Spassky vill hvíla við hlið Fischers í Laugardælakirkjugarði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. október 2022 20:08 Boris Spassky hefur óskað eftir því að fá í hvíla í Laugardælakirkjugarði í Flóahreppi eftir sinn dag með Fischer. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var múgur og margmenni í Laugardælakirkjugarði í Flóahreppi í dag en ástæðan er sú að skákmeistararnir, sem eru nú að keppa í heimsmeistaramótinu í Slembiskák mættu þangað til að vitja leiðis Bobby Fischers, heimsmeistara í skák. Þar kom fram að Boris Spassky, sem tefldi á móti honum fyrir fimmtíu árum hefur óskað eftir því að fá í hvíla í garðinum eftir sinn dag með Fischer. Heimsmeistaramótið í Fischer-slembiskák fer nú fram á Íslandi í tilefni af 50 ára afmæli einvígis aldarinnar þar sem Bobby Fischer og Boris Spassky háðu einvígi í Laugardalshöll, sem endaði með heimsmeistaratitli Fishers. Keppendur heimsmeistaramótsins brugðu sér út úr borginni í dag og heimsóttu meðal annars kirkjugarðinn í Laugardælum í Flóahreppi þar sem Bobby Fischer hvílir. Það er alltaf mikið um að fólk komið að leiðinu, ekki síst erlendir ferðamenn. Skákmennirnir í dag voru ánægðir með að vera komnir að gröf heimsmeistarans. Eftir heimsóknina í Laugardælakirkjugarð var farið í heimsókn á Fischer setrið á Selfossi þar sem gestum og gangandi var boðið að skoða þetta glæsilega safn, sem tileinkað er Íslandsvininum heitnum Bobby Fischer. Keppendur á heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák, sem fer nú fram á Íslandi, við leiði Bobby Fishers í dag. Þetta eru þrír af keppendunum, ekki sáu allir sér fært að mæta.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þar eru ýmsir minjagripir, þar eru árituð skákborð og eitt og annað, sem er úr sögu þessa einvígis, sem er núna 50 ára. Svo þykir okkur náttúrlega mjög merkilegt að Fischer hvíli í kirkjugarðinum í Laugardælum, það vantar bara Spassky hérna við hliðina á honum,“ segir Ólafur Bjarnason, stjórnarformaður Fischers setursins á Selfossi. Já, talandi um Spassky, Guðmundur Þórarinsson, fyrrverandi formaður Skáksambandsins upplýsti um merkilegan hlut í kirkjugarðinum í dag, samtal á milli hans og Spasskys þegar hann kom á sínum tíma að leiði Fischers en Spassky býr í Moskvu í dag. „Og hann sagði mjög hugsi, hér vil ég vera grafinn, hann sagði það. Það yrði nú saga til næsta bæjar ef hann yrði jarðaður hér líka. Þá væru báðir keppendurnir í þessu frægasta skákeinvígi veraldarinnar, sem væru hér jarðaðir,“ segir Guðmundur. Guðmundur Þórarinsson að sýna þátttakanda á mótinu gamlar myndir í Fischer setrinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var í þessari frétt árið 2008 sem Spasský spurði hvort laust pláss væri hlið Fischers. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður var á staðnum þegar Spassky vitjaði leiðis Fischers og gerði fréttina: Árborg Skák Bobby Fischer HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Einvígi aldarinnar Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Heimsmeistaramótið í Fischer-slembiskák fer nú fram á Íslandi í tilefni af 50 ára afmæli einvígis aldarinnar þar sem Bobby Fischer og Boris Spassky háðu einvígi í Laugardalshöll, sem endaði með heimsmeistaratitli Fishers. Keppendur heimsmeistaramótsins brugðu sér út úr borginni í dag og heimsóttu meðal annars kirkjugarðinn í Laugardælum í Flóahreppi þar sem Bobby Fischer hvílir. Það er alltaf mikið um að fólk komið að leiðinu, ekki síst erlendir ferðamenn. Skákmennirnir í dag voru ánægðir með að vera komnir að gröf heimsmeistarans. Eftir heimsóknina í Laugardælakirkjugarð var farið í heimsókn á Fischer setrið á Selfossi þar sem gestum og gangandi var boðið að skoða þetta glæsilega safn, sem tileinkað er Íslandsvininum heitnum Bobby Fischer. Keppendur á heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák, sem fer nú fram á Íslandi, við leiði Bobby Fishers í dag. Þetta eru þrír af keppendunum, ekki sáu allir sér fært að mæta.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þar eru ýmsir minjagripir, þar eru árituð skákborð og eitt og annað, sem er úr sögu þessa einvígis, sem er núna 50 ára. Svo þykir okkur náttúrlega mjög merkilegt að Fischer hvíli í kirkjugarðinum í Laugardælum, það vantar bara Spassky hérna við hliðina á honum,“ segir Ólafur Bjarnason, stjórnarformaður Fischers setursins á Selfossi. Já, talandi um Spassky, Guðmundur Þórarinsson, fyrrverandi formaður Skáksambandsins upplýsti um merkilegan hlut í kirkjugarðinum í dag, samtal á milli hans og Spasskys þegar hann kom á sínum tíma að leiði Fischers en Spassky býr í Moskvu í dag. „Og hann sagði mjög hugsi, hér vil ég vera grafinn, hann sagði það. Það yrði nú saga til næsta bæjar ef hann yrði jarðaður hér líka. Þá væru báðir keppendurnir í þessu frægasta skákeinvígi veraldarinnar, sem væru hér jarðaðir,“ segir Guðmundur. Guðmundur Þórarinsson að sýna þátttakanda á mótinu gamlar myndir í Fischer setrinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var í þessari frétt árið 2008 sem Spasský spurði hvort laust pláss væri hlið Fischers. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður var á staðnum þegar Spassky vitjaði leiðis Fischers og gerði fréttina:
Árborg Skák Bobby Fischer HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Einvígi aldarinnar Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira