Tímapressa tilboðsdaganna til þess fallin að skapa gerviþörf Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. nóvember 2022 15:22 Þrátt fyrir að hægt sé að gera góð kaup á tilboðsdögum á borð við Black friday getur líka verið afar auðvelt að tapa áttum í kaupgleðinni. „Þarf ég þetta virkilega?“ er spurning sem landsmenn ættu að velta vandlega fyrir sér áður en þeir taka ákvarðanir um kaup að mati forsvarsmanna Sorpu. Í dag er einn af stóru tilboðsdögum ársins sem hefur fest sig í sessi á síðustu árum og er annar slíkur á dagskrá eftir helgi. Meðalfjölskylda hendir að meðaltali rúmlega fimm hundruð kílóum af sorpi í óflokkuðu tunnuna á ári hverju. Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að í dag er tilboðsdagurinn Svartur föstudagur. Hægt er að gera afar góð kaup á degi sem þessum en það eru í líka dekkri hliðar á allri þessari kaupgleði. Gunnar Dofri Ólafsson er samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri hjá Sorpu. „Við sjáum það bara á því að meðalfjölskylda; fjögurra manna vísitölufjölskylda, hendir að meðaltali rúmlega fimm hundruð kílóum í óflokkuðu tunnuna þannig að þetta eru hundrað og þrjátíu kíló á mann. Þetta segir okkur bara að það er einhvers staðar eitthvað í ferlinu sem klikkar. Það er einhver sem hannar vöru þannig að hún endist ekki nógu lengi og það er einhver sem markaðssetur hugsanlega of mikið af vöru og það er einhver sem kaupir meira en hann ætlaði sér og með þessum afleiðingum.“ Tilboðsdagar geti þó verið góðra gjalda verðir en Gunnar segir að fólk verði að nálgast þá rétt og ígrunda áður en keypt er. „Hættan við svona tilboðsdaga er hins vegar alltaf sú að það skapist einhvers konar gerviþörf því fólk er sett í tímapressu, það þarf að bregðast við á stuttum tíma og þá gerir fólk kannski einhver mistök, það fer í einhver "impulse-kaup" sem það hefði ekki gert áður einmitt vegna þess að varan er á tilboði og þá hættir hlutum oftar en ekki til þess að enda annað hvort varanlega upp í eða bara á planinu hjá Sorpu“ En hvað þarf þá að hafa í huga á degi sem þessum? „Það er kannski rétt að halda til haga að hinn hatturinn minn er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Leitin að peningunum og þar höfum við rætt mjög mikið um þetta tilfinningalega samband fólks við peninga. Við höldum gjarnan að við séum svo rökrétt en í grunninn erum við bara tilfinningaverur sem stýrumst af tilfinningum og hvötum sem þróuðust fyrir þúsundum ára. Þannig að varinn sem maður getur haft á er einmitt að velta fyrir sér hvort maður hefði keypt hlutinn ef hann væri ekki á afslætti, ef svarið við því er nei, ég hefði ekki keypt hlutinn ef hann væri ekki á afslætti þá þarf maður svona aðeins að líta í eigin barm og velta fyrir sér; þarf ég þetta?“ Verslun Neytendur Tengdar fréttir Löggan býður upp á Black Friday tilboð sem allir vilja missa af Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að í dag er Svartur föstudagur. Fólk er hvergi óhult fyrir auglýsingum fyrirtækja sem keppast um að bjóða sem best tilboð. Í dag birtist þó heldur óhefðbundin auglýsing, þegar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auglýsti „Black Friday“ tilboð á umferðasektum. 25. nóvember 2022 10:47 Ýmislegt sem ber að varast á tilboðsdögum: „Hægt að gera góð kaup en ekki eru öll kaup góð“ Verslanir víða um land tóku þátt í Svörtum föstudegi í dag. Formaður Neytendasamtakanna og stofnandi Vakandi segja mikilvægt að fólk sé á varðbergi á tilboðsdögum sem þessum fyrir mögulegu svindli og sé meðvitað um neyslu sína. 26. nóvember 2021 22:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Framsóknarmenn velja sér ritara Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Sjá meira
Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að í dag er tilboðsdagurinn Svartur föstudagur. Hægt er að gera afar góð kaup á degi sem þessum en það eru í líka dekkri hliðar á allri þessari kaupgleði. Gunnar Dofri Ólafsson er samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri hjá Sorpu. „Við sjáum það bara á því að meðalfjölskylda; fjögurra manna vísitölufjölskylda, hendir að meðaltali rúmlega fimm hundruð kílóum í óflokkuðu tunnuna þannig að þetta eru hundrað og þrjátíu kíló á mann. Þetta segir okkur bara að það er einhvers staðar eitthvað í ferlinu sem klikkar. Það er einhver sem hannar vöru þannig að hún endist ekki nógu lengi og það er einhver sem markaðssetur hugsanlega of mikið af vöru og það er einhver sem kaupir meira en hann ætlaði sér og með þessum afleiðingum.“ Tilboðsdagar geti þó verið góðra gjalda verðir en Gunnar segir að fólk verði að nálgast þá rétt og ígrunda áður en keypt er. „Hættan við svona tilboðsdaga er hins vegar alltaf sú að það skapist einhvers konar gerviþörf því fólk er sett í tímapressu, það þarf að bregðast við á stuttum tíma og þá gerir fólk kannski einhver mistök, það fer í einhver "impulse-kaup" sem það hefði ekki gert áður einmitt vegna þess að varan er á tilboði og þá hættir hlutum oftar en ekki til þess að enda annað hvort varanlega upp í eða bara á planinu hjá Sorpu“ En hvað þarf þá að hafa í huga á degi sem þessum? „Það er kannski rétt að halda til haga að hinn hatturinn minn er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Leitin að peningunum og þar höfum við rætt mjög mikið um þetta tilfinningalega samband fólks við peninga. Við höldum gjarnan að við séum svo rökrétt en í grunninn erum við bara tilfinningaverur sem stýrumst af tilfinningum og hvötum sem þróuðust fyrir þúsundum ára. Þannig að varinn sem maður getur haft á er einmitt að velta fyrir sér hvort maður hefði keypt hlutinn ef hann væri ekki á afslætti, ef svarið við því er nei, ég hefði ekki keypt hlutinn ef hann væri ekki á afslætti þá þarf maður svona aðeins að líta í eigin barm og velta fyrir sér; þarf ég þetta?“
Verslun Neytendur Tengdar fréttir Löggan býður upp á Black Friday tilboð sem allir vilja missa af Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að í dag er Svartur föstudagur. Fólk er hvergi óhult fyrir auglýsingum fyrirtækja sem keppast um að bjóða sem best tilboð. Í dag birtist þó heldur óhefðbundin auglýsing, þegar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auglýsti „Black Friday“ tilboð á umferðasektum. 25. nóvember 2022 10:47 Ýmislegt sem ber að varast á tilboðsdögum: „Hægt að gera góð kaup en ekki eru öll kaup góð“ Verslanir víða um land tóku þátt í Svörtum föstudegi í dag. Formaður Neytendasamtakanna og stofnandi Vakandi segja mikilvægt að fólk sé á varðbergi á tilboðsdögum sem þessum fyrir mögulegu svindli og sé meðvitað um neyslu sína. 26. nóvember 2021 22:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Framsóknarmenn velja sér ritara Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Sjá meira
Löggan býður upp á Black Friday tilboð sem allir vilja missa af Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að í dag er Svartur föstudagur. Fólk er hvergi óhult fyrir auglýsingum fyrirtækja sem keppast um að bjóða sem best tilboð. Í dag birtist þó heldur óhefðbundin auglýsing, þegar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auglýsti „Black Friday“ tilboð á umferðasektum. 25. nóvember 2022 10:47
Ýmislegt sem ber að varast á tilboðsdögum: „Hægt að gera góð kaup en ekki eru öll kaup góð“ Verslanir víða um land tóku þátt í Svörtum föstudegi í dag. Formaður Neytendasamtakanna og stofnandi Vakandi segja mikilvægt að fólk sé á varðbergi á tilboðsdögum sem þessum fyrir mögulegu svindli og sé meðvitað um neyslu sína. 26. nóvember 2021 22:00