Lygasögurnar það allra versta Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. október 2022 19:18 Sædís Hrönn Samúelsdóttir og Ísabella Von Sædísardóttir hafa staðið ráðalausar frammi fyrir eineltinu sem Ísabella hefur sætt síðustu mánuði. Vísir/Arnar Móðir tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis segir það skelfilegra en orð fá lýst að horfa upp á samnemendur kvelja dóttur hennar svo mánuðum skiptir. Þær mæðgur telja á fjórða tug krakka í gerendahópnum. Stúlkan segir lygasögurnar það versta við eineltið. Myndskeið sem tekið var af árás stúlknahóps á hina tólf ára Ísabellu Von í Smáralind í ágúst hefur vakið mikla athygli nú í vikunni eftir að móðir hennar, Sædís Hrönn Samúelsdóttir, deildi því á samfélagsmiðlum. Ísabella er í 8. bekk í Hraunavallaskóla og hefur sætt hryllilegu einelti af hálfu jafnaldra sinna síðasta rúma árið. Eineltið birtist ekki aðeins í ofbeldi heldur einnig í skelfilegum skilaboðum á samfélagsmiðlum. Ísabellu hefur ítrekað verið sagt að hún ætti að drepa sig. Og loks bar eineltið hana ofurliði í gær; hún reyndi að taka eigið líf. Við hittum mæðgurnar í dag, nýkomnar heim af spítalanum. „Þetta bara versnar og versnar með hverjum deginum. Ég held alltaf að botninum sé náð en það bara versnar og versnar og versnar,“ segir Sædís, innt eftir því hvernig síðustu mánuðir hafi verið hjá þeim mæðgum. Vísir/Sara Hvernig er það fyrir þig sem móður hennar að sjá þetta? „Þetta er bara ógeðslegt sko. Maður getur ekki einu sinni ímyndað sér eitthvað svona. Þetta er bara skelfilegt.“ Fékk heilahristing eftir barsmíðarnar Ísabella segir skilaboðum frá gerendum hafa rignt inn allan liðlangan daginn frá því hún byrjaði í Hraunavallaskóla í fyrra. Hún þekkir flesta í gerendahópnum, sem þær mæðgur telja skipaðan um 35 manns. „Svo eru fleiri sem senda nafnlaus skilaboð og fleiri í því sem ég kalla klappliðið. Aðrir sem dreifa, pískra og hvísla á göngunum í skólanum,“ segir Sædís. Hvað er búið að vera erfiðast við þetta? „Eiginlega bara allar lygasögurnar,“ segir Ísabella. Hún segir það hafa verið hryllilegt þegar gerendur gengu í skrokk á henni, líkt og sést á myndböndunum sem farið hafa í dreifingu. Hún segist hafa meitt sig lítillega við barsmíðarnar en móðir hennar tekur dýpra í árinni. „Heilahristing, og marbletti og skrámur og eitthvað. Sem betur fer ekki meira. En hefði getað endað bara hryllilega,“ segir Sædís. Mæðgurnar hafa upplifað sig máttlausa gagnvart eineltinu, sem meira að segja er komið inn á borð lögreglu, en þær vona að nú horfi til betri vegar. Stuðningsyfirlýsingum hefur í það minnsta rignt yfir Ísabellu frá því í morgun. „Fyrirgefningar. Og að ég eigi þetta ekki skilið og eitthvað.“ Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04 Vísbendingar um að einelti hafi aukist eftir Covid Móðir tólf ára stúlku, sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis, lýsir nær algjöru vonleysi í máli dóttur sinnar. Myndbönd af árásum jafnaldra á stúlkunna hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Verkefnastjóri hjá Barnaheillum segir málið ólýsanlega sorglegt og að vísbendingar séu um að einelti hafi jafnvel aukist hér á landi eftir Covid. 19. október 2022 14:31 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Sjá meira
Myndskeið sem tekið var af árás stúlknahóps á hina tólf ára Ísabellu Von í Smáralind í ágúst hefur vakið mikla athygli nú í vikunni eftir að móðir hennar, Sædís Hrönn Samúelsdóttir, deildi því á samfélagsmiðlum. Ísabella er í 8. bekk í Hraunavallaskóla og hefur sætt hryllilegu einelti af hálfu jafnaldra sinna síðasta rúma árið. Eineltið birtist ekki aðeins í ofbeldi heldur einnig í skelfilegum skilaboðum á samfélagsmiðlum. Ísabellu hefur ítrekað verið sagt að hún ætti að drepa sig. Og loks bar eineltið hana ofurliði í gær; hún reyndi að taka eigið líf. Við hittum mæðgurnar í dag, nýkomnar heim af spítalanum. „Þetta bara versnar og versnar með hverjum deginum. Ég held alltaf að botninum sé náð en það bara versnar og versnar og versnar,“ segir Sædís, innt eftir því hvernig síðustu mánuðir hafi verið hjá þeim mæðgum. Vísir/Sara Hvernig er það fyrir þig sem móður hennar að sjá þetta? „Þetta er bara ógeðslegt sko. Maður getur ekki einu sinni ímyndað sér eitthvað svona. Þetta er bara skelfilegt.“ Fékk heilahristing eftir barsmíðarnar Ísabella segir skilaboðum frá gerendum hafa rignt inn allan liðlangan daginn frá því hún byrjaði í Hraunavallaskóla í fyrra. Hún þekkir flesta í gerendahópnum, sem þær mæðgur telja skipaðan um 35 manns. „Svo eru fleiri sem senda nafnlaus skilaboð og fleiri í því sem ég kalla klappliðið. Aðrir sem dreifa, pískra og hvísla á göngunum í skólanum,“ segir Sædís. Hvað er búið að vera erfiðast við þetta? „Eiginlega bara allar lygasögurnar,“ segir Ísabella. Hún segir það hafa verið hryllilegt þegar gerendur gengu í skrokk á henni, líkt og sést á myndböndunum sem farið hafa í dreifingu. Hún segist hafa meitt sig lítillega við barsmíðarnar en móðir hennar tekur dýpra í árinni. „Heilahristing, og marbletti og skrámur og eitthvað. Sem betur fer ekki meira. En hefði getað endað bara hryllilega,“ segir Sædís. Mæðgurnar hafa upplifað sig máttlausa gagnvart eineltinu, sem meira að segja er komið inn á borð lögreglu, en þær vona að nú horfi til betri vegar. Stuðningsyfirlýsingum hefur í það minnsta rignt yfir Ísabellu frá því í morgun. „Fyrirgefningar. Og að ég eigi þetta ekki skilið og eitthvað.“
Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04 Vísbendingar um að einelti hafi aukist eftir Covid Móðir tólf ára stúlku, sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis, lýsir nær algjöru vonleysi í máli dóttur sinnar. Myndbönd af árásum jafnaldra á stúlkunna hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Verkefnastjóri hjá Barnaheillum segir málið ólýsanlega sorglegt og að vísbendingar séu um að einelti hafi jafnvel aukist hér á landi eftir Covid. 19. október 2022 14:31 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Sjá meira
Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04
Vísbendingar um að einelti hafi aukist eftir Covid Móðir tólf ára stúlku, sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis, lýsir nær algjöru vonleysi í máli dóttur sinnar. Myndbönd af árásum jafnaldra á stúlkunna hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Verkefnastjóri hjá Barnaheillum segir málið ólýsanlega sorglegt og að vísbendingar séu um að einelti hafi jafnvel aukist hér á landi eftir Covid. 19. október 2022 14:31
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði