Landsliðsmarkvörðurinn Sandra um HM í Katar: „Þetta er högg í magann“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. nóvember 2022 23:00 Sandra Sigurðardóttir telur að ákvörðun FIFA að halda HM karla í knattspyrnu í Katar gæti sameinað sérsambönd ákveðinna þjóða í afstöðu sinni gegn FIFA. Getty Sandra Sigurðardóttir, markvörður Íslands- og bikarmeistara Vals sem og íslenska landsliðsins, var gestur í Silfrinu á RÚV í dag. Hún segir það högg í magann fyrir baráttu samkynhneigðra að heimsmeistaramót karla í knattspyrnu sé haldið í Katar. Sigríður Hagalín Björnsdóttir ræddi við landsliðsmarkvörðurinn í Silfrinu um stöðu mála í Katar og alla umræðuna í kringum fyrirliðaböndin og þar fram eftir götunum. „Hún er verulega heit, svolítið er eldfim en samt sem áður þörf. Það þarf að ræða þetta. Það þarf að gera eitthvað í þessu,“ sagði hin margreynda Sandra. Hún á að baki 48 landsleiki fyrir Íslands hönd og varði mark liðsins á Evrópumóti kvenna sem fram fór í Englandi síðasta sumar. Landsliðsmarkvörðurinn segist mjög vonsvikin með Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, og hvernig það starfar. „Í fyrsta lagi að taka þessa ákvörðun fyrir 12 árum eða svo að mótið sé haldið þarna. Og sé að setja stopp á ákveðna baráttu hjá fólki í heiminum, íþróttum og almennt.“ Samkynhneigð er bönnuð í Katar og leikmenn landsliðanna sem nú taka þátt á HM hefur verið bannað að gagnrýna þá afstöðu eða yfirhöfuð tjá sig um málefni minni hluta hópa í landinu. „Leikmenn á mótinu eru ósáttir“ „Þetta er högg í magann, fyrir þessa baráttu, að þetta sé gert svona. Að það sé verið að banna þessi í rauninni litlu atriði en samt svo stór fyrir þessa baráttu út af því það eru allir reiðir og maður sér það. Leikmenn á mótinu eru ósáttir, en eru rosa mikið að vanda sig að segja ekki neitt svo þeim sé ekki refsað,“ sagði Sandra Sigurðardóttir að endingu aðspurð hvort um væri að ræða bakslag fyrir réttindabaráttu samkynhneigðra og mannréttindabaráttu almennt. „Ég held að í framhaldinu verði þetta til þess að baráttan verði sterkari og það veðri teknar stærri ákvarðanir hjá samböndunum í hverju landi fyrir sig og það myndist ákveðin samstaða á móti FIFA og öðrum yfirvöldum sem hafa peninga á milli handanna til að stjórna,“ bætti hún við að endingu. Fótbolti FIFA HM 2022 í Katar Hinsegin Mannréttindi Katar Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Sjá meira
Sigríður Hagalín Björnsdóttir ræddi við landsliðsmarkvörðurinn í Silfrinu um stöðu mála í Katar og alla umræðuna í kringum fyrirliðaböndin og þar fram eftir götunum. „Hún er verulega heit, svolítið er eldfim en samt sem áður þörf. Það þarf að ræða þetta. Það þarf að gera eitthvað í þessu,“ sagði hin margreynda Sandra. Hún á að baki 48 landsleiki fyrir Íslands hönd og varði mark liðsins á Evrópumóti kvenna sem fram fór í Englandi síðasta sumar. Landsliðsmarkvörðurinn segist mjög vonsvikin með Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, og hvernig það starfar. „Í fyrsta lagi að taka þessa ákvörðun fyrir 12 árum eða svo að mótið sé haldið þarna. Og sé að setja stopp á ákveðna baráttu hjá fólki í heiminum, íþróttum og almennt.“ Samkynhneigð er bönnuð í Katar og leikmenn landsliðanna sem nú taka þátt á HM hefur verið bannað að gagnrýna þá afstöðu eða yfirhöfuð tjá sig um málefni minni hluta hópa í landinu. „Leikmenn á mótinu eru ósáttir“ „Þetta er högg í magann, fyrir þessa baráttu, að þetta sé gert svona. Að það sé verið að banna þessi í rauninni litlu atriði en samt svo stór fyrir þessa baráttu út af því það eru allir reiðir og maður sér það. Leikmenn á mótinu eru ósáttir, en eru rosa mikið að vanda sig að segja ekki neitt svo þeim sé ekki refsað,“ sagði Sandra Sigurðardóttir að endingu aðspurð hvort um væri að ræða bakslag fyrir réttindabaráttu samkynhneigðra og mannréttindabaráttu almennt. „Ég held að í framhaldinu verði þetta til þess að baráttan verði sterkari og það veðri teknar stærri ákvarðanir hjá samböndunum í hverju landi fyrir sig og það myndist ákveðin samstaða á móti FIFA og öðrum yfirvöldum sem hafa peninga á milli handanna til að stjórna,“ bætti hún við að endingu.
Fótbolti FIFA HM 2022 í Katar Hinsegin Mannréttindi Katar Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Sjá meira