Njóta sveitalífs við niðinn í ánni en búa samt í jaðri borgarinnar Kristján Már Unnarsson skrifar 14. nóvember 2022 15:54 Elín Guðrún Heiðmundsdóttir býr á Bakka við Hólmsá ásamt manni sínum, Snorra Guðmundssyni. Arnar Halldórsson Elliðavatn og vatnasvið þess upp með ánum Bugðu og Hólmsá geymir leyndar perlur og áhugavert mannlíf. Því kynnumst við í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. Skammt frá Geithálsi fundu þau Elín Guðrún Heiðmundsdóttir og Snorri Guðmundsson sinn sælureit árið 2000. Heimili þeirra kallast Bakki en þéttur trjágróður skýlir þeim frá Suðurlandsvegi. Þéttur trjágróður umlykur húsið Bakka.Arnar Halldórsson Elín segir lífið þar draumi líkast. Snorri segir það forréttindi. „Ég er bara tíu mínútur í vinnuna, ég vinn í Grafarvogi. Fólk sem hefur komið hérna það hafði bara ekki hugmynd um að þetta væri til en búið að keyra milljón sinnum framhjá,“ segir Elín. Sveinbjörn Guðjohnsen nýtur þess að vera með hesta á Sólnesi við ána Bugðu. Fyrir aftan sér í Rauðhóla.Arnar Halldórsson Húsið Sólnes er við bakka Bugðu rétt við íbúðahverfi borgarinnar í Norðlingaholti. Þar búa þau Katrín Gísladóttir Sedlacek og Sveinbjörn Guðjohnsen. Þegar Sveinbjörn sýnir okkur hestana úti í móa gæti maður allt eins haldið að maður væri staddur á afskekktum stað fjarri alfaraleið. „Þetta er náttúrlega engu líkt að vera í Reykjavík og hafa alla þessa reiðvegi. Og geta verið með hesta og börnin sín og á. Reykjavík er svo sérstök," segir Sveinbjörn. Á Geirlandi er Einar Gíslason með Hólmsá við hliðina á heimili sínu.Arnar Halldórsson Einar Gíslason, annar stofnanda ET-flutninga, hefur verið að koma sér fyrir á Geirlandi við Lækjarbotna ásamt konu sinni, Diljá Eyjólfsdóttur. Einar segir að staðurinn gæti allt eins verið langt úti á landi. „Þetta er bara paradís hérna," segir Einar. Geirland vinstra megin við Hólmsá. Hægra megin er byggð sem kennd er við eyðibýlið Elliðakot.Arnar Halldórsson Í þættinum, sem er sá seinni af tveimur um Elliðavatn og nágrenni, kynnumst við nánar náttúru svæðisins. Þá er fjallað um spennandi stríðssögu Rauðhólanna og hvelfingar Gvendarbrunna skoðaðar en þaðan fá borgarbúar vatnið sitt. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Guðmundur í Víði bjó sér til fossnið við Elliðavatn „Það blundaði alltaf í honum svo mikill bóndi. Hann hafði svo gaman af náttúrunni,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson, þegar hann útskýrir hversvegna faðir hans, Guðmundur Guðmundsson, forstjóri Trésmiðjunnar Víðis, valdi að byggja upp heimili fjölskyldunnar í sveit við Elliðavatn. 13. nóvember 2022 12:36 Bóndinn í borginni minnir á hvar stór hluti landbúnaðarvara er framleiddur Bóndi sem stundar landbúnað á lögbýli í einu af nýjustu hverfum Kópavogs segir fólk almennt ekki átta sig á því hversu stór hluti af landbúnaðarvörum Íslendinga sé framleiddur á Reykjavíkursvæðinu. 11. nóvember 2022 22:44 Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Fleiri fréttir Inga Tinna selur Dineout höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Sjá meira
Skammt frá Geithálsi fundu þau Elín Guðrún Heiðmundsdóttir og Snorri Guðmundsson sinn sælureit árið 2000. Heimili þeirra kallast Bakki en þéttur trjágróður skýlir þeim frá Suðurlandsvegi. Þéttur trjágróður umlykur húsið Bakka.Arnar Halldórsson Elín segir lífið þar draumi líkast. Snorri segir það forréttindi. „Ég er bara tíu mínútur í vinnuna, ég vinn í Grafarvogi. Fólk sem hefur komið hérna það hafði bara ekki hugmynd um að þetta væri til en búið að keyra milljón sinnum framhjá,“ segir Elín. Sveinbjörn Guðjohnsen nýtur þess að vera með hesta á Sólnesi við ána Bugðu. Fyrir aftan sér í Rauðhóla.Arnar Halldórsson Húsið Sólnes er við bakka Bugðu rétt við íbúðahverfi borgarinnar í Norðlingaholti. Þar búa þau Katrín Gísladóttir Sedlacek og Sveinbjörn Guðjohnsen. Þegar Sveinbjörn sýnir okkur hestana úti í móa gæti maður allt eins haldið að maður væri staddur á afskekktum stað fjarri alfaraleið. „Þetta er náttúrlega engu líkt að vera í Reykjavík og hafa alla þessa reiðvegi. Og geta verið með hesta og börnin sín og á. Reykjavík er svo sérstök," segir Sveinbjörn. Á Geirlandi er Einar Gíslason með Hólmsá við hliðina á heimili sínu.Arnar Halldórsson Einar Gíslason, annar stofnanda ET-flutninga, hefur verið að koma sér fyrir á Geirlandi við Lækjarbotna ásamt konu sinni, Diljá Eyjólfsdóttur. Einar segir að staðurinn gæti allt eins verið langt úti á landi. „Þetta er bara paradís hérna," segir Einar. Geirland vinstra megin við Hólmsá. Hægra megin er byggð sem kennd er við eyðibýlið Elliðakot.Arnar Halldórsson Í þættinum, sem er sá seinni af tveimur um Elliðavatn og nágrenni, kynnumst við nánar náttúru svæðisins. Þá er fjallað um spennandi stríðssögu Rauðhólanna og hvelfingar Gvendarbrunna skoðaðar en þaðan fá borgarbúar vatnið sitt. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Guðmundur í Víði bjó sér til fossnið við Elliðavatn „Það blundaði alltaf í honum svo mikill bóndi. Hann hafði svo gaman af náttúrunni,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson, þegar hann útskýrir hversvegna faðir hans, Guðmundur Guðmundsson, forstjóri Trésmiðjunnar Víðis, valdi að byggja upp heimili fjölskyldunnar í sveit við Elliðavatn. 13. nóvember 2022 12:36 Bóndinn í borginni minnir á hvar stór hluti landbúnaðarvara er framleiddur Bóndi sem stundar landbúnað á lögbýli í einu af nýjustu hverfum Kópavogs segir fólk almennt ekki átta sig á því hversu stór hluti af landbúnaðarvörum Íslendinga sé framleiddur á Reykjavíkursvæðinu. 11. nóvember 2022 22:44 Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Fleiri fréttir Inga Tinna selur Dineout höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Sjá meira
Guðmundur í Víði bjó sér til fossnið við Elliðavatn „Það blundaði alltaf í honum svo mikill bóndi. Hann hafði svo gaman af náttúrunni,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson, þegar hann útskýrir hversvegna faðir hans, Guðmundur Guðmundsson, forstjóri Trésmiðjunnar Víðis, valdi að byggja upp heimili fjölskyldunnar í sveit við Elliðavatn. 13. nóvember 2022 12:36
Bóndinn í borginni minnir á hvar stór hluti landbúnaðarvara er framleiddur Bóndi sem stundar landbúnað á lögbýli í einu af nýjustu hverfum Kópavogs segir fólk almennt ekki átta sig á því hversu stór hluti af landbúnaðarvörum Íslendinga sé framleiddur á Reykjavíkursvæðinu. 11. nóvember 2022 22:44