Á Íslandi missa um 100 börn foreldri í ár Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 07:00 Á hverju ári verða um 100 börn á Íslandi fyrir því þunga áfalli að missa foreldri. Á árunum 2009–2018 misstu 1.007 börn á Íslandi foreldri samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á því tímabili létust 649 foreldrar barna undir 18 ára aldri; 448 feður og 201 móðir. Um 40% foreldranna létust úr krabbameinum. Það er sárt til þess að hugsa á hverju ári upplifi svo mörg börn þá sáru sorg að missa mömmu sína eða pabba. Við skiljum öll hversu þung staða fjölskyldna er í kjölfar þess að foreldri barns fellur frá. Flest þekkjum við dæmi þessa og að aðstæður þessara fjölskyldna eru innbyrðis ólíkar. Stundum hefur verið langur aðdragandi að andlátinu en í öðrum tilvikum stuttur eða jafnvel enginn. Í ofanálag við lífsins stærstu sorg þessara barna þá glímir það foreldri sem eftir stendur við flóknar aðstæður og erfiðar og alveg nýjan veruleika. Í ofanálag kemur til tekjumissir heimilis og í einhverjum tilvikum fjárhagsáhyggjur honum samhliða. Það á auðvitað ekki síst við þar sem foreldrar eru ungir að árum. Sorgarleyfi veitir stuðning fyrir barnafjölskyldur Það er af þessari ástæðu að ég hef lagt fram frumvarp á Alþingi um sorgarleyfi vegna makamissis fyrir þær fjölskyldur þar sem börn undir 18 ára aldri hafa misst foreldri. Það skiptir miklu að eftirlifandi foreldri fái þá nauðsynlegt svigrúm til sorgarúrvinnslu og jafnframt svigrúm til að vera til staðar fyrir barn sitt eða börn eftir andlát makans. Hugsunin hér að baki er því ekki síst hagsmunir barnanna sem í hluti eiga. Með frumvarpinu er því lagt til að þeir foreldrar barna yngri en 18 ára að aldri sem missa maka sinn fái heimild til að taka allt að 6 mánaða leyfi frá störfum og greiðslur frá Vinnumálastofnun á meðan. Leyfið verði hægt að taka á 24 mánaða tímabili frá andláti makans. Þar eru líka lagðar til útfærslur vegna mismunandi aðstæðna fólks á vinnumarkaði og um styrk í tilviki námsmanna. Áhrif sorgar á fjölskyldur viðurkennd Það skiptir máli að viðurkenna áhrif sorgar á fjölskyldur í kjölfar þess að barn missir foreldri. Stórt skref var stigið þegar Alþingi samþykkti lög um sorgarleyfi fyrir foreldra sem missa barn síðastliðið sumar. Miklu skiptir að styðja eftirlifandi foreldri barna á sama hátt þegar manneskja verður fyrir því að missa maka sinn. Samfélagið á að styðja við þessi börn og foreldra þeirra og getur meðal annars gert það á þennan hátt. Þessi lagabreyting kæmi börnum þessara fjölskyldna til góða og yrði til að auðvelda eftirlifandi foreldri fyrstu skrefin í nýjum veruleika. Sjónarmið Barnasáttmálans eru líka vegvísir í þeim efnum. Sorgarmiðstöðin og Krabbameinsfélag Íslands hafa bent á mikilvægi þess að lög í þessa veruna verði sett. Þetta er sömuleiðis sá hópur syrgjenda sem hefur ekki tök á að því að taka sér launalaust leyfi og hefur í einhverjum tilvikum þegar fullnýtt veikindarétt þegar að andlátinu kemur. Foreldrar í þessari stöðu eru nú alfarið háðir skilningi vinnuveitanda sem og því að vinnuveitandi hafi svigrúm til að veita frí eða sveigjanleika þegar sorgin knýr dyra. Að þessu leyti er þessi löggjöf einnig liður í því að vinnuveitandi geti veitt þetta svigrúm fyrir starfsmann sinn á erfiðum tímum. Þýðingarmikill stuðningur á viðkvæmum tíma Á þennan hátt er fjölskyldum veittur þýðingarmikill stuðningur á viðkvæmum tíma í lífi þeirra sem og fjárhagsstuðningur til að mæta tekjutapi. Lagt er til að miðað verði við að mánaðarleg greiðsla skuli nema 80% af meðaltali heildarlauna en 600 þús. kr. að hámarki á mánuði. Miðað er við að foreldrar geti nýtt rétt sinn til sorgarleyfis samhliða skertu starfshlutfalli og einnig yfir lengra tímabil. Réttindi foreldra í þessum aðstæðum verði einfaldlega sambærileg réttarstöðu þeirra foreldra sem misst hafa barn. Það er einlæg von mín að Alþingi geti sameinast um þetta frumvarp og veitt fjölskyldum þennan samfélagslega stuðning í kjölfar andláts foreldris. Í því felast falleg og sterk skilaboð um að við ætlum að vera til staðar sem samfélag fyrir þau börn sem missa foreldri sitt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Fjölskyldumál Alþingi Félagsmál Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Sjá meira
Á hverju ári verða um 100 börn á Íslandi fyrir því þunga áfalli að missa foreldri. Á árunum 2009–2018 misstu 1.007 börn á Íslandi foreldri samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á því tímabili létust 649 foreldrar barna undir 18 ára aldri; 448 feður og 201 móðir. Um 40% foreldranna létust úr krabbameinum. Það er sárt til þess að hugsa á hverju ári upplifi svo mörg börn þá sáru sorg að missa mömmu sína eða pabba. Við skiljum öll hversu þung staða fjölskyldna er í kjölfar þess að foreldri barns fellur frá. Flest þekkjum við dæmi þessa og að aðstæður þessara fjölskyldna eru innbyrðis ólíkar. Stundum hefur verið langur aðdragandi að andlátinu en í öðrum tilvikum stuttur eða jafnvel enginn. Í ofanálag við lífsins stærstu sorg þessara barna þá glímir það foreldri sem eftir stendur við flóknar aðstæður og erfiðar og alveg nýjan veruleika. Í ofanálag kemur til tekjumissir heimilis og í einhverjum tilvikum fjárhagsáhyggjur honum samhliða. Það á auðvitað ekki síst við þar sem foreldrar eru ungir að árum. Sorgarleyfi veitir stuðning fyrir barnafjölskyldur Það er af þessari ástæðu að ég hef lagt fram frumvarp á Alþingi um sorgarleyfi vegna makamissis fyrir þær fjölskyldur þar sem börn undir 18 ára aldri hafa misst foreldri. Það skiptir miklu að eftirlifandi foreldri fái þá nauðsynlegt svigrúm til sorgarúrvinnslu og jafnframt svigrúm til að vera til staðar fyrir barn sitt eða börn eftir andlát makans. Hugsunin hér að baki er því ekki síst hagsmunir barnanna sem í hluti eiga. Með frumvarpinu er því lagt til að þeir foreldrar barna yngri en 18 ára að aldri sem missa maka sinn fái heimild til að taka allt að 6 mánaða leyfi frá störfum og greiðslur frá Vinnumálastofnun á meðan. Leyfið verði hægt að taka á 24 mánaða tímabili frá andláti makans. Þar eru líka lagðar til útfærslur vegna mismunandi aðstæðna fólks á vinnumarkaði og um styrk í tilviki námsmanna. Áhrif sorgar á fjölskyldur viðurkennd Það skiptir máli að viðurkenna áhrif sorgar á fjölskyldur í kjölfar þess að barn missir foreldri. Stórt skref var stigið þegar Alþingi samþykkti lög um sorgarleyfi fyrir foreldra sem missa barn síðastliðið sumar. Miklu skiptir að styðja eftirlifandi foreldri barna á sama hátt þegar manneskja verður fyrir því að missa maka sinn. Samfélagið á að styðja við þessi börn og foreldra þeirra og getur meðal annars gert það á þennan hátt. Þessi lagabreyting kæmi börnum þessara fjölskyldna til góða og yrði til að auðvelda eftirlifandi foreldri fyrstu skrefin í nýjum veruleika. Sjónarmið Barnasáttmálans eru líka vegvísir í þeim efnum. Sorgarmiðstöðin og Krabbameinsfélag Íslands hafa bent á mikilvægi þess að lög í þessa veruna verði sett. Þetta er sömuleiðis sá hópur syrgjenda sem hefur ekki tök á að því að taka sér launalaust leyfi og hefur í einhverjum tilvikum þegar fullnýtt veikindarétt þegar að andlátinu kemur. Foreldrar í þessari stöðu eru nú alfarið háðir skilningi vinnuveitanda sem og því að vinnuveitandi hafi svigrúm til að veita frí eða sveigjanleika þegar sorgin knýr dyra. Að þessu leyti er þessi löggjöf einnig liður í því að vinnuveitandi geti veitt þetta svigrúm fyrir starfsmann sinn á erfiðum tímum. Þýðingarmikill stuðningur á viðkvæmum tíma Á þennan hátt er fjölskyldum veittur þýðingarmikill stuðningur á viðkvæmum tíma í lífi þeirra sem og fjárhagsstuðningur til að mæta tekjutapi. Lagt er til að miðað verði við að mánaðarleg greiðsla skuli nema 80% af meðaltali heildarlauna en 600 þús. kr. að hámarki á mánuði. Miðað er við að foreldrar geti nýtt rétt sinn til sorgarleyfis samhliða skertu starfshlutfalli og einnig yfir lengra tímabil. Réttindi foreldra í þessum aðstæðum verði einfaldlega sambærileg réttarstöðu þeirra foreldra sem misst hafa barn. Það er einlæg von mín að Alþingi geti sameinast um þetta frumvarp og veitt fjölskyldum þennan samfélagslega stuðning í kjölfar andláts foreldris. Í því felast falleg og sterk skilaboð um að við ætlum að vera til staðar sem samfélag fyrir þau börn sem missa foreldri sitt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun