Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Kjartan Kjartansson skrifar 8. nóvember 2022 14:41 Kausea Natano, forsætisráðherra Túvalú, í pontu á COP27-loftslagsráðstefnunni í Egyptalandi. Loftslagsváin er óvíða eins aðsteðjandi og í heimalandi hans en eyjurnar sökkva nú í sæ vegna hækkandi yfirborðs sjávar. AP/Peter Dejong Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. Kausea Natano, forsætisráðherra Kyrrahafseyríkisins Túvalú, boðaði í morgun að hann ætlaði að leggja til samning um takmörkun útbreiðslu kola, olíu og gass á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi, að sögn AP-fréttastofunnar. „Plánetan brennur á meðan þeir græða,“ sagði Gaston Browne, forsætisráðherra Antígva og Barbúda, sem talaði fyrir hönd fleiri smárra eyríkja sem eru í bráðri hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Leiðtogar eyríkja hafa einnig farið fram á hnattrænan skatt á hagnað jarðefnaeldsneytisfyrirtækja en hann er nú í hæstu hæðum á sama tíma og orkukreppa geisar víða um heim. Hugmyndin um hvalrekaskatt á fyrirtækin er sögð eiga vaxandi vinsældum að fagna. Bretar og Egyptar, gestgjafar loftslagsráðstefnunnar í fyrra og ár, kynntu í dag nýja skýrslu um fjárþörf þróunarríkja vegna loftslagsbreytinga. Þar er áætlað að ríkin þurfi að tryggja sér um biljón dollara, jafnvirði um 147 biljóna (milljón milljóna) íslenskra króna úr hendi fjárfesta, iðnríkja og þróunarbanka á ári í loftslagsaðgerðir fyrir lok þessa áratugs. Þau þurfi sjálf að leggja annað eins til. Þessa stundina fjárfesta þessir utanaðkomandi aðilar um fimm hundruð milljónir dollara á ári í að búa þróunarríki undir afleiðingar loftslagsbreytinga og aðstoða við orkuskipti, að því er segir í frétt Reuters. Mest þarf að auka fjárfestingu einkafyrirtækja, bæði innlendra og erlendra, í þróunarríkjunum en einnig þarf að þrefalda lánveitingar þróunarbanka. Mælt er með því að þeir bjóði upp á lán með ívilnunum í auknum mæli. „Að leysa verulega loftslagsfjárfestingu úr læðingi er lykillinn að áskorunum í þróunarmálum í samtímanum,“ segir Vera Songwe, einn höfunda skýrslunnar. Vill endurlífga viðræður um frjáls viðskipti með umhverfisvænar vörur Ngozi Okonjo-Iweala, forstjóri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), segist stefna að því að endurlífga samningaviðræður um grænan viðskiptasamning á heimsvísu. Slíkar umræður fóru út um þúfur árið 2016 vegna ágreinings Kínverja og fulltrúa vestrænna ríkja um hvaða vörur ættu að vera á lista yfir umhverfisvænan varning. Hugmyndir eru um að vörur eins og sólarsellur og snjallhitastýribúnaður gæti verið undanþeginn tollum og öðrum viðskiptahindrunum til þess að draga úr kostnaði við loftslagsaðgerðir. „Það verður að vera hagstæðara viðskiptaumhverfi fyrir endurnýjanlega orkugjafa og aðrar umhverfisvænar vörur,“ segir Okonjo-Iweala sem bendir á að tollar á jarðefnaeldsneytisvörur séu víða lægri en á endurnýjanlega orkugjafa. Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Egyptaland Bensín og olía Túvalú Antígva og Barbúda Tengdar fréttir Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Kausea Natano, forsætisráðherra Kyrrahafseyríkisins Túvalú, boðaði í morgun að hann ætlaði að leggja til samning um takmörkun útbreiðslu kola, olíu og gass á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi, að sögn AP-fréttastofunnar. „Plánetan brennur á meðan þeir græða,“ sagði Gaston Browne, forsætisráðherra Antígva og Barbúda, sem talaði fyrir hönd fleiri smárra eyríkja sem eru í bráðri hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Leiðtogar eyríkja hafa einnig farið fram á hnattrænan skatt á hagnað jarðefnaeldsneytisfyrirtækja en hann er nú í hæstu hæðum á sama tíma og orkukreppa geisar víða um heim. Hugmyndin um hvalrekaskatt á fyrirtækin er sögð eiga vaxandi vinsældum að fagna. Bretar og Egyptar, gestgjafar loftslagsráðstefnunnar í fyrra og ár, kynntu í dag nýja skýrslu um fjárþörf þróunarríkja vegna loftslagsbreytinga. Þar er áætlað að ríkin þurfi að tryggja sér um biljón dollara, jafnvirði um 147 biljóna (milljón milljóna) íslenskra króna úr hendi fjárfesta, iðnríkja og þróunarbanka á ári í loftslagsaðgerðir fyrir lok þessa áratugs. Þau þurfi sjálf að leggja annað eins til. Þessa stundina fjárfesta þessir utanaðkomandi aðilar um fimm hundruð milljónir dollara á ári í að búa þróunarríki undir afleiðingar loftslagsbreytinga og aðstoða við orkuskipti, að því er segir í frétt Reuters. Mest þarf að auka fjárfestingu einkafyrirtækja, bæði innlendra og erlendra, í þróunarríkjunum en einnig þarf að þrefalda lánveitingar þróunarbanka. Mælt er með því að þeir bjóði upp á lán með ívilnunum í auknum mæli. „Að leysa verulega loftslagsfjárfestingu úr læðingi er lykillinn að áskorunum í þróunarmálum í samtímanum,“ segir Vera Songwe, einn höfunda skýrslunnar. Vill endurlífga viðræður um frjáls viðskipti með umhverfisvænar vörur Ngozi Okonjo-Iweala, forstjóri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), segist stefna að því að endurlífga samningaviðræður um grænan viðskiptasamning á heimsvísu. Slíkar umræður fóru út um þúfur árið 2016 vegna ágreinings Kínverja og fulltrúa vestrænna ríkja um hvaða vörur ættu að vera á lista yfir umhverfisvænan varning. Hugmyndir eru um að vörur eins og sólarsellur og snjallhitastýribúnaður gæti verið undanþeginn tollum og öðrum viðskiptahindrunum til þess að draga úr kostnaði við loftslagsaðgerðir. „Það verður að vera hagstæðara viðskiptaumhverfi fyrir endurnýjanlega orkugjafa og aðrar umhverfisvænar vörur,“ segir Okonjo-Iweala sem bendir á að tollar á jarðefnaeldsneytisvörur séu víða lægri en á endurnýjanlega orkugjafa.
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Egyptaland Bensín og olía Túvalú Antígva og Barbúda Tengdar fréttir Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08