Halldór fer með rangt mál Róbert Farestveit og Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifa 21. október 2022 16:00 Í aðdraganda kjarasamninga er því iðulega haldið fram að lítið sem ekkert svigrúm sé til launahækkana. Slíkar fullyrðingar hafa verið settar fram frá fjármálahruni óháð stöðu efnahagslífs, bæði í uppsveiflu og niðursveiflu. Halldór Benjamín, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, sagði þetta ekki vera rétt í pallborðsumræðum eftir kynningu á hagspá Landsbankans. Verkalýðsforystan þekkir hins vegar mætavel að atvinnurekendur töldu lítið eða ekkert svigrúm til staðar árið 2012[1], 2013[2], 2015[3] og 2018[4]. Samtök Atvinnulífsins nota gjarnan þá þumalputtareglu að svigrúm til launahækkana sé 4%, það er 2,5% verðbólgumarkmið að viðbættri forsendu um 1,5% framleiðnivöxt. En hvers vegna hefur þá kaupmáttur vaxið síðasta áratug og verðbólga verið lág? Fyrir þessu eru tvær ástæður. Raunlaun lækkuðu verulega í hruninu Launahlutfall lýsir þeim hluta verðmætasköpunar sem rennur til launafólks í formi launa og tengdra gjalda. Á árunum 2007-2009 varð óðaverðbólga og efnahagshrun til þess að lækka raunlaun, þ.e. kaupmátt launa. Þessu kjósa atvinnurekendur að horfa framhjá. Launahlutfallið féll um 18 prósentustig, m.ö.o. sá hlutur sem fyrirtæki greiddu í laun og tengd gjöld lækkaði og sá hlutur sem rann til eigenda jókst. Síðastliðinn áratug hefur verkalýðshreyfingin verið að vinna upp tapaðan kaupmátt. Með öðrum orðum, þá var svigrúm til launahækkana. Launahlutfall er í dag í takt við langtímameðaltal. Hafa ber þó í huga að hluti af hækkuninni skýrist af auknu umfangi ferðaþjónustunnar í verðmætasköpun, þ.e. mannaflafrekri grein með hátt launahlutfall. Aðsent Framleiðnivöxtur er vanmetinn Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins vísar einnig til þess að laun geti að jafnaði einungis hækkað um 4%, þ.e. verðbólgumarkmið að viðbættri forsendu um 1,5% framleiðnivöxt. Hefði verkalýðshreyfingin fylgt einfaldri þumalputtareglu um 2,5% + framleiðni frá efnahagshruni hefðu laun á Íslandi verið 297 milljörðum lægri á árinu 2021 en raunin varð. Líkt og ASÍ hefur bent á eru útreikningar á framleiðni verulega háðir forsendum, aðferðum, viðmiðunartímabilum og gögnum.[5] Réttast er að horfa á framleiðnivöxt í einkageira og undanskilja áhrif hins opinbera.[6] Sé miðað við einkageirann var framleiðnivöxtur meiri en 1,5% 16 af 24 síðustu árum og að meðaltali 3,3% á ári. Á síðasta ári jókst framleiðni um 4,1%.[7] Einföld þumalputtaregla um 1,5% framleiðnivöxt felur að líkindum í sér vanmat á framleiðnivexti og þar af leiðandi svigrúmi til launahækkana. Í þriðja lagi felur slík einföldun í sér að ekki er horft til áhrifa viðskiptakjara en þróun viðskiptakjara er hluti af svigrúmi til launahækkana. Viðskiptakjör hafa áhrif á getu útflutningsgreina til að standa undir launahækkunum, bæði jákvæð og neikvæð.[8] Aðsent Verkefnið framundan Með því að hrópa úlfur úlfur og lýsa því alltaf yfir að ekkert svigrúm sé til staðar, þó afkoma fyrirtækja fari vaxandi, þó viðskiptakjör fari batnandi og launahlutfall sé stöðugt tala atvinnurekendur upp verðbólgu og verðbólguvæntingar. Það er ábyrgðarhluti að segja rétt frá. Því ber þó að fagna að nýr tónn heyrðist Halldóri í pallborðinu þar sem hann tók undir með verkalýðshreyfingunni og sagði að svigrúm væri til staðar en því þyrfti að ráðstafa rétt. Það er verkefni komandi kjaraviðræðna. Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ Róbert Farestveit, hagfræðingur ASÍ [1] https://www.visir.is/g/20121423392d [2] https://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/09/25/svigrum_til_launahaekkana_0_5_2_prosent/ [3] https://www.visir.is/g/2015150109474/svigrum-til-launahaekkana-3-til-4-prosent [4] https://www.sa.is/frettatengt/frettir/svigrum-til-launahaekkana-litid [5] Sjá https://www.asi.is/media/317640/greinargerd-thjodhagsrad-laun-og-framleidni-1.pdf [6] Verg landsframleiðsla mælir verðmæti vara og þjónustu sem framleidd er í landinu. Fyrir vörur og þjónustu sem seld er á markaði er meginreglan sú að notast er við markaðsverð. Þegar verðmæti samneyslu er metin er ekki hægt að notast við markaðsverð. Megnið er þjónusta sem hið opinbera fjármagnar og markaðsverð ekki til fyrir samneyslu. Verðmæti samneyslu í þjóðhagsreikningum byggir á kostnaði. Þess vegna eru gögn um framleiðni og launahlutfall ekki jafn upplýsandi fyrir samneyslu og fyrir einkageirann. [7] Sjá https://www.asi.is/frettir-og-utgafa/frettir/almennar-frettir/framleidni-haekkar-umfram-laun/ [8] Viðskiptakjarabati felst í því að verðlag á útflutningi hækkar í hlutfalli við verðlag á innflutningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Efnahagsmál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kjarasamninga er því iðulega haldið fram að lítið sem ekkert svigrúm sé til launahækkana. Slíkar fullyrðingar hafa verið settar fram frá fjármálahruni óháð stöðu efnahagslífs, bæði í uppsveiflu og niðursveiflu. Halldór Benjamín, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, sagði þetta ekki vera rétt í pallborðsumræðum eftir kynningu á hagspá Landsbankans. Verkalýðsforystan þekkir hins vegar mætavel að atvinnurekendur töldu lítið eða ekkert svigrúm til staðar árið 2012[1], 2013[2], 2015[3] og 2018[4]. Samtök Atvinnulífsins nota gjarnan þá þumalputtareglu að svigrúm til launahækkana sé 4%, það er 2,5% verðbólgumarkmið að viðbættri forsendu um 1,5% framleiðnivöxt. En hvers vegna hefur þá kaupmáttur vaxið síðasta áratug og verðbólga verið lág? Fyrir þessu eru tvær ástæður. Raunlaun lækkuðu verulega í hruninu Launahlutfall lýsir þeim hluta verðmætasköpunar sem rennur til launafólks í formi launa og tengdra gjalda. Á árunum 2007-2009 varð óðaverðbólga og efnahagshrun til þess að lækka raunlaun, þ.e. kaupmátt launa. Þessu kjósa atvinnurekendur að horfa framhjá. Launahlutfallið féll um 18 prósentustig, m.ö.o. sá hlutur sem fyrirtæki greiddu í laun og tengd gjöld lækkaði og sá hlutur sem rann til eigenda jókst. Síðastliðinn áratug hefur verkalýðshreyfingin verið að vinna upp tapaðan kaupmátt. Með öðrum orðum, þá var svigrúm til launahækkana. Launahlutfall er í dag í takt við langtímameðaltal. Hafa ber þó í huga að hluti af hækkuninni skýrist af auknu umfangi ferðaþjónustunnar í verðmætasköpun, þ.e. mannaflafrekri grein með hátt launahlutfall. Aðsent Framleiðnivöxtur er vanmetinn Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins vísar einnig til þess að laun geti að jafnaði einungis hækkað um 4%, þ.e. verðbólgumarkmið að viðbættri forsendu um 1,5% framleiðnivöxt. Hefði verkalýðshreyfingin fylgt einfaldri þumalputtareglu um 2,5% + framleiðni frá efnahagshruni hefðu laun á Íslandi verið 297 milljörðum lægri á árinu 2021 en raunin varð. Líkt og ASÍ hefur bent á eru útreikningar á framleiðni verulega háðir forsendum, aðferðum, viðmiðunartímabilum og gögnum.[5] Réttast er að horfa á framleiðnivöxt í einkageira og undanskilja áhrif hins opinbera.[6] Sé miðað við einkageirann var framleiðnivöxtur meiri en 1,5% 16 af 24 síðustu árum og að meðaltali 3,3% á ári. Á síðasta ári jókst framleiðni um 4,1%.[7] Einföld þumalputtaregla um 1,5% framleiðnivöxt felur að líkindum í sér vanmat á framleiðnivexti og þar af leiðandi svigrúmi til launahækkana. Í þriðja lagi felur slík einföldun í sér að ekki er horft til áhrifa viðskiptakjara en þróun viðskiptakjara er hluti af svigrúmi til launahækkana. Viðskiptakjör hafa áhrif á getu útflutningsgreina til að standa undir launahækkunum, bæði jákvæð og neikvæð.[8] Aðsent Verkefnið framundan Með því að hrópa úlfur úlfur og lýsa því alltaf yfir að ekkert svigrúm sé til staðar, þó afkoma fyrirtækja fari vaxandi, þó viðskiptakjör fari batnandi og launahlutfall sé stöðugt tala atvinnurekendur upp verðbólgu og verðbólguvæntingar. Það er ábyrgðarhluti að segja rétt frá. Því ber þó að fagna að nýr tónn heyrðist Halldóri í pallborðinu þar sem hann tók undir með verkalýðshreyfingunni og sagði að svigrúm væri til staðar en því þyrfti að ráðstafa rétt. Það er verkefni komandi kjaraviðræðna. Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ Róbert Farestveit, hagfræðingur ASÍ [1] https://www.visir.is/g/20121423392d [2] https://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/09/25/svigrum_til_launahaekkana_0_5_2_prosent/ [3] https://www.visir.is/g/2015150109474/svigrum-til-launahaekkana-3-til-4-prosent [4] https://www.sa.is/frettatengt/frettir/svigrum-til-launahaekkana-litid [5] Sjá https://www.asi.is/media/317640/greinargerd-thjodhagsrad-laun-og-framleidni-1.pdf [6] Verg landsframleiðsla mælir verðmæti vara og þjónustu sem framleidd er í landinu. Fyrir vörur og þjónustu sem seld er á markaði er meginreglan sú að notast er við markaðsverð. Þegar verðmæti samneyslu er metin er ekki hægt að notast við markaðsverð. Megnið er þjónusta sem hið opinbera fjármagnar og markaðsverð ekki til fyrir samneyslu. Verðmæti samneyslu í þjóðhagsreikningum byggir á kostnaði. Þess vegna eru gögn um framleiðni og launahlutfall ekki jafn upplýsandi fyrir samneyslu og fyrir einkageirann. [7] Sjá https://www.asi.is/frettir-og-utgafa/frettir/almennar-frettir/framleidni-haekkar-umfram-laun/ [8] Viðskiptakjarabati felst í því að verðlag á útflutningi hækkar í hlutfalli við verðlag á innflutningi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar