Jólabónus á þriðja farrrými Inga Sæland skrifar 10. nóvember 2022 16:01 Farþegaskipið glæsta Titanic sökk eins og frægt er fyrir 110 árum. Slysið var afar mannskætt. Aðeins 705 manns björguðust af 2224. Langflestir þeirra farþega sem björguðust voru á fyrsta farrými en flestir farþeganna sem létust voru á þriðja farrými. Þaðan var löng leið og torsótt upp á þilfar og björgunarbátar allt of fáir þegar loks kom að þeim. Skipstjórinn á Titanic, sem fyrirskipaði að siglt yrði áfram á fullri ferð þrátt fyrir viðvaranir um ísjaka á siglingaleiðinni fékk skellinn. Á svipaðan hátt fengu íslensk stjórnvöld viðvaranir um hættulega efnahagsstefnu fyrir hrunið 2008 en skelltu við skollaeyrum. Skipherrar íslensku bankanna á þessum tíma gerðu reyndar betur en kollegi þeirra á Titanic. Þeir sigldu bæði eigin draumafleyjum í strand og þjóðarskútunni um leið. Stjórnvöld og eftirlitsstofnanir öxluðu enga ábyrgð en fólkið á þriðja farrými, fátækasti þriðjungur þjóðarinnar, fékk hins vegar skellinn. Þúsundir fjölskyldna misstu heimili sín á verðbólgubálinu sem þá æddi yfir sem eldur um akur. Veröld þeirra hrundi eins og spilaborg. Líkt og Titanic á sínum tíma er íslenska þjóðarskútan nú á viðsjárverðri leið mikillar verðbólgu og verðhækkana á nauðsynjavörum og húsnæði. Fórnarlömbin eru þeir sem stjórnvöld hafa hneppt í fátækragildrur, tekjulágar barnafjölskyldur, öryrkjar og sá hluti eldra fólks sem býr við sára fátækt. Íslensk stjórnvöld bjóða þessu fólki sannarlega ekki að hlöðnu veisluborði eins og því sem skipherra Titanic leiddi farþega fyrsta farrýmis að á sínum tíma. Jólahátíðin, sem brátt fer í hönd er ekki hátíð tilhlökkunar og gleði fyrir þetta fólk heldur kvíðvænlegur tími örbirgðar og vanlíðunar. Hinn 7. nóv. sl. spurði ég Guðmund Inga Guðbrandsson félags og vinnumarkaðsráðherra hvort hann hygðist koma þeim til hjálpar fyrir jólin sem hefðu ekkert annað að reiða sig á en greiðslur frá Tryggingastofnun. Ætlar ráðherrann að greiða þessu fólki skatta og skerðingarlausan jólabónus? Í nýbirtum fjárauka kemur svarið fram. Hann ætlar að greiða öryrkjum helminginn af því sem þeir fengu greitt fyrir sl. jól. Enn og aftur á að skilja fátæka eldri borgara útundan. Samkvæmt fjáraukanum fá þeir ekki eina einustu krónu í jólabónus. Hin sorglega staðreynd er sú að stjórnvöld skeyta litlu um líf og líðan fólksins á þriðja farrými. Það má halda áfram að lepja dauðann úr skel. Eitt er víst að það vantar ótal björgunarbáta fyrir þá sem stjórnvöld hafa sett á þriðja farrými svo tryggja megi þeim mannsæmandi lífskjör. Ég skora á hæstvirtan ráðherra að sjá til þess að þeir sem alfarið þurfa að reiða sig á greiðslur almannatrygginga fái skatta og skerðingarlausar 60 þúsund krónur í bónus fyrir jólin! Höfundur er formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Alþingi Fjármál heimilisins Tekjur Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Sjá meira
Farþegaskipið glæsta Titanic sökk eins og frægt er fyrir 110 árum. Slysið var afar mannskætt. Aðeins 705 manns björguðust af 2224. Langflestir þeirra farþega sem björguðust voru á fyrsta farrými en flestir farþeganna sem létust voru á þriðja farrými. Þaðan var löng leið og torsótt upp á þilfar og björgunarbátar allt of fáir þegar loks kom að þeim. Skipstjórinn á Titanic, sem fyrirskipaði að siglt yrði áfram á fullri ferð þrátt fyrir viðvaranir um ísjaka á siglingaleiðinni fékk skellinn. Á svipaðan hátt fengu íslensk stjórnvöld viðvaranir um hættulega efnahagsstefnu fyrir hrunið 2008 en skelltu við skollaeyrum. Skipherrar íslensku bankanna á þessum tíma gerðu reyndar betur en kollegi þeirra á Titanic. Þeir sigldu bæði eigin draumafleyjum í strand og þjóðarskútunni um leið. Stjórnvöld og eftirlitsstofnanir öxluðu enga ábyrgð en fólkið á þriðja farrými, fátækasti þriðjungur þjóðarinnar, fékk hins vegar skellinn. Þúsundir fjölskyldna misstu heimili sín á verðbólgubálinu sem þá æddi yfir sem eldur um akur. Veröld þeirra hrundi eins og spilaborg. Líkt og Titanic á sínum tíma er íslenska þjóðarskútan nú á viðsjárverðri leið mikillar verðbólgu og verðhækkana á nauðsynjavörum og húsnæði. Fórnarlömbin eru þeir sem stjórnvöld hafa hneppt í fátækragildrur, tekjulágar barnafjölskyldur, öryrkjar og sá hluti eldra fólks sem býr við sára fátækt. Íslensk stjórnvöld bjóða þessu fólki sannarlega ekki að hlöðnu veisluborði eins og því sem skipherra Titanic leiddi farþega fyrsta farrýmis að á sínum tíma. Jólahátíðin, sem brátt fer í hönd er ekki hátíð tilhlökkunar og gleði fyrir þetta fólk heldur kvíðvænlegur tími örbirgðar og vanlíðunar. Hinn 7. nóv. sl. spurði ég Guðmund Inga Guðbrandsson félags og vinnumarkaðsráðherra hvort hann hygðist koma þeim til hjálpar fyrir jólin sem hefðu ekkert annað að reiða sig á en greiðslur frá Tryggingastofnun. Ætlar ráðherrann að greiða þessu fólki skatta og skerðingarlausan jólabónus? Í nýbirtum fjárauka kemur svarið fram. Hann ætlar að greiða öryrkjum helminginn af því sem þeir fengu greitt fyrir sl. jól. Enn og aftur á að skilja fátæka eldri borgara útundan. Samkvæmt fjáraukanum fá þeir ekki eina einustu krónu í jólabónus. Hin sorglega staðreynd er sú að stjórnvöld skeyta litlu um líf og líðan fólksins á þriðja farrými. Það má halda áfram að lepja dauðann úr skel. Eitt er víst að það vantar ótal björgunarbáta fyrir þá sem stjórnvöld hafa sett á þriðja farrými svo tryggja megi þeim mannsæmandi lífskjör. Ég skora á hæstvirtan ráðherra að sjá til þess að þeir sem alfarið þurfa að reiða sig á greiðslur almannatrygginga fái skatta og skerðingarlausar 60 þúsund krónur í bónus fyrir jólin! Höfundur er formaður Flokks fólksins.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar