Svona er algóritminn á samfélagsmiðlum að skemma mannleg samskipti Skúli Bragi Geirdal skrifar 16. nóvember 2022 15:00 Hver græðir á því að við séum vond við hvert annað inn á samfélagsmiðlum? Stutta svarið er: eigendur þeirra. En hvernig má það vera? Upplýsingar eru verðmætar og upplýsingar verða ekki til í tómarúmi. Þess vegna þurfa samfélagsmiðlar notendur til þess að skapa þessar upplýsingar sem færa þeim á endanum auðæfi. Án okkar væru þeir ekkert. Virðing þeirra fyrir auðlindinni er þó ekki mikil. Það sem mestu máli skiptir er að halda okkur við efnið. Alveg sama hvort efnið er gott eða slæmt. Algóritmi samfélagsmiðlanna vinnur í þeirra þágu eftir þeirra reglum og mun því færa okkur það efni sem heldur okkur mest við efnið. 1. Efni sem vekur hjá okkur sterkar tilfinningar fær meiri viðbrögð Sumt efni er bannað samkvæmt lögum og skilmálum samfélagsmiðlanna og er þá tekið út. Þetta getur verið t.d.: Klám Gróft ofbeldi Hatursorðræða Eftir því sem efni er nær því að falla í flokkinn að teljast bannað þá fær það meiri viðbrögð notenda. Þetta getur verið t.d.: Ögrandi og klámfengið efni sem nær þó ekki að teljast sem klám Ofbeldi sem fellur ekki undir skilmálana um að vera nógu gróft Neikvæð tjáning, full af heift og ljótum orðum, sem fellur ekki undir skilgreininguna á hatursorðræðu Rannsóknir og mælingar sýna að við erum líklegri til þess að bregðast við efni sem vekur hjá okkur sterkar tilfinningar. Jafnvel þótt upplifun okkar hafi ekki verið góð af því að komast í snertingu við slíkt efni. 2. Algóritmi samfélagsmiðla ýtir undir efni sem fær meiri viðbrögð Til þess að maka krókinn og fá hjól maskínunnar til að snúast þurfa samfélagsmiðlarnir að reyna að tryggja það sem best að við notendur stimplum okkur inn til vinnu. Helst á hverjum degi og helst sem oftast. Launalaust og engin stytting vinnuvikunnar. Í staðinn er þó nóg af afþreyingu í boði og viðurkenning annarra þegar að við sköpum eitthvað sem vekur nógu mikla athygli til að fá viðbrögð. Efni sem vekur hjá okkur sterkar tilfinningar fær meiri viðbrögð. Samfélagsmiðlarnir vilja halda okkur sem mest við efnið og því er það í þeirra hag að láta algóritmann ýta undir efni sem dansar á línunni. Algóritmann sinn sem þeir stjórna og halda virkni hans nægjanlega ógagnsærri til þess að svipta ekki hulunni af leynihráefninu á bak við gróðamaskínuna. 1+2 = Samskiptin sem samfélagsmiðillinn ýtir undir Þetta þýðir að ég sem notandi fæ meiri viðbrögð ef: Ég er meira ögrandi í því efni sem ég pósta Ég er ofbeldisfyllri í minni hegðun sem ég sýni á netinu Ég bæti við meiri heift, blótsyrðum, reiði og ýktara orðbragði við athugasemdirnar mínar Í ofanálag leyfum við okkur meira þegar að við sitjum við lyklaborðið fyrir framan skjáinn sem hlífir okkur við því að horfast í augu við þann sem við erum að tala illa um. Úr verður eitruð blanda sem hefur skaðleg áhrif á okkur sjálf, börnin okkar og lýðræðislega umræðu. Látum ekki samskiptin okkar stjórnast af algóritmanum Ekki fáum við laun fyrir allan þann tíma sem við eyðum á samfélagsmiðlum. Okkar verðlaun eru viðbrögðin sem við fáum við því efni sem við setjum inn, deilum og tjáum okkur um. Í leit okkar að viðurkenningu, athygli og viðbrögðum annarra er því hættan sú að við leitum í þessa neikvæðu og skaðlegu tjáningu sem samfélagsmiðlarnir ýta undir. Við förum að spila leikinn sem þeir græða á en lætur okkur sitja eftir með sárt ennið. Því ekki græðum við á því sem samfélag að vera vond við hvert annað. Ef við fengjum að ráða er ég nokkuð viss um að við myndum breyta myndinni á þann veg að því nær sem efni samfélagsmiðla færist bannsvæðinu þeim mun minni athygli fái það. Höfundur er verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Stafrænt ofbeldi Skúli Bragi Geirdal Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Sjá meira
Hver græðir á því að við séum vond við hvert annað inn á samfélagsmiðlum? Stutta svarið er: eigendur þeirra. En hvernig má það vera? Upplýsingar eru verðmætar og upplýsingar verða ekki til í tómarúmi. Þess vegna þurfa samfélagsmiðlar notendur til þess að skapa þessar upplýsingar sem færa þeim á endanum auðæfi. Án okkar væru þeir ekkert. Virðing þeirra fyrir auðlindinni er þó ekki mikil. Það sem mestu máli skiptir er að halda okkur við efnið. Alveg sama hvort efnið er gott eða slæmt. Algóritmi samfélagsmiðlanna vinnur í þeirra þágu eftir þeirra reglum og mun því færa okkur það efni sem heldur okkur mest við efnið. 1. Efni sem vekur hjá okkur sterkar tilfinningar fær meiri viðbrögð Sumt efni er bannað samkvæmt lögum og skilmálum samfélagsmiðlanna og er þá tekið út. Þetta getur verið t.d.: Klám Gróft ofbeldi Hatursorðræða Eftir því sem efni er nær því að falla í flokkinn að teljast bannað þá fær það meiri viðbrögð notenda. Þetta getur verið t.d.: Ögrandi og klámfengið efni sem nær þó ekki að teljast sem klám Ofbeldi sem fellur ekki undir skilmálana um að vera nógu gróft Neikvæð tjáning, full af heift og ljótum orðum, sem fellur ekki undir skilgreininguna á hatursorðræðu Rannsóknir og mælingar sýna að við erum líklegri til þess að bregðast við efni sem vekur hjá okkur sterkar tilfinningar. Jafnvel þótt upplifun okkar hafi ekki verið góð af því að komast í snertingu við slíkt efni. 2. Algóritmi samfélagsmiðla ýtir undir efni sem fær meiri viðbrögð Til þess að maka krókinn og fá hjól maskínunnar til að snúast þurfa samfélagsmiðlarnir að reyna að tryggja það sem best að við notendur stimplum okkur inn til vinnu. Helst á hverjum degi og helst sem oftast. Launalaust og engin stytting vinnuvikunnar. Í staðinn er þó nóg af afþreyingu í boði og viðurkenning annarra þegar að við sköpum eitthvað sem vekur nógu mikla athygli til að fá viðbrögð. Efni sem vekur hjá okkur sterkar tilfinningar fær meiri viðbrögð. Samfélagsmiðlarnir vilja halda okkur sem mest við efnið og því er það í þeirra hag að láta algóritmann ýta undir efni sem dansar á línunni. Algóritmann sinn sem þeir stjórna og halda virkni hans nægjanlega ógagnsærri til þess að svipta ekki hulunni af leynihráefninu á bak við gróðamaskínuna. 1+2 = Samskiptin sem samfélagsmiðillinn ýtir undir Þetta þýðir að ég sem notandi fæ meiri viðbrögð ef: Ég er meira ögrandi í því efni sem ég pósta Ég er ofbeldisfyllri í minni hegðun sem ég sýni á netinu Ég bæti við meiri heift, blótsyrðum, reiði og ýktara orðbragði við athugasemdirnar mínar Í ofanálag leyfum við okkur meira þegar að við sitjum við lyklaborðið fyrir framan skjáinn sem hlífir okkur við því að horfast í augu við þann sem við erum að tala illa um. Úr verður eitruð blanda sem hefur skaðleg áhrif á okkur sjálf, börnin okkar og lýðræðislega umræðu. Látum ekki samskiptin okkar stjórnast af algóritmanum Ekki fáum við laun fyrir allan þann tíma sem við eyðum á samfélagsmiðlum. Okkar verðlaun eru viðbrögðin sem við fáum við því efni sem við setjum inn, deilum og tjáum okkur um. Í leit okkar að viðurkenningu, athygli og viðbrögðum annarra er því hættan sú að við leitum í þessa neikvæðu og skaðlegu tjáningu sem samfélagsmiðlarnir ýta undir. Við förum að spila leikinn sem þeir græða á en lætur okkur sitja eftir með sárt ennið. Því ekki græðum við á því sem samfélag að vera vond við hvert annað. Ef við fengjum að ráða er ég nokkuð viss um að við myndum breyta myndinni á þann veg að því nær sem efni samfélagsmiðla færist bannsvæðinu þeim mun minni athygli fái það. Höfundur er verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun