Dregur til tíðinda í málsókn Gráa hersins gegn ríkinu Wilhelm W. G. Wessman skrifar 19. október 2022 13:32 Nýverið fékk ég eftirfarandi stöðumat á málaferlunum frá lögmönnum okkar þeim Daniel Isebarn Ágústsyni og Flóka Ásgeirssyni. Eins og þið kannski þekkið hafa málin þrjú verið tekin til dóms í Hæstarétti sem mun kveða upp dóma á næstu 3-4 vikum. Flutningur málanna fyrir Hæstarétti gekk vel og ekkert kom á óvart í málatilbúnaði ríkisins. Sem fyrr stendur ágreiningurinn um það hvort lífeyrir almannatrygginga njóti verndar sem eign, hvort breytingar á skerðingaráhrifum lífeyrissjóðsgreiðslna á lífeyri almannatrygginga feli jafnframt í sér inngrip í fyrrnefndu réttindin (sem ágreiningslaust er að teljast eign) og hvort hinar umdeildu breytingar standist þær kröfur sem stjórnarskráin og mannréttindasáttmáli Evrópu gera til löggjafans þegar hann setur reglur er raska eignum borgaranna. Gjafsóknarleyfi fengust útgefin skömmu fyrir aðalmeðferðina og því njóta allir áfrýjendur gjafsóknar. Eins og í héraði er það í höndum dómaranna að ákveða gjafsóknarkostnað með dómi. Þess má vænta að hann verði svipaður því sem ákveðið var í héraði. En hvert var upphafið að málsókninni? Þegar ég fór að nálgast eftirlaunaaldur fór ég að skoða hvað ég fengi í eftirlaun frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna sem ég hafði greitt til í 45 ár og eftirlaun frá Tryggingastofnun, ég neita að kalla þetta ellilífeyri, þetta er ekki fátækrastyrkur. Ég öðlast réttindi til greiðslu frá TR með því að greiða skatt alla mína starfsævi, í mínu tilviki frá 16 ára aldri og er enn að. Ég tók þátt í stofnun eins af lífeyrissjóðunum árið 1968 og þekki því vel hver tilgangur þeirra er, en eftirlaunakerfi okkar er byggt á þremur stoðum: Greiðslum frá TR. Greiðslum úr lífeyrissjóði. Frjálsum sparnaði. Lífeyrissjóðirnir voru ekki stofnaðir til að niðurgreiða greiðslur frá TR, heldur sem viðbót við greiðslur frá TR. Eftir skatt og skerðingar fékk ég greiðslu frá TR fyrir september 2022 kr. 122.620 og greiðslur fyrir sama mánuð frá LIVE kr. 261.603, eða samanlagt kr. 384.223 eftir að hafa greitt í lífeyrissjóð í 45 ár og skatta og útsvar í 64 ár. Ég hef ekki aðrar tekjur. En lítum nú á hvað ríkið ver miklum fjármunum til að standa undir skuldbindingum við eldri borgara. Sú upphæð nemur aðeins 2,6% af vergri landsframleiðslu! Á hinum Norðurlöndunum er hlutfallið 5,4% - 11%, og meðaltal OECD landa er 8,2%! Svona er nú munurinn á hugarfari ráðamanna þar og hér gagnvart eldri borgurum. Með því að vinna þetta sanngirnismál myndi krónunum í buddum eldri borgara fjölga og landsmenn búa við aukið réttlæti. Höfundur er fyrsti varaþingmaður Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Eldri borgarar Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Nýverið fékk ég eftirfarandi stöðumat á málaferlunum frá lögmönnum okkar þeim Daniel Isebarn Ágústsyni og Flóka Ásgeirssyni. Eins og þið kannski þekkið hafa málin þrjú verið tekin til dóms í Hæstarétti sem mun kveða upp dóma á næstu 3-4 vikum. Flutningur málanna fyrir Hæstarétti gekk vel og ekkert kom á óvart í málatilbúnaði ríkisins. Sem fyrr stendur ágreiningurinn um það hvort lífeyrir almannatrygginga njóti verndar sem eign, hvort breytingar á skerðingaráhrifum lífeyrissjóðsgreiðslna á lífeyri almannatrygginga feli jafnframt í sér inngrip í fyrrnefndu réttindin (sem ágreiningslaust er að teljast eign) og hvort hinar umdeildu breytingar standist þær kröfur sem stjórnarskráin og mannréttindasáttmáli Evrópu gera til löggjafans þegar hann setur reglur er raska eignum borgaranna. Gjafsóknarleyfi fengust útgefin skömmu fyrir aðalmeðferðina og því njóta allir áfrýjendur gjafsóknar. Eins og í héraði er það í höndum dómaranna að ákveða gjafsóknarkostnað með dómi. Þess má vænta að hann verði svipaður því sem ákveðið var í héraði. En hvert var upphafið að málsókninni? Þegar ég fór að nálgast eftirlaunaaldur fór ég að skoða hvað ég fengi í eftirlaun frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna sem ég hafði greitt til í 45 ár og eftirlaun frá Tryggingastofnun, ég neita að kalla þetta ellilífeyri, þetta er ekki fátækrastyrkur. Ég öðlast réttindi til greiðslu frá TR með því að greiða skatt alla mína starfsævi, í mínu tilviki frá 16 ára aldri og er enn að. Ég tók þátt í stofnun eins af lífeyrissjóðunum árið 1968 og þekki því vel hver tilgangur þeirra er, en eftirlaunakerfi okkar er byggt á þremur stoðum: Greiðslum frá TR. Greiðslum úr lífeyrissjóði. Frjálsum sparnaði. Lífeyrissjóðirnir voru ekki stofnaðir til að niðurgreiða greiðslur frá TR, heldur sem viðbót við greiðslur frá TR. Eftir skatt og skerðingar fékk ég greiðslu frá TR fyrir september 2022 kr. 122.620 og greiðslur fyrir sama mánuð frá LIVE kr. 261.603, eða samanlagt kr. 384.223 eftir að hafa greitt í lífeyrissjóð í 45 ár og skatta og útsvar í 64 ár. Ég hef ekki aðrar tekjur. En lítum nú á hvað ríkið ver miklum fjármunum til að standa undir skuldbindingum við eldri borgara. Sú upphæð nemur aðeins 2,6% af vergri landsframleiðslu! Á hinum Norðurlöndunum er hlutfallið 5,4% - 11%, og meðaltal OECD landa er 8,2%! Svona er nú munurinn á hugarfari ráðamanna þar og hér gagnvart eldri borgurum. Með því að vinna þetta sanngirnismál myndi krónunum í buddum eldri borgara fjölga og landsmenn búa við aukið réttlæti. Höfundur er fyrsti varaþingmaður Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar