Styttum biðlista á Akureyri Elsa María Guðmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2022 19:00 Sú staða sem birtist í nýlegri fjárhagsáætlun meirihluta bæjarstjórnar Akureyrarbæjar sýnir helstu áherslur og forgangsmál meirihlutans. Augljóst er að lögbundin hlutverk sveitarfélagsins taka hvað mest af fjármunum, enda höfum við sem samfélag bundið í lög og sammælst um ákveðna grunnþætti og mannréttindi sem við viljum standa vörð um. Þar á meðal er þjónusta við fatlað fólk og fólk sem þarf á stuðningi sveitarfélagsins að halda, t.d. með aðgengi að félagslegu leiguhúsnæði. Það blasir hins vegar við að fjölgað hefur á biðlistum fatlaðra einstaklinga eftir húsnæði, nú má gera ráð fyrir að í árslok verði um 20 einstaklingar að bíða. Áætlanir hafa ekki gengið eftir varðandi þær byggingar sem eru á teikniborðinu og því er ljóst að róðurinn mun enn þyngjast árin 2023-2026. Nýr þjónustukjarni mun ekki rísa fyrr en árið 2026 miðað við núverandi áætlanir meirihlutans. Þetta er mjög slæm staða og ef vel ætti að vera þyrfti nú þegar að setja í forgang áætlun um annan þjónustukjarna. Hins vegar virðist meirihlutinn ætla að leggja meiri áherslu á uppbyggingu íþróttamannvirkja, sem er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélags, en tengist vissulega lýðheilsu og lífsgæðum margra íbúa. Lögbundin skylda sveitarfélagsins hvað varðar grunn mannréttindi og lífsgæði þessa hóps, er í mínum huga afskaplega rík og því vantar mikið uppá að meirihlutinn sýni það í sínum áætlunum fyrir komandi ár. Eins ber að nefna uppbyggingu varðandi félagslegar íbúðir, þar eru einnig biðlistar þar sem um 160 manns bíða eftir húsnæði. Í áætlunum fyrir allt kjörtímabilið er gert ráð fyrir að kaupa 10 félagslegar leiguíbúðir. Við verðum að gera betur í þessum málaflokkum, nú þegar blasir við að viðkvæmir hópar munu eiga mjög erfitt fjárhagslega og hafa enn minni möguleika á að komast á almennan leigumarkað eða kaupa sér húsnæði. Meirihlutinn er því alls ekki að gera það til þarf í þessum málaflokkum og til að forgangsraða í þágu almennings þá eru það m.a. þessir hópar sem þurfa að fá einna mest vægi. Ef ekki verður breyting á mun sveitarfélagið standa frammi fyrir mjög slæmri stöðu undir lok kjörtímabilsins. Við í Samfylkingunni munum því standa vaktina hvað þessi mál varðar og gera okkar allra besta til að veita meirihlutanum það aðhald sem hann sannarlega virðist þurfa. Það er vonandi að í endanlegri fjárhagsáætlun verði komið betur til móts við fyrrgreinda hópa. Höfundur er áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar-jafnaðarflokks Íslands á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Samfylkingin Mest lesið Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Skoðun Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Sú staða sem birtist í nýlegri fjárhagsáætlun meirihluta bæjarstjórnar Akureyrarbæjar sýnir helstu áherslur og forgangsmál meirihlutans. Augljóst er að lögbundin hlutverk sveitarfélagsins taka hvað mest af fjármunum, enda höfum við sem samfélag bundið í lög og sammælst um ákveðna grunnþætti og mannréttindi sem við viljum standa vörð um. Þar á meðal er þjónusta við fatlað fólk og fólk sem þarf á stuðningi sveitarfélagsins að halda, t.d. með aðgengi að félagslegu leiguhúsnæði. Það blasir hins vegar við að fjölgað hefur á biðlistum fatlaðra einstaklinga eftir húsnæði, nú má gera ráð fyrir að í árslok verði um 20 einstaklingar að bíða. Áætlanir hafa ekki gengið eftir varðandi þær byggingar sem eru á teikniborðinu og því er ljóst að róðurinn mun enn þyngjast árin 2023-2026. Nýr þjónustukjarni mun ekki rísa fyrr en árið 2026 miðað við núverandi áætlanir meirihlutans. Þetta er mjög slæm staða og ef vel ætti að vera þyrfti nú þegar að setja í forgang áætlun um annan þjónustukjarna. Hins vegar virðist meirihlutinn ætla að leggja meiri áherslu á uppbyggingu íþróttamannvirkja, sem er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélags, en tengist vissulega lýðheilsu og lífsgæðum margra íbúa. Lögbundin skylda sveitarfélagsins hvað varðar grunn mannréttindi og lífsgæði þessa hóps, er í mínum huga afskaplega rík og því vantar mikið uppá að meirihlutinn sýni það í sínum áætlunum fyrir komandi ár. Eins ber að nefna uppbyggingu varðandi félagslegar íbúðir, þar eru einnig biðlistar þar sem um 160 manns bíða eftir húsnæði. Í áætlunum fyrir allt kjörtímabilið er gert ráð fyrir að kaupa 10 félagslegar leiguíbúðir. Við verðum að gera betur í þessum málaflokkum, nú þegar blasir við að viðkvæmir hópar munu eiga mjög erfitt fjárhagslega og hafa enn minni möguleika á að komast á almennan leigumarkað eða kaupa sér húsnæði. Meirihlutinn er því alls ekki að gera það til þarf í þessum málaflokkum og til að forgangsraða í þágu almennings þá eru það m.a. þessir hópar sem þurfa að fá einna mest vægi. Ef ekki verður breyting á mun sveitarfélagið standa frammi fyrir mjög slæmri stöðu undir lok kjörtímabilsins. Við í Samfylkingunni munum því standa vaktina hvað þessi mál varðar og gera okkar allra besta til að veita meirihlutanum það aðhald sem hann sannarlega virðist þurfa. Það er vonandi að í endanlegri fjárhagsáætlun verði komið betur til móts við fyrrgreinda hópa. Höfundur er áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar-jafnaðarflokks Íslands á Akureyri.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun