„Þurfum að spila smá skák í upphafi leiks“ Smári Jökull Jónsson skrifar 5. nóvember 2022 11:15 Arnar Pétursson er landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik. Skjáskot Íslenska kvennalandsliðið í handbolta leikur um helgina tvo leiki gegn Ísrael en báðir leikirnir fara fram á Ásvöllum. Um er að ræða forkeppni HM 2023 en sigurvegarinn kemst áfram í umspil um laust sæti á HM í Danmörku, Svíþjóð og Noregi á næsta ári. Liðið hefur fengið fínan undirbúningstíma síðustu daga og lék tvo æfingaleiki um síðustu helgi. Valur Páll Eiríksson íþróttafréttamaður hitti Arnar Pétursson landsliðþjálfara að máli eftir æfingu liðsins í gær. „Þetta er búið að vera töluvert af æfingum og svo fengum við tvo mjög góða leiki við Færeyjar um helgina sem vonandi nýtast okkur mjög vel,“ sagði Arnar. Arnar segir að liðið sé búið að fara yfir alla þætti á æfingum fyrir leikina í dag og segir að ein af áherslubreytingum í varnarleiknum sé að liðið stigi aðeins ofar í 6:0 vörninni. „Það eru töluverðar breytingar á hópnum frá því í seinustu undankeppni. Við höfum verið að slípa inn nýja leikmenn og koma þeim inn í það sem við erum að gera. Við höfum verið að keyra svolítið markvissara seinni bylgjuna og bæta við þar líka. Sóknarlega erum við að koma inn einu og einu nýju kerfi.“ Íslenska liðið rennir blint í sjóinn að sumu leyti hvað varðar Ísraelska liðið sem það mætir um helgina og viðurkennir Arnar að það sé óþægilegt fyrir þjálfara. „Það er alveg óþolandi að vita ekki alveg hvað við erum að fara út í. Þannig er þetta bara í þessu tilfelli. Það eru að koma inn tveir nýir leikmenn sem eru í lykilhlutverki hjá þeim, miðjumanneskja og línumanneskja, úkraínskir leikmenn sem eru komnir með passa.“ „Það er nýr þjálfari sem tók við fyrir mánuði síðan. Við teljum okkur kannski vita hver grunnurinn er en við þurfum að spila smá skák í upphafi leiks á morgun, sjá hvað þær eru að gera og reyna að svara því.“ Allt viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Fyrri leikur Íslands og Ísrael hefst í dag klukkan 15:00 og fer eins og áður segir fram á Ásvöllum. Klippa: Viðtal við Arnar Pétursson Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Liðið hefur fengið fínan undirbúningstíma síðustu daga og lék tvo æfingaleiki um síðustu helgi. Valur Páll Eiríksson íþróttafréttamaður hitti Arnar Pétursson landsliðþjálfara að máli eftir æfingu liðsins í gær. „Þetta er búið að vera töluvert af æfingum og svo fengum við tvo mjög góða leiki við Færeyjar um helgina sem vonandi nýtast okkur mjög vel,“ sagði Arnar. Arnar segir að liðið sé búið að fara yfir alla þætti á æfingum fyrir leikina í dag og segir að ein af áherslubreytingum í varnarleiknum sé að liðið stigi aðeins ofar í 6:0 vörninni. „Það eru töluverðar breytingar á hópnum frá því í seinustu undankeppni. Við höfum verið að slípa inn nýja leikmenn og koma þeim inn í það sem við erum að gera. Við höfum verið að keyra svolítið markvissara seinni bylgjuna og bæta við þar líka. Sóknarlega erum við að koma inn einu og einu nýju kerfi.“ Íslenska liðið rennir blint í sjóinn að sumu leyti hvað varðar Ísraelska liðið sem það mætir um helgina og viðurkennir Arnar að það sé óþægilegt fyrir þjálfara. „Það er alveg óþolandi að vita ekki alveg hvað við erum að fara út í. Þannig er þetta bara í þessu tilfelli. Það eru að koma inn tveir nýir leikmenn sem eru í lykilhlutverki hjá þeim, miðjumanneskja og línumanneskja, úkraínskir leikmenn sem eru komnir með passa.“ „Það er nýr þjálfari sem tók við fyrir mánuði síðan. Við teljum okkur kannski vita hver grunnurinn er en við þurfum að spila smá skák í upphafi leiks á morgun, sjá hvað þær eru að gera og reyna að svara því.“ Allt viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Fyrri leikur Íslands og Ísrael hefst í dag klukkan 15:00 og fer eins og áður segir fram á Ásvöllum. Klippa: Viðtal við Arnar Pétursson
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira