22 handteknir í tengslum við árásina í Istanbul Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2022 07:30 Sprengjan sprakk á háannatíma. AP/Emrah Gurel Lögregluyfirvöld í Istanbul hafa handtekið 22 í tengslum við sprengjuárás í borginni í gær, þar sem sex létu lífið og 81 særðist. Innanríkisráðherra Tyrklands segir vígamenn úr röðum Kúrda í norðurhluta Sýrlands ábyrga. Árásin átti sér stað á Istiklal-göngugötunni á háannatíma. Að sögn dómsmálaráðherrans Bekir Bozdag sat kona þar á bekk í um 45 mínútur en sprengjan sprakk aðeins augnabliki eftir að hún stóð upp og gekk í burtu. Innanríkisráðherrann Suleyman Soylu sagði að árásin hefði verið skipulögð í Ayn al-Arab í Sýrlandi, af aðskilnaðarsinnum úr röðum Kúrda. Nefndi hann Verkamannaflokk Kúrdistan (PKK) og Varnarsveitir Kúrda (YPG) í þessu samhengi. Enn sem komið er hefur enginn lýst árásinni á hendur sér. Fólk flúði af vettvangi.AP/Can Ozer Fahrettin Altun, upplýsingafulltrúi forsetaembættisins, gaf það í skyn að árásin kynni að hafa áhrif á samskipti Tyrklands og Bandaríkjanna en Tyrkir hafa löngum verið afar óánægðir með stuðning Bandaríkjamanna við uppreisnarhópa Kúrda í Sýrlandi. Hann sagði alþjóðasamfélagið þurfa að leggja við hlustir; hryðjuverkaárásir á almenna borgara í Tyrklandi væru óbein afleiðing stuðnings sumra ríkja við hryðjuverkahópa. Honum þyrfti að linna ef menn vildu tryggja sér vináttu Tyrkja. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir árásarmönnunum verða refsað. Hér má sjá myndefni frá Reuters, þar sem meðal annars má sjá þegar sprengjan sprakk. WARNING: GRAPHIC CONTENTAt least six people were killed and 81 wounded when an explosion rocked a busy pedestrian street in central Istanbul https://t.co/l8oPx4jVOJ pic.twitter.com/5yfxldItE8— Reuters (@Reuters) November 13, 2022 Tyrkland Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Árásin átti sér stað á Istiklal-göngugötunni á háannatíma. Að sögn dómsmálaráðherrans Bekir Bozdag sat kona þar á bekk í um 45 mínútur en sprengjan sprakk aðeins augnabliki eftir að hún stóð upp og gekk í burtu. Innanríkisráðherrann Suleyman Soylu sagði að árásin hefði verið skipulögð í Ayn al-Arab í Sýrlandi, af aðskilnaðarsinnum úr röðum Kúrda. Nefndi hann Verkamannaflokk Kúrdistan (PKK) og Varnarsveitir Kúrda (YPG) í þessu samhengi. Enn sem komið er hefur enginn lýst árásinni á hendur sér. Fólk flúði af vettvangi.AP/Can Ozer Fahrettin Altun, upplýsingafulltrúi forsetaembættisins, gaf það í skyn að árásin kynni að hafa áhrif á samskipti Tyrklands og Bandaríkjanna en Tyrkir hafa löngum verið afar óánægðir með stuðning Bandaríkjamanna við uppreisnarhópa Kúrda í Sýrlandi. Hann sagði alþjóðasamfélagið þurfa að leggja við hlustir; hryðjuverkaárásir á almenna borgara í Tyrklandi væru óbein afleiðing stuðnings sumra ríkja við hryðjuverkahópa. Honum þyrfti að linna ef menn vildu tryggja sér vináttu Tyrkja. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir árásarmönnunum verða refsað. Hér má sjá myndefni frá Reuters, þar sem meðal annars má sjá þegar sprengjan sprakk. WARNING: GRAPHIC CONTENTAt least six people were killed and 81 wounded when an explosion rocked a busy pedestrian street in central Istanbul https://t.co/l8oPx4jVOJ pic.twitter.com/5yfxldItE8— Reuters (@Reuters) November 13, 2022
Tyrkland Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira