Sviss útvistar loftslagsmarkmiðum til snauðari þjóða Kjartan Kjartansson skrifar 9. nóvember 2022 13:49 Mestöll raforka í Sviss er framleidd með vatnsafli eða kjarnorku. Því leita stjórnvöld þar óhefðbundinna leiða til þess að ná samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Vísir/EPA Stjórnvöld í Sviss hafa gert samninga við nokkur fátækari ríki um að þau dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda en að Sviss fái heiðurinn af samdrættinum. Sérfræðingar vara við því að samningar af þessu tagi gætu tafið loftslagsaðgerðir í auðugri ríkjum heims. Svissneskir frankar greiða nú fyrir orkunýtnari ljósaperur og eldavélar fyrir allt að fimm milljónir manna í Afríkuríkinu Gana. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þar sem flestir landsmenn brenna viði til að elda mat. Samdrátturinn í losun verður hins vegar færður í losunarbókhald Sviss, ekki Gana. Gana er eitt átta ríkja sem Sviss hefur samið við á þessum nótum og er sagt í viðræðum við að minnast kosti þrjú önnur. Öll eru ríkin töluverð verr stæð en Sviss, eitt auðugasta ríki jarðar. Auk Gana fá Perú, Senegal, Georgía, Vanúatú, Dóminíka, Taíland og Úkraína greitt fyrir að skera niður losun og gefa Sviss heiðurinn, að því er segir í umfjöllun New York Times. Svissnesk stjórnvöld hafa þegar gefist upp á að ná loftslagsmarkmiðum sínum. Raforka, sem er stærsta áskorunin hjá flestum ríkjum heims, er fyrst og fremst framleidd með vatnsafli og kjarnorku í Sviss. Því þurfa Svisslendingar að ná sínum samdrætti annars staðar. Stjórnvöld segja að þau þurfi að útvista að minnsta kosti þriðjungi fyrirhugaðs samdráttar til að ná losunarmarkmiðum sínum. Svíar og Japanir eru sagðir ætla sér að feta svipaða slóð. Velti ábyrgðinni yfir á þróunarríkin Ekki eru þó allir hrifnir af þessari svissnesku leið til að fegra losunarbókhaldið. Gagnrýnendur hennar segja að hún gæti frestað raunverulegum loftslagsaðgerðum í iðnríkjum og velt ábyrgðinni á því að draga úr losun yfir á þau snauðari jafnvel þó að það séu iðnríkin sem bera langstærstu ábyrgðina á losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnbyltingu. Luis Arce, forseti Bólivíu, lýsti slíkum æfigum sem „kolefniskapítalisma“ á loftslagsráðstefnunni í Glasgow í fyrra. Hættuna telja gagnrýnendurnir þá að auðug ríki notfæri sér loftslagsaðgerðir sem fátækari þjóðir ætluðu hvort sem er að ráðast í. Svissnesk stjórnvöld fullyrða að þau ætli sér að tryggja að verkefnin sem þau fjármagna erlendis verði viðbót. Opnað var á möguleikann að ríki ynnu saman að samdrætti í losun með Parísarsamkomulaginu árið 2015. Enn á eftir að leggja lokahönd á regluverk um hvernig slíkt samstarf virkaði í reynd, meðal annars til þess að tryggja að samdráttur sé ekki tvítalinn í losunarbókhaldi ríkja. Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Sviss Gana Tengdar fréttir Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. 8. nóvember 2022 14:41 Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Svissneskir frankar greiða nú fyrir orkunýtnari ljósaperur og eldavélar fyrir allt að fimm milljónir manna í Afríkuríkinu Gana. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þar sem flestir landsmenn brenna viði til að elda mat. Samdrátturinn í losun verður hins vegar færður í losunarbókhald Sviss, ekki Gana. Gana er eitt átta ríkja sem Sviss hefur samið við á þessum nótum og er sagt í viðræðum við að minnast kosti þrjú önnur. Öll eru ríkin töluverð verr stæð en Sviss, eitt auðugasta ríki jarðar. Auk Gana fá Perú, Senegal, Georgía, Vanúatú, Dóminíka, Taíland og Úkraína greitt fyrir að skera niður losun og gefa Sviss heiðurinn, að því er segir í umfjöllun New York Times. Svissnesk stjórnvöld hafa þegar gefist upp á að ná loftslagsmarkmiðum sínum. Raforka, sem er stærsta áskorunin hjá flestum ríkjum heims, er fyrst og fremst framleidd með vatnsafli og kjarnorku í Sviss. Því þurfa Svisslendingar að ná sínum samdrætti annars staðar. Stjórnvöld segja að þau þurfi að útvista að minnsta kosti þriðjungi fyrirhugaðs samdráttar til að ná losunarmarkmiðum sínum. Svíar og Japanir eru sagðir ætla sér að feta svipaða slóð. Velti ábyrgðinni yfir á þróunarríkin Ekki eru þó allir hrifnir af þessari svissnesku leið til að fegra losunarbókhaldið. Gagnrýnendur hennar segja að hún gæti frestað raunverulegum loftslagsaðgerðum í iðnríkjum og velt ábyrgðinni á því að draga úr losun yfir á þau snauðari jafnvel þó að það séu iðnríkin sem bera langstærstu ábyrgðina á losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnbyltingu. Luis Arce, forseti Bólivíu, lýsti slíkum æfigum sem „kolefniskapítalisma“ á loftslagsráðstefnunni í Glasgow í fyrra. Hættuna telja gagnrýnendurnir þá að auðug ríki notfæri sér loftslagsaðgerðir sem fátækari þjóðir ætluðu hvort sem er að ráðast í. Svissnesk stjórnvöld fullyrða að þau ætli sér að tryggja að verkefnin sem þau fjármagna erlendis verði viðbót. Opnað var á möguleikann að ríki ynnu saman að samdrætti í losun með Parísarsamkomulaginu árið 2015. Enn á eftir að leggja lokahönd á regluverk um hvernig slíkt samstarf virkaði í reynd, meðal annars til þess að tryggja að samdráttur sé ekki tvítalinn í losunarbókhaldi ríkja.
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Sviss Gana Tengdar fréttir Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. 8. nóvember 2022 14:41 Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. 8. nóvember 2022 14:41
Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08