Á mannúð heima í stjórnmálum? Gísli Rafn Ólafsson skrifar 2. desember 2022 16:00 Það að sýna mannúð er að sýna umhyggju fyrir öðrum, sér í lagi gagnvart þeim sem eru í erfiðum aðstæðum. Á hverjum degi sýnum við flest mannúð gagnvart fjölskyldumeðlimum okkar og stundum jafnvel gagnvart fólki sem við þekkjum ekki neitt. Þúsundir sjálfboðaliða björgunarsveitanna sýna mannúð í hvert skipti sem þau fara í leit að týndu fólki. Stór hluti þjóðarinnar sýnir mannúð þegar það gerist mannvinur, ljósvinur, bakhjarl eða hvað svo sem öll hin fjölbreyttu mánaðarlegu stuðningsprógrömm hjálparstofnanna heita. Aðrir ganga svo enn lengra og taka beinann þátt í að sinna heimilislausum, fíkniefnaneytendum og öðrum í neyð. Einstaklingar og fyrirtæki hjálpast að við að safna fjármagni fyrir hjálparsamtök sem sinna fólk í neyð. Það þarf ekki meira en að lesa um eða sjá neyðina til þess að þú finnir sting í hjartanu og ákveðir að sýna þína mannúð í verki með því að styðja viðkomandi eða mótmæla því ranglæti sem viðkomandi hefur orðið fyrir. Við fundum öll þennan sting þegar myndin af Alan litla Kurdi, tveggja ára dreng sem lá á ströndinni í Grikklandi, birtist í fjölmiðlum síðla árs 2015. Þessi sami stingur heltók okkur í desember 2015 þegar mynd birtist af Arjan litla með bangsann sinn þegar honum og fjölskyldu hans frá Albaníu var vísað úr landi. Sá stingur heltók þjóðina og mannúðin náði að meira segja inn á Alþingi þar sem samstaða varð um að Arjan litli og samlandi hans Kevi og fjölskyldur þeirra fengju íslenskan ríkisborgararétt svo tryggja mætti að þeir báðir fengju aðgengi að þeir læknisþjónustu sem þeir þurftu nauðsynlega á að halda. En síðan þá hefur hundruðum barna verið vísað úr landi og beint á götuna í Grikklandi. Síðan þá hefur fátækt innanlands aukist og geðheilsu þjóðarinnar hrakað. Síðan þá hafa öryrkjar og aldraðir þurft að herða sultarólina. Síðan þá virðist eins og mannúð hafi horfið úr íslenskum stjórnmálum. Alltaf þegar rætt er að bæta þurfi aðstöðu þeirra verst settu, alltaf þegar rætt er um að gera þurfi hælisleitendakerfið mannúðlegra, alltaf þegar rætt er um að fjárfesta í geðheilsu þjóðarinnar, þá er eins og að það séu ekki til neinir peningar til þess að gera neitt í þessum málum. En þegar fjölga þarf ráðuneytum eða framkvæma eitthvað í kjördæmum ráðherra, þá virðist alltaf vera til nóg af aur. Í umræðum um fjáraukalög fyrir árið 2022 sem átti sér stað nú í vikunni var verið að ræða um 90 milljarða króna aukningu á ýmsum liðum frá því að fjárlög voru lögð fram fyrir ári síðan. Lögð var fram tillaga um að setja 150 milljónir, eða innan við 0,1% af heildarupphæð fjáraukans, í styrki til þeirra hjálparstofnanna sem úthluta matargjöfum nú á aðventunni. Þetta er örlítil upphæð í „stóra samhenginu” – en hún hefði gert hátíðirnar og dökkasta skammdegið örlítið bjartara fyrir þau sem verst eru sett í samfélaginu. Það er auðvelt að missa sambandið við raunverulegt fólk þegar maður vinnur í stjórnarráðum og ráðuneytum, þar sem fæsta skortir neitt og enginn upplifir neyð á eigin skinni -- og þess vegna verðum við sem á þingi sitjum að reyna að halda hvoru öðru á jörðu niðri og muna eftir neyðinni sem er því mjög miður hversdagsleg staðreynd fyrir langtum of margra í samfélaginu. Þótt það hafi kannski ekki tekist í þetta sinn þá mun ég ekki hætta að reyna að berjast fyrir aukinni mannúð í stjórnmálum á Íslandi. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Sjá meira
Það að sýna mannúð er að sýna umhyggju fyrir öðrum, sér í lagi gagnvart þeim sem eru í erfiðum aðstæðum. Á hverjum degi sýnum við flest mannúð gagnvart fjölskyldumeðlimum okkar og stundum jafnvel gagnvart fólki sem við þekkjum ekki neitt. Þúsundir sjálfboðaliða björgunarsveitanna sýna mannúð í hvert skipti sem þau fara í leit að týndu fólki. Stór hluti þjóðarinnar sýnir mannúð þegar það gerist mannvinur, ljósvinur, bakhjarl eða hvað svo sem öll hin fjölbreyttu mánaðarlegu stuðningsprógrömm hjálparstofnanna heita. Aðrir ganga svo enn lengra og taka beinann þátt í að sinna heimilislausum, fíkniefnaneytendum og öðrum í neyð. Einstaklingar og fyrirtæki hjálpast að við að safna fjármagni fyrir hjálparsamtök sem sinna fólk í neyð. Það þarf ekki meira en að lesa um eða sjá neyðina til þess að þú finnir sting í hjartanu og ákveðir að sýna þína mannúð í verki með því að styðja viðkomandi eða mótmæla því ranglæti sem viðkomandi hefur orðið fyrir. Við fundum öll þennan sting þegar myndin af Alan litla Kurdi, tveggja ára dreng sem lá á ströndinni í Grikklandi, birtist í fjölmiðlum síðla árs 2015. Þessi sami stingur heltók okkur í desember 2015 þegar mynd birtist af Arjan litla með bangsann sinn þegar honum og fjölskyldu hans frá Albaníu var vísað úr landi. Sá stingur heltók þjóðina og mannúðin náði að meira segja inn á Alþingi þar sem samstaða varð um að Arjan litli og samlandi hans Kevi og fjölskyldur þeirra fengju íslenskan ríkisborgararétt svo tryggja mætti að þeir báðir fengju aðgengi að þeir læknisþjónustu sem þeir þurftu nauðsynlega á að halda. En síðan þá hefur hundruðum barna verið vísað úr landi og beint á götuna í Grikklandi. Síðan þá hefur fátækt innanlands aukist og geðheilsu þjóðarinnar hrakað. Síðan þá hafa öryrkjar og aldraðir þurft að herða sultarólina. Síðan þá virðist eins og mannúð hafi horfið úr íslenskum stjórnmálum. Alltaf þegar rætt er að bæta þurfi aðstöðu þeirra verst settu, alltaf þegar rætt er um að gera þurfi hælisleitendakerfið mannúðlegra, alltaf þegar rætt er um að fjárfesta í geðheilsu þjóðarinnar, þá er eins og að það séu ekki til neinir peningar til þess að gera neitt í þessum málum. En þegar fjölga þarf ráðuneytum eða framkvæma eitthvað í kjördæmum ráðherra, þá virðist alltaf vera til nóg af aur. Í umræðum um fjáraukalög fyrir árið 2022 sem átti sér stað nú í vikunni var verið að ræða um 90 milljarða króna aukningu á ýmsum liðum frá því að fjárlög voru lögð fram fyrir ári síðan. Lögð var fram tillaga um að setja 150 milljónir, eða innan við 0,1% af heildarupphæð fjáraukans, í styrki til þeirra hjálparstofnanna sem úthluta matargjöfum nú á aðventunni. Þetta er örlítil upphæð í „stóra samhenginu” – en hún hefði gert hátíðirnar og dökkasta skammdegið örlítið bjartara fyrir þau sem verst eru sett í samfélaginu. Það er auðvelt að missa sambandið við raunverulegt fólk þegar maður vinnur í stjórnarráðum og ráðuneytum, þar sem fæsta skortir neitt og enginn upplifir neyð á eigin skinni -- og þess vegna verðum við sem á þingi sitjum að reyna að halda hvoru öðru á jörðu niðri og muna eftir neyðinni sem er því mjög miður hversdagsleg staðreynd fyrir langtum of margra í samfélaginu. Þótt það hafi kannski ekki tekist í þetta sinn þá mun ég ekki hætta að reyna að berjast fyrir aukinni mannúð í stjórnmálum á Íslandi. Höfundur er þingmaður Pírata.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun