Á að fækka húsum? Jónas Elíasson skrifar 18. nóvember 2022 13:00 Reykjavík er þekkt um heim allann fyrir nýtingu jarðhita. Margir hafa lagt þar hönd á plóginn, hér nægir að nefna tvö nöfn, Geir Hallgrímsson borgarstjóra og Jóhannes Zoega hitaveitustjóra. Jóhannes var mjög þekktur fyrir tæknilega þekkingu á jarðhitamálum. Þegar ég kom til Kína í fyrsta sinn var farið með mig í skoðunarferð í bókasafn alþýðunnar í Peking. Ég spurði auðvitað hvaða íslenskir höfundar væru á safninu. Þeir reyndust tveir, Nonni, eða Jón Sveinsson, og Jóhannes Zoega. Jóhannes tók við HR (Hitaveitu Reykjavíkur) í slæmri stöðu, en þróaði fyrirtækið af mikilli framsýni svo ekki skorti heitt vatn. Nú berast þær fregnir að sú tíð sé úti. Meira þarf til, líklega er það 400 milljarða skuld og tilheyrandi peningaleysi Rvk sem á sökina. En þetta er engin afsökun fyrir því að láta Rvk verða eins og Kiev. Hér eru engir Rússar að sprengja vatnsleiðslur. Aðeins borgarstjórn sem búin er að missa tökin á fjármálum, samgöngumálum, skólamálum og nú orkumálum. En hún hefur borgarstjóra með liðugt málbein, sem er mjög duglegur að gefa hrútskýringar í RÚV og sleppa með það. En nú þarf heitt vatn, ekki málæði. Svo hvað leggur borgarstjóri til ? E. t. v. er vísbending í því sem hann lagði til þegar samgöngukreppan helltist yfir borgina, þá lagði hann til að fækka bílum. Í beinu framhaldi getur hann núna komið með tillögu um að fækka húsum. Að auka aðrennsli hitaveituvatns frá Hellisheiði eða Nesjavöllum er tiltölulega ódýrt. Að gera það ekki varðar þjóðaröryggi. Skortur á aðrennsli til dælustöðva getur leitt til alvarlegra bilana, húsin missa heita vatnið og íbúarnir verða að flytja út. Slíkt hefur skeð. Borgarstjórnin þarf að hugsa sín mál. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Orkumál Jónas Elíasson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík er þekkt um heim allann fyrir nýtingu jarðhita. Margir hafa lagt þar hönd á plóginn, hér nægir að nefna tvö nöfn, Geir Hallgrímsson borgarstjóra og Jóhannes Zoega hitaveitustjóra. Jóhannes var mjög þekktur fyrir tæknilega þekkingu á jarðhitamálum. Þegar ég kom til Kína í fyrsta sinn var farið með mig í skoðunarferð í bókasafn alþýðunnar í Peking. Ég spurði auðvitað hvaða íslenskir höfundar væru á safninu. Þeir reyndust tveir, Nonni, eða Jón Sveinsson, og Jóhannes Zoega. Jóhannes tók við HR (Hitaveitu Reykjavíkur) í slæmri stöðu, en þróaði fyrirtækið af mikilli framsýni svo ekki skorti heitt vatn. Nú berast þær fregnir að sú tíð sé úti. Meira þarf til, líklega er það 400 milljarða skuld og tilheyrandi peningaleysi Rvk sem á sökina. En þetta er engin afsökun fyrir því að láta Rvk verða eins og Kiev. Hér eru engir Rússar að sprengja vatnsleiðslur. Aðeins borgarstjórn sem búin er að missa tökin á fjármálum, samgöngumálum, skólamálum og nú orkumálum. En hún hefur borgarstjóra með liðugt málbein, sem er mjög duglegur að gefa hrútskýringar í RÚV og sleppa með það. En nú þarf heitt vatn, ekki málæði. Svo hvað leggur borgarstjóri til ? E. t. v. er vísbending í því sem hann lagði til þegar samgöngukreppan helltist yfir borgina, þá lagði hann til að fækka bílum. Í beinu framhaldi getur hann núna komið með tillögu um að fækka húsum. Að auka aðrennsli hitaveituvatns frá Hellisheiði eða Nesjavöllum er tiltölulega ódýrt. Að gera það ekki varðar þjóðaröryggi. Skortur á aðrennsli til dælustöðva getur leitt til alvarlegra bilana, húsin missa heita vatnið og íbúarnir verða að flytja út. Slíkt hefur skeð. Borgarstjórnin þarf að hugsa sín mál. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar