„Þurfum að spila smá skák í upphafi leiks“ Smári Jökull Jónsson skrifar 5. nóvember 2022 11:15 Arnar Pétursson er landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik. Skjáskot Íslenska kvennalandsliðið í handbolta leikur um helgina tvo leiki gegn Ísrael en báðir leikirnir fara fram á Ásvöllum. Um er að ræða forkeppni HM 2023 en sigurvegarinn kemst áfram í umspil um laust sæti á HM í Danmörku, Svíþjóð og Noregi á næsta ári. Liðið hefur fengið fínan undirbúningstíma síðustu daga og lék tvo æfingaleiki um síðustu helgi. Valur Páll Eiríksson íþróttafréttamaður hitti Arnar Pétursson landsliðþjálfara að máli eftir æfingu liðsins í gær. „Þetta er búið að vera töluvert af æfingum og svo fengum við tvo mjög góða leiki við Færeyjar um helgina sem vonandi nýtast okkur mjög vel,“ sagði Arnar. Arnar segir að liðið sé búið að fara yfir alla þætti á æfingum fyrir leikina í dag og segir að ein af áherslubreytingum í varnarleiknum sé að liðið stigi aðeins ofar í 6:0 vörninni. „Það eru töluverðar breytingar á hópnum frá því í seinustu undankeppni. Við höfum verið að slípa inn nýja leikmenn og koma þeim inn í það sem við erum að gera. Við höfum verið að keyra svolítið markvissara seinni bylgjuna og bæta við þar líka. Sóknarlega erum við að koma inn einu og einu nýju kerfi.“ Íslenska liðið rennir blint í sjóinn að sumu leyti hvað varðar Ísraelska liðið sem það mætir um helgina og viðurkennir Arnar að það sé óþægilegt fyrir þjálfara. „Það er alveg óþolandi að vita ekki alveg hvað við erum að fara út í. Þannig er þetta bara í þessu tilfelli. Það eru að koma inn tveir nýir leikmenn sem eru í lykilhlutverki hjá þeim, miðjumanneskja og línumanneskja, úkraínskir leikmenn sem eru komnir með passa.“ „Það er nýr þjálfari sem tók við fyrir mánuði síðan. Við teljum okkur kannski vita hver grunnurinn er en við þurfum að spila smá skák í upphafi leiks á morgun, sjá hvað þær eru að gera og reyna að svara því.“ Allt viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Fyrri leikur Íslands og Ísrael hefst í dag klukkan 15:00 og fer eins og áður segir fram á Ásvöllum. Klippa: Viðtal við Arnar Pétursson Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Liðið hefur fengið fínan undirbúningstíma síðustu daga og lék tvo æfingaleiki um síðustu helgi. Valur Páll Eiríksson íþróttafréttamaður hitti Arnar Pétursson landsliðþjálfara að máli eftir æfingu liðsins í gær. „Þetta er búið að vera töluvert af æfingum og svo fengum við tvo mjög góða leiki við Færeyjar um helgina sem vonandi nýtast okkur mjög vel,“ sagði Arnar. Arnar segir að liðið sé búið að fara yfir alla þætti á æfingum fyrir leikina í dag og segir að ein af áherslubreytingum í varnarleiknum sé að liðið stigi aðeins ofar í 6:0 vörninni. „Það eru töluverðar breytingar á hópnum frá því í seinustu undankeppni. Við höfum verið að slípa inn nýja leikmenn og koma þeim inn í það sem við erum að gera. Við höfum verið að keyra svolítið markvissara seinni bylgjuna og bæta við þar líka. Sóknarlega erum við að koma inn einu og einu nýju kerfi.“ Íslenska liðið rennir blint í sjóinn að sumu leyti hvað varðar Ísraelska liðið sem það mætir um helgina og viðurkennir Arnar að það sé óþægilegt fyrir þjálfara. „Það er alveg óþolandi að vita ekki alveg hvað við erum að fara út í. Þannig er þetta bara í þessu tilfelli. Það eru að koma inn tveir nýir leikmenn sem eru í lykilhlutverki hjá þeim, miðjumanneskja og línumanneskja, úkraínskir leikmenn sem eru komnir með passa.“ „Það er nýr þjálfari sem tók við fyrir mánuði síðan. Við teljum okkur kannski vita hver grunnurinn er en við þurfum að spila smá skák í upphafi leiks á morgun, sjá hvað þær eru að gera og reyna að svara því.“ Allt viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Fyrri leikur Íslands og Ísrael hefst í dag klukkan 15:00 og fer eins og áður segir fram á Ásvöllum. Klippa: Viðtal við Arnar Pétursson
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira