Ákærðir fyrir brot á vopnalögum eftir átök í Borgarholtsskóla Eiður Þór Árnason skrifar 21. nóvember 2022 19:11 Sérsveitarmenn aðstoðuðu lögreglu vegna árásarinnar. Vísir/Vilhelm Fimm hafa verið ákærðir fyrir sinn þátt í vopnuðum slagsmálum sem áttu sér stað í og við Borgarholtsskóla þann 13. janúar í fyrra. Hnífur, hafnaboltakylfa og ljósapera voru meðal þess sem beitt var í átökunum. RÚV greinir frá þessu og segir að héraðssaksóknari hafi ákært alla fimm fyrir brot gegn vopnalögum. Þrír voru handteknir í tengslum við árásina í janúar og voru piltarnir á aldrinum sextán til nítján ára. Einn þeirra var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Sex þurftu að leita aðstoðar á slysadeild eftir átökin en mikill viðbúnaður lögreglu, sérsveitar og sjúkraflutningamanna var á staðnum. Þá var myndböndum af árásinni dreift á samfélagsmiðlum. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sínum tíma þar sem birt var myndskeið sem náðist af átökunum. Fram hefur komið að átökin virðist hafa verið hluti af uppgjöri milli tveggja hópa. RÚV hefur upp úr ákæru héraðsaksóknara að slagsmálin hafi byrjað á salerni skólans þar sem tveir úr hópnum eru sagðir hafa ráðist á einn úr hinum hópnum. Sá hafi brugðist við með því að lemja annan árásarmanninn ítrekað með skralli sem vegi um hálft kíló að þyngd. Slagsmálin hafi síðan færst niður í anddyri skólans og endað fyrir utan hann. Kallað bróður sinn til aðstoðar Inda Björk Alexandersdóttir, móðir drengs sem ráðist var á í árásinni í Borgarholtsskóla sagði í samtali við Vísi í janúar að að sonur sinn hafi sætt hótunum um mánaða skeið og þær byrjað eftir að hann stöðvaði árás annars drengs á unga stúlku. Hann hafi svo heyrt af því að til stæði að ráðast á sig með hnífi og kallað bróður sinn til aðstoðar. Bróðirinn hafi reynt að miðla málum en það hafi ekki gengið eftir og slagsmál hafi brotist út. Inda sagði að synir sínir hafi verið talsvert lemstraðir og með djúpa skurði á höfði. Drengirnir hafi ráðist á syni hennar með vopnum, hafnaboltakylfu og hnífum. Einnig hafi annar nemandi handleggsbrotnað eftir að hafa komið sonum hennar til aðstoðar. Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Lögreglumál Reykjavík Framhaldsskólar Tengdar fréttir Pilturinn látinn laus í fyrradag Ungi maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald vegna árásar í Borgarholtsskóla í síðustu viku var sleppt úr haldi í fyrradag. Úrskurður héraðsdóms um gæsluvarðhald var kærður til Landsréttar, sem sneri úrskurðinum við. 21. janúar 2021 15:01 Segir að ráðist hafi verið á son sinn og honum svo vikið úr skólanum Móðir drengs sem ráðist var á í Borgarholtsskóla í gær segir að sonur sinn hafi sætt hótunum um mánaða skeið. Þær hafi byrjað eftir að hann stöðvaði árás annars drengs á unga stúlku. Hann hafi svo heyrt af því að til stæði að ráðast á sig með hnífi og kallað bróðir sinn til aðstoðar. 14. janúar 2021 19:11 „Við sáum strák labba blóðugan um gangana“ Nemendum og starfsfólki Borgarholtsskóla var mjög brugðið eftir hnífaárás í dag. 13. janúar 2021 19:14 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar á börnum geta skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
RÚV greinir frá þessu og segir að héraðssaksóknari hafi ákært alla fimm fyrir brot gegn vopnalögum. Þrír voru handteknir í tengslum við árásina í janúar og voru piltarnir á aldrinum sextán til nítján ára. Einn þeirra var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Sex þurftu að leita aðstoðar á slysadeild eftir átökin en mikill viðbúnaður lögreglu, sérsveitar og sjúkraflutningamanna var á staðnum. Þá var myndböndum af árásinni dreift á samfélagsmiðlum. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sínum tíma þar sem birt var myndskeið sem náðist af átökunum. Fram hefur komið að átökin virðist hafa verið hluti af uppgjöri milli tveggja hópa. RÚV hefur upp úr ákæru héraðsaksóknara að slagsmálin hafi byrjað á salerni skólans þar sem tveir úr hópnum eru sagðir hafa ráðist á einn úr hinum hópnum. Sá hafi brugðist við með því að lemja annan árásarmanninn ítrekað með skralli sem vegi um hálft kíló að þyngd. Slagsmálin hafi síðan færst niður í anddyri skólans og endað fyrir utan hann. Kallað bróður sinn til aðstoðar Inda Björk Alexandersdóttir, móðir drengs sem ráðist var á í árásinni í Borgarholtsskóla sagði í samtali við Vísi í janúar að að sonur sinn hafi sætt hótunum um mánaða skeið og þær byrjað eftir að hann stöðvaði árás annars drengs á unga stúlku. Hann hafi svo heyrt af því að til stæði að ráðast á sig með hnífi og kallað bróður sinn til aðstoðar. Bróðirinn hafi reynt að miðla málum en það hafi ekki gengið eftir og slagsmál hafi brotist út. Inda sagði að synir sínir hafi verið talsvert lemstraðir og með djúpa skurði á höfði. Drengirnir hafi ráðist á syni hennar með vopnum, hafnaboltakylfu og hnífum. Einnig hafi annar nemandi handleggsbrotnað eftir að hafa komið sonum hennar til aðstoðar.
Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Lögreglumál Reykjavík Framhaldsskólar Tengdar fréttir Pilturinn látinn laus í fyrradag Ungi maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald vegna árásar í Borgarholtsskóla í síðustu viku var sleppt úr haldi í fyrradag. Úrskurður héraðsdóms um gæsluvarðhald var kærður til Landsréttar, sem sneri úrskurðinum við. 21. janúar 2021 15:01 Segir að ráðist hafi verið á son sinn og honum svo vikið úr skólanum Móðir drengs sem ráðist var á í Borgarholtsskóla í gær segir að sonur sinn hafi sætt hótunum um mánaða skeið. Þær hafi byrjað eftir að hann stöðvaði árás annars drengs á unga stúlku. Hann hafi svo heyrt af því að til stæði að ráðast á sig með hnífi og kallað bróðir sinn til aðstoðar. 14. janúar 2021 19:11 „Við sáum strák labba blóðugan um gangana“ Nemendum og starfsfólki Borgarholtsskóla var mjög brugðið eftir hnífaárás í dag. 13. janúar 2021 19:14 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar á börnum geta skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
Pilturinn látinn laus í fyrradag Ungi maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald vegna árásar í Borgarholtsskóla í síðustu viku var sleppt úr haldi í fyrradag. Úrskurður héraðsdóms um gæsluvarðhald var kærður til Landsréttar, sem sneri úrskurðinum við. 21. janúar 2021 15:01
Segir að ráðist hafi verið á son sinn og honum svo vikið úr skólanum Móðir drengs sem ráðist var á í Borgarholtsskóla í gær segir að sonur sinn hafi sætt hótunum um mánaða skeið. Þær hafi byrjað eftir að hann stöðvaði árás annars drengs á unga stúlku. Hann hafi svo heyrt af því að til stæði að ráðast á sig með hnífi og kallað bróðir sinn til aðstoðar. 14. janúar 2021 19:11
„Við sáum strák labba blóðugan um gangana“ Nemendum og starfsfólki Borgarholtsskóla var mjög brugðið eftir hnífaárás í dag. 13. janúar 2021 19:14