert nema sýndaraðgerðir. 2. desember 2022 13:00 Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58 Rekstarniðurstaða A-hluta neikvæð um 11,1 milljarð króna Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar, sem er að hluta eða öllu leyti fjármagnaður með skatttekjum, var neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. 2. desember 2022 08:45 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
„Sýndaraðgerðir“ sýni að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á vandanum Borgarstjóri segir verðbólgu og fjórðu bylgju Covid meginástæður þess að rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar hafi verið neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á rekstrarvandanum þar sem hagræðingaraðgerðir séu ekkert nema sýndaraðgerðir. 2. desember 2022 13:00
Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58
Rekstarniðurstaða A-hluta neikvæð um 11,1 milljarð króna Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar, sem er að hluta eða öllu leyti fjármagnaður með skatttekjum, var neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. 2. desember 2022 08:45