Kvartar yfir „grimmum, hlutdrægum og kvikindislegum“ dómara Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2022 09:18 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Nick Wagner Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir að sem stjórnmálamaður eigi hann rétt á grið frá dómskerfi Bandaríkjanna þar til þingkosningarnar í næsta mánuði eru búnar. Trump fór í gær hörðum orðum yfir dómara sem heldur utan um eitt af þremur dómsmálum gegn honum í New York-ríki. Í færslum á eigin samfélagsmiðli sagði Trump að Arthur Engoron, dómari, væri grimmur, hlutdrægur og kvikindislegur. Einungis nokkrir dagar eru í að málaferlin í því máli, sem snýr að því að Trump og börn hans hafa verið sökuð um fjársvik og sakaði Trump dómarann um að taka þátt í ráðabruggi kommúnista um að taka yfir fyrirtæki hans. Réttarhöldin eiga að hefjast á fimmtudaginn og þá mun Engoron taka fyrir beiðni saksóknara um að óháður aðili verði fenginn til að vakta Trump Organization vegna ummerkja um að forsvarsmenn fyrirtækis Trump hafi gripið til aðgerða með því markmiði að komast hjá refsingu og mögulegum sektum. Meðal annars með því að stofna nýtt félag sem heitir Trump Organization II. Þá hefjast opnunarræður í málaferlum vegna meintra skattsvika fyrirtækis Trump á mánudaginn. Trump, sem þykir líklegur til að bjóða sig fram til forseta í þriðja sinn í kosningunum árið 2024, kvartaði einnig í áðurnefndar færslur á Truth Social yfir því að hann þyrfti að standa í málaferlum í kringum þingkosningarnar sem fara fram þann 8. Október. Repúblikanar þykja líklegir til að taka yfir stjórn beggja deilda Bandaríkjaþings í kosningunum. Sjá einnig: Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Trump hélt því fram að samkvæmt óskrifuðum reglum varðandi mál sem tengjast stjórnmálum séu ekki tekin fyrir þegar svo stutt er í kosningar. Með því að neita kröfum Trump við frest væru dómarar málanna að brjóta gegn langstandandi og kröftugri hefð. Hann ýjaði einnig að því að dómararnir væru að brjóta gegn óskrifuðum reglum og lögum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fréttaveitan segir að Engoron hafi komið að nokkrum öðrum málum gegn Trump og hafi ítrekað úrskurðað gegn honum. Hann hafi meðal dæmt hann fyrir að vanvirða dóm og sektað Trump fyrir að draga lappirnar varðandi afhendingu gagna. Engoron þvingaði Trump einnig til að bera vitni í einu máli þar sem Trump neitaði rúmlega fjögur hundruð sinnum að svara spurningum saksóknara og nýtti sér rétt Bandaríkjamanna til að sakbenda ekki sjálfa sig. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01 Sakfelldir fyrir ráðabrugg um að ræna ríkisstjóra Þrír karlmenn á þrítugs og fimmtungsaldri voru sakfelldir fyrir að leggja á ráðin um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir tilheyrðu vopnaðri öfgasveit sem mislíkaði aðgerðir Whitmer til að stemma stigu við kórónuveirufaraldrinum. 26. október 2022 16:02 Háleynileg gögn um Íran og Kína á heimili Trumps Flugskeytaáætlun Írans og upplýsingaöflun bandarísku leyniþjónustunnar um Kína eru á meðal þess sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði með sér við lok forsetíðar sinnar til heimilis hans í Flórída, Mar-a-Lago. 21. október 2022 20:42 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Í færslum á eigin samfélagsmiðli sagði Trump að Arthur Engoron, dómari, væri grimmur, hlutdrægur og kvikindislegur. Einungis nokkrir dagar eru í að málaferlin í því máli, sem snýr að því að Trump og börn hans hafa verið sökuð um fjársvik og sakaði Trump dómarann um að taka þátt í ráðabruggi kommúnista um að taka yfir fyrirtæki hans. Réttarhöldin eiga að hefjast á fimmtudaginn og þá mun Engoron taka fyrir beiðni saksóknara um að óháður aðili verði fenginn til að vakta Trump Organization vegna ummerkja um að forsvarsmenn fyrirtækis Trump hafi gripið til aðgerða með því markmiði að komast hjá refsingu og mögulegum sektum. Meðal annars með því að stofna nýtt félag sem heitir Trump Organization II. Þá hefjast opnunarræður í málaferlum vegna meintra skattsvika fyrirtækis Trump á mánudaginn. Trump, sem þykir líklegur til að bjóða sig fram til forseta í þriðja sinn í kosningunum árið 2024, kvartaði einnig í áðurnefndar færslur á Truth Social yfir því að hann þyrfti að standa í málaferlum í kringum þingkosningarnar sem fara fram þann 8. Október. Repúblikanar þykja líklegir til að taka yfir stjórn beggja deilda Bandaríkjaþings í kosningunum. Sjá einnig: Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Trump hélt því fram að samkvæmt óskrifuðum reglum varðandi mál sem tengjast stjórnmálum séu ekki tekin fyrir þegar svo stutt er í kosningar. Með því að neita kröfum Trump við frest væru dómarar málanna að brjóta gegn langstandandi og kröftugri hefð. Hann ýjaði einnig að því að dómararnir væru að brjóta gegn óskrifuðum reglum og lögum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fréttaveitan segir að Engoron hafi komið að nokkrum öðrum málum gegn Trump og hafi ítrekað úrskurðað gegn honum. Hann hafi meðal dæmt hann fyrir að vanvirða dóm og sektað Trump fyrir að draga lappirnar varðandi afhendingu gagna. Engoron þvingaði Trump einnig til að bera vitni í einu máli þar sem Trump neitaði rúmlega fjögur hundruð sinnum að svara spurningum saksóknara og nýtti sér rétt Bandaríkjamanna til að sakbenda ekki sjálfa sig.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01 Sakfelldir fyrir ráðabrugg um að ræna ríkisstjóra Þrír karlmenn á þrítugs og fimmtungsaldri voru sakfelldir fyrir að leggja á ráðin um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir tilheyrðu vopnaðri öfgasveit sem mislíkaði aðgerðir Whitmer til að stemma stigu við kórónuveirufaraldrinum. 26. október 2022 16:02 Háleynileg gögn um Íran og Kína á heimili Trumps Flugskeytaáætlun Írans og upplýsingaöflun bandarísku leyniþjónustunnar um Kína eru á meðal þess sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði með sér við lok forsetíðar sinnar til heimilis hans í Flórída, Mar-a-Lago. 21. október 2022 20:42 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01
Sakfelldir fyrir ráðabrugg um að ræna ríkisstjóra Þrír karlmenn á þrítugs og fimmtungsaldri voru sakfelldir fyrir að leggja á ráðin um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir tilheyrðu vopnaðri öfgasveit sem mislíkaði aðgerðir Whitmer til að stemma stigu við kórónuveirufaraldrinum. 26. október 2022 16:02
Háleynileg gögn um Íran og Kína á heimili Trumps Flugskeytaáætlun Írans og upplýsingaöflun bandarísku leyniþjónustunnar um Kína eru á meðal þess sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði með sér við lok forsetíðar sinnar til heimilis hans í Flórída, Mar-a-Lago. 21. október 2022 20:42