Borgarfulltrúar spyrja: Hefur lögregla heimild til að fara á svig við lög? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2022 11:58 Menn eru ekki á einu máli um það hvort „venjuleg“ vetrardekk séu jafn góð til vetrarbrúks og negld dekk. Getty Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar í umhverfis- og skipulagsráði segja óheppilegt að lögregla lýsi því yfir hvað eftir annað að ekki verði sektað fyrir notkun nagladekkja áður en nagladekkjatímbilið hefst. Sú spurning vakni hvort lögregla hafi heimild til að fara á svig við lögin. Þetta kemur fram í bókun sem fyrrnefndir fulltrúar lögðu fram í ráðinu á miðvikudag. Þar segir að samkvæmt Umhverfisstofnun Evrópu megi rekja 80 ótímabær dauðsföll á Íslandi á hverju ári til svifryksmengunar og vitað sé að nagladekk eigi verulegan þátt í þessari mengun. Auk þess skapist verulegur aukakostnaður vegna slits á malbiki. Það er stefna Reykjavíkurborgar að innan við 20% bílaflotans í borginni verði á nagladekkjum og að tekið verði gjald fyrir notkun þeirra. Samkvæmt tölum borgarinnar voru 3% ökumanna á nöglum í október í fyrra en 15% í október síðastliðinum. Hjálmar Sveinsson „Við erum að benda á það að það eru mjög margir og nú samkvæmt síðustu talningum eru til dæmis mun fleiri komnir á nagladekk í október og jafnvel í byrjun október, þó að það sé ekki leyfilegt að setja nagaldekk undir fyrr en 1. nóvember,“ segir Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann segir sérkennilegt að lögregla gefi það út ár eftir ár að ökumenn verði ekki sektaðir fyrir að fara ekki eftir lögum. Spurður að því hvort þeir sem velja að fara fyrr á negld dekk geri það ekki einfaldlega vegna þess að þeir telji þá þurfa þess segir Hjálmar að það megi vel vera. „En það er samt núna, á þessum haustmánuðum, hefur verið einmuna blíða og við höfum í borginni bent á að nagladekk eru í rauninni óþörf í Reykjavík og að það eru til góð vetrardekk sem gera sama gagn.“ Í ályktun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sagði að skýrar vísbendingar væru um að nagladekkjanotkun væri að aukast í Reykjavík. „Þessa þróun má líklega rekja til óánægju með frammistöðu Reykjavíkurborgar við snjóruðning í húsagötum síðasta vetur, ekki síst í efri byggðum. Þá þjónustu þarf að bæta.“ Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs. Nagladekk Reykjavík Borgarstjórn Lögreglan Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Sú spurning vakni hvort lögregla hafi heimild til að fara á svig við lögin. Þetta kemur fram í bókun sem fyrrnefndir fulltrúar lögðu fram í ráðinu á miðvikudag. Þar segir að samkvæmt Umhverfisstofnun Evrópu megi rekja 80 ótímabær dauðsföll á Íslandi á hverju ári til svifryksmengunar og vitað sé að nagladekk eigi verulegan þátt í þessari mengun. Auk þess skapist verulegur aukakostnaður vegna slits á malbiki. Það er stefna Reykjavíkurborgar að innan við 20% bílaflotans í borginni verði á nagladekkjum og að tekið verði gjald fyrir notkun þeirra. Samkvæmt tölum borgarinnar voru 3% ökumanna á nöglum í október í fyrra en 15% í október síðastliðinum. Hjálmar Sveinsson „Við erum að benda á það að það eru mjög margir og nú samkvæmt síðustu talningum eru til dæmis mun fleiri komnir á nagladekk í október og jafnvel í byrjun október, þó að það sé ekki leyfilegt að setja nagaldekk undir fyrr en 1. nóvember,“ segir Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann segir sérkennilegt að lögregla gefi það út ár eftir ár að ökumenn verði ekki sektaðir fyrir að fara ekki eftir lögum. Spurður að því hvort þeir sem velja að fara fyrr á negld dekk geri það ekki einfaldlega vegna þess að þeir telji þá þurfa þess segir Hjálmar að það megi vel vera. „En það er samt núna, á þessum haustmánuðum, hefur verið einmuna blíða og við höfum í borginni bent á að nagladekk eru í rauninni óþörf í Reykjavík og að það eru til góð vetrardekk sem gera sama gagn.“ Í ályktun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sagði að skýrar vísbendingar væru um að nagladekkjanotkun væri að aukast í Reykjavík. „Þessa þróun má líklega rekja til óánægju með frammistöðu Reykjavíkurborgar við snjóruðning í húsagötum síðasta vetur, ekki síst í efri byggðum. Þá þjónustu þarf að bæta.“ Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs.
Nagladekk Reykjavík Borgarstjórn Lögreglan Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira