Samtakamáttur samfélagsins í upprætingu ofbeldis Bjarney Rún Haraldsdóttir skrifar 26. nóvember 2022 16:01 Nú stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gagnvart konum og lýkur þann 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Ofbeldi beinist fremur að minnihlutahópum samfélagsins og í nánum samböndum, í samskiptum þar sem valdaójafnvægi er til staðar og misbeiting valds á sér stað. Vandinn er kynbundinn vegna þess að konur eru í meirihluta beittar ofbeldi og karlar eru í meirihluta þeir sem beita ofbeldi. Ofbeldi og afleiðingar þess er samfélagsmein sem ber að taka alvarlega og kemur öllum við. Öll tilheyrum við samfélögum, allt frá fjölskyldum, vinnustöðum og nærumhverfi, til alheimssamfélagsins. Samfélagið er kerfi með mörgum undirkerfum og hvert kerfi hefur viðmið um þá hegðun sem horft er framhjá, umborin eða samþykkt. Ef við veljum að líta undan í stað þess að horfast í augu við vandann erum við að styðja við ríkjandi ástand á útbreiddu samfélagsmeini. Sem samfélag verðum við að skilja áhrif ofbeldis og áfalla og vera meðvituð um að við höfum val á að hafna ofbeldi. Þegar við sameinumst í eitt og gerum okkur grein fyrir þeim mætti sem býr í samstöðunni, sendum við skýr skilaboð til gerenda um að ofbeldi verði ekki liðið og hafi raunverulegar afleiðingar. Þar með leggjum við ábyrgðina á þann sem velur að beita ofbeldi og veitum þolendum öruggara rými til þess að segja frá og leita sér aðstoðar. Ofbeldi þrífst í þögn og að lítið sé gert úr því. Sár á líkama geta skilið eftir sig ör sem aldrei hverfa að fullu og það sama á við um tilfinningalegar og sálfélagslegar afleiðingar ofbeldis. Í samtakamættinum yfirstígum við ekki allan vanda en við sköpum rými þar sem afleiðingar ofbeldis eru viðurkenndar og varða alla í stað þess að þolendur beri þær einir. Ísland er ekki stórt land á heimsmælikvarða og smæðin hefur bæði sína kosti og galla. Í kostunum felast meðal annars nálægðin við náungann og styttri boðleiðir. Starfsemi Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar og Kvennaathvarfsins á Akureyri nýtur góðs af hvoru tveggja. Samtök um kvennaathvarf reka athvarf á Akureyri fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna ofbeldis. Bjarmahlíð er þolendamiðstöð sem gegnir því hlutverki að samhæfa þjónustu og úrræði fyrir þolendur á einum stað og stuðla að þverfaglegri samvinnu með því að búa til samstarfsvettvang opinberra aðila og frjálsra félagasamtaka, á forsendum þolenda. Næstkomandi fimmtudag, 1. desember kl. 16:30 ætlum við að sýna í verki samtakamátt samfélagsins og ganga saman ljósagöngu í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Að göngunni standa Soroptimistaklúbbur Akureyrar og Zontaklúbbar Akureyrar og Þórunnar hyrnu sem lagt hafa sitt af mörkum í að styðja við og styrkja þjónustu fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri. Nemendafélög Verkmenntaskólans á Akureyri og Menntaskólans á Akureyri verða þar í fararbroddi sem er ákaflega táknrænt þar sem Bjarmahlíð hefur nú opnað dyrnar fyrir ungmenni frá 16 ára aldri. Úrræðið er samþætt móttöku, fræðslu- og stuðningsúrræði fyrir ungmenni á framhaldsskólaaldri vegna ofbeldis. Þjónustuaukningin er unnin í samtali við Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar og aðra sem koma að þjónustu við ungmenni á svæðinu. Í forgrunni starfsins er Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna og áhersla lögð á merkingarbæra þátttöku ungmennanna sjálfra. Höfundur er teymisstjóri Bjarmahlíðar og Kvennaathvarfsins á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Mannréttindi Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gagnvart konum og lýkur þann 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Ofbeldi beinist fremur að minnihlutahópum samfélagsins og í nánum samböndum, í samskiptum þar sem valdaójafnvægi er til staðar og misbeiting valds á sér stað. Vandinn er kynbundinn vegna þess að konur eru í meirihluta beittar ofbeldi og karlar eru í meirihluta þeir sem beita ofbeldi. Ofbeldi og afleiðingar þess er samfélagsmein sem ber að taka alvarlega og kemur öllum við. Öll tilheyrum við samfélögum, allt frá fjölskyldum, vinnustöðum og nærumhverfi, til alheimssamfélagsins. Samfélagið er kerfi með mörgum undirkerfum og hvert kerfi hefur viðmið um þá hegðun sem horft er framhjá, umborin eða samþykkt. Ef við veljum að líta undan í stað þess að horfast í augu við vandann erum við að styðja við ríkjandi ástand á útbreiddu samfélagsmeini. Sem samfélag verðum við að skilja áhrif ofbeldis og áfalla og vera meðvituð um að við höfum val á að hafna ofbeldi. Þegar við sameinumst í eitt og gerum okkur grein fyrir þeim mætti sem býr í samstöðunni, sendum við skýr skilaboð til gerenda um að ofbeldi verði ekki liðið og hafi raunverulegar afleiðingar. Þar með leggjum við ábyrgðina á þann sem velur að beita ofbeldi og veitum þolendum öruggara rými til þess að segja frá og leita sér aðstoðar. Ofbeldi þrífst í þögn og að lítið sé gert úr því. Sár á líkama geta skilið eftir sig ör sem aldrei hverfa að fullu og það sama á við um tilfinningalegar og sálfélagslegar afleiðingar ofbeldis. Í samtakamættinum yfirstígum við ekki allan vanda en við sköpum rými þar sem afleiðingar ofbeldis eru viðurkenndar og varða alla í stað þess að þolendur beri þær einir. Ísland er ekki stórt land á heimsmælikvarða og smæðin hefur bæði sína kosti og galla. Í kostunum felast meðal annars nálægðin við náungann og styttri boðleiðir. Starfsemi Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar og Kvennaathvarfsins á Akureyri nýtur góðs af hvoru tveggja. Samtök um kvennaathvarf reka athvarf á Akureyri fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna ofbeldis. Bjarmahlíð er þolendamiðstöð sem gegnir því hlutverki að samhæfa þjónustu og úrræði fyrir þolendur á einum stað og stuðla að þverfaglegri samvinnu með því að búa til samstarfsvettvang opinberra aðila og frjálsra félagasamtaka, á forsendum þolenda. Næstkomandi fimmtudag, 1. desember kl. 16:30 ætlum við að sýna í verki samtakamátt samfélagsins og ganga saman ljósagöngu í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Að göngunni standa Soroptimistaklúbbur Akureyrar og Zontaklúbbar Akureyrar og Þórunnar hyrnu sem lagt hafa sitt af mörkum í að styðja við og styrkja þjónustu fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri. Nemendafélög Verkmenntaskólans á Akureyri og Menntaskólans á Akureyri verða þar í fararbroddi sem er ákaflega táknrænt þar sem Bjarmahlíð hefur nú opnað dyrnar fyrir ungmenni frá 16 ára aldri. Úrræðið er samþætt móttöku, fræðslu- og stuðningsúrræði fyrir ungmenni á framhaldsskólaaldri vegna ofbeldis. Þjónustuaukningin er unnin í samtali við Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar og aðra sem koma að þjónustu við ungmenni á svæðinu. Í forgrunni starfsins er Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna og áhersla lögð á merkingarbæra þátttöku ungmennanna sjálfra. Höfundur er teymisstjóri Bjarmahlíðar og Kvennaathvarfsins á Akureyri.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun