Lygasögurnar það allra versta Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. október 2022 19:18 Sædís Hrönn Samúelsdóttir og Ísabella Von Sædísardóttir hafa staðið ráðalausar frammi fyrir eineltinu sem Ísabella hefur sætt síðustu mánuði. Vísir/Arnar Móðir tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis segir það skelfilegra en orð fá lýst að horfa upp á samnemendur kvelja dóttur hennar svo mánuðum skiptir. Þær mæðgur telja á fjórða tug krakka í gerendahópnum. Stúlkan segir lygasögurnar það versta við eineltið. Myndskeið sem tekið var af árás stúlknahóps á hina tólf ára Ísabellu Von í Smáralind í ágúst hefur vakið mikla athygli nú í vikunni eftir að móðir hennar, Sædís Hrönn Samúelsdóttir, deildi því á samfélagsmiðlum. Ísabella er í 8. bekk í Hraunavallaskóla og hefur sætt hryllilegu einelti af hálfu jafnaldra sinna síðasta rúma árið. Eineltið birtist ekki aðeins í ofbeldi heldur einnig í skelfilegum skilaboðum á samfélagsmiðlum. Ísabellu hefur ítrekað verið sagt að hún ætti að drepa sig. Og loks bar eineltið hana ofurliði í gær; hún reyndi að taka eigið líf. Við hittum mæðgurnar í dag, nýkomnar heim af spítalanum. „Þetta bara versnar og versnar með hverjum deginum. Ég held alltaf að botninum sé náð en það bara versnar og versnar og versnar,“ segir Sædís, innt eftir því hvernig síðustu mánuðir hafi verið hjá þeim mæðgum. Vísir/Sara Hvernig er það fyrir þig sem móður hennar að sjá þetta? „Þetta er bara ógeðslegt sko. Maður getur ekki einu sinni ímyndað sér eitthvað svona. Þetta er bara skelfilegt.“ Fékk heilahristing eftir barsmíðarnar Ísabella segir skilaboðum frá gerendum hafa rignt inn allan liðlangan daginn frá því hún byrjaði í Hraunavallaskóla í fyrra. Hún þekkir flesta í gerendahópnum, sem þær mæðgur telja skipaðan um 35 manns. „Svo eru fleiri sem senda nafnlaus skilaboð og fleiri í því sem ég kalla klappliðið. Aðrir sem dreifa, pískra og hvísla á göngunum í skólanum,“ segir Sædís. Hvað er búið að vera erfiðast við þetta? „Eiginlega bara allar lygasögurnar,“ segir Ísabella. Hún segir það hafa verið hryllilegt þegar gerendur gengu í skrokk á henni, líkt og sést á myndböndunum sem farið hafa í dreifingu. Hún segist hafa meitt sig lítillega við barsmíðarnar en móðir hennar tekur dýpra í árinni. „Heilahristing, og marbletti og skrámur og eitthvað. Sem betur fer ekki meira. En hefði getað endað bara hryllilega,“ segir Sædís. Mæðgurnar hafa upplifað sig máttlausa gagnvart eineltinu, sem meira að segja er komið inn á borð lögreglu, en þær vona að nú horfi til betri vegar. Stuðningsyfirlýsingum hefur í það minnsta rignt yfir Ísabellu frá því í morgun. „Fyrirgefningar. Og að ég eigi þetta ekki skilið og eitthvað.“ Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04 Vísbendingar um að einelti hafi aukist eftir Covid Móðir tólf ára stúlku, sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis, lýsir nær algjöru vonleysi í máli dóttur sinnar. Myndbönd af árásum jafnaldra á stúlkunna hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Verkefnastjóri hjá Barnaheillum segir málið ólýsanlega sorglegt og að vísbendingar séu um að einelti hafi jafnvel aukist hér á landi eftir Covid. 19. október 2022 14:31 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Myndskeið sem tekið var af árás stúlknahóps á hina tólf ára Ísabellu Von í Smáralind í ágúst hefur vakið mikla athygli nú í vikunni eftir að móðir hennar, Sædís Hrönn Samúelsdóttir, deildi því á samfélagsmiðlum. Ísabella er í 8. bekk í Hraunavallaskóla og hefur sætt hryllilegu einelti af hálfu jafnaldra sinna síðasta rúma árið. Eineltið birtist ekki aðeins í ofbeldi heldur einnig í skelfilegum skilaboðum á samfélagsmiðlum. Ísabellu hefur ítrekað verið sagt að hún ætti að drepa sig. Og loks bar eineltið hana ofurliði í gær; hún reyndi að taka eigið líf. Við hittum mæðgurnar í dag, nýkomnar heim af spítalanum. „Þetta bara versnar og versnar með hverjum deginum. Ég held alltaf að botninum sé náð en það bara versnar og versnar og versnar,“ segir Sædís, innt eftir því hvernig síðustu mánuðir hafi verið hjá þeim mæðgum. Vísir/Sara Hvernig er það fyrir þig sem móður hennar að sjá þetta? „Þetta er bara ógeðslegt sko. Maður getur ekki einu sinni ímyndað sér eitthvað svona. Þetta er bara skelfilegt.“ Fékk heilahristing eftir barsmíðarnar Ísabella segir skilaboðum frá gerendum hafa rignt inn allan liðlangan daginn frá því hún byrjaði í Hraunavallaskóla í fyrra. Hún þekkir flesta í gerendahópnum, sem þær mæðgur telja skipaðan um 35 manns. „Svo eru fleiri sem senda nafnlaus skilaboð og fleiri í því sem ég kalla klappliðið. Aðrir sem dreifa, pískra og hvísla á göngunum í skólanum,“ segir Sædís. Hvað er búið að vera erfiðast við þetta? „Eiginlega bara allar lygasögurnar,“ segir Ísabella. Hún segir það hafa verið hryllilegt þegar gerendur gengu í skrokk á henni, líkt og sést á myndböndunum sem farið hafa í dreifingu. Hún segist hafa meitt sig lítillega við barsmíðarnar en móðir hennar tekur dýpra í árinni. „Heilahristing, og marbletti og skrámur og eitthvað. Sem betur fer ekki meira. En hefði getað endað bara hryllilega,“ segir Sædís. Mæðgurnar hafa upplifað sig máttlausa gagnvart eineltinu, sem meira að segja er komið inn á borð lögreglu, en þær vona að nú horfi til betri vegar. Stuðningsyfirlýsingum hefur í það minnsta rignt yfir Ísabellu frá því í morgun. „Fyrirgefningar. Og að ég eigi þetta ekki skilið og eitthvað.“
Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04 Vísbendingar um að einelti hafi aukist eftir Covid Móðir tólf ára stúlku, sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis, lýsir nær algjöru vonleysi í máli dóttur sinnar. Myndbönd af árásum jafnaldra á stúlkunna hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Verkefnastjóri hjá Barnaheillum segir málið ólýsanlega sorglegt og að vísbendingar séu um að einelti hafi jafnvel aukist hér á landi eftir Covid. 19. október 2022 14:31 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04
Vísbendingar um að einelti hafi aukist eftir Covid Móðir tólf ára stúlku, sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis, lýsir nær algjöru vonleysi í máli dóttur sinnar. Myndbönd af árásum jafnaldra á stúlkunna hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Verkefnastjóri hjá Barnaheillum segir málið ólýsanlega sorglegt og að vísbendingar séu um að einelti hafi jafnvel aukist hér á landi eftir Covid. 19. október 2022 14:31