Nýjar rannsóknir sýna risa gat á ósonlaginu yfir norðurskautinu Heimir Már Pétursson skrifar 18. október 2022 19:41 Vísindamenn töldu að búið væri að stöðva eyðingu ósonlagsins en svo reyndist ekki vera samkvæmt niðurstöðum rannsókna MOSAIC leiðangursins. Alfred Wegener stofnunin Sögulegur leiðangur á norðurskautið hefur leitt í ljós að ekki hefur tekist að stöðva eyðingu ósonlagsins eins og vonir stóðu til. Hins vegar er ekki of seint að stöðva eyðingu norðurskauts íssins með skipulegum aðgerðum þjóða heims. Í september 2019 hófst MOSAIC leiðangurinn svo kallaði, viðamesti rannsóknarleiðangur sögunnar um Norðuríshafið, þegar þýski ísbrjóturinn og rannsóknarskipið Pólstjarnan sigldi á norðurskautið og lét sig reka með ísnum þar í eitt ár. Hundruð vísindamanna frá tuttugu löndum tóku þátt í leiðangrinum. Vísindamenn létu þýska ísbrjótinn og rannsóknarskipið Pólstjörnuna reka með hafísnum um norðurskautið í eitt ár.Alfred Wegener stofnunin Þetta var í fyrsta skipti sem þetta var gert af vetri til og nú eru fyrstu niðurstöður farnar að líta dagsins ljós. Markus Rex sótti Hringborð norðurslóða um síðustu helgi. Hann kom að skipulagi MOSAIC leiðangursins og tók þátt í honum sem sérfræðingur. Hann segir fyrstu niðurstöður bæði góðar og slæmar. Hundruð vísindamanna frá 20 löndum tóku þátt í MOSAIC leiðangrinum.Alfred Wegener stofnunin Til að mynda hafi leiðangursmenn fundið stærsta gat á ósonlaginu sem nokkru sinni hafi fundist yfir norðurskautinu í 20 kílómetra hæð yfir leiðangrinum. Þetta komi á óvart tuttugu árum eftir að notkun ósóneyðandi efna var bönnuð. Dr. Markus Rex prófessor í loftlagseðlisfræði við Háskólann í Potsdam segir ánægjulegt að enn væri hægt að snúa bráðnun íssins á norðurskautinu við. Ábyrgð núverandi kynslóða væri mikil.Stöð 2/Arnar „Samt er ósonlagið ekki að lagast. Það fer versnandi á Norðurskautinu. Nú skiljum við að það er af því að niðurbrotsefni frá gasi eru enn til staðar í andrúmsloftinu og vegna víxlverkana gera loftslagsbreytingarnar þau ágengari. Það eru slæmar fréttir fyrir framtíð ósonlagsins á Norðurskautinu,“ segir Rex. Við erum síðasta kynslóðin sem getur bjargað norðurskautinu Þá hafi í fyrsta skipti tekist að mæla ísframleiðsluferlið að vetri til og niðurstöðurnar væru uppörvaldi. „Við sáum að undir ísnum nær sjórinn frostmarki allt niður á 14 metra dýpi áveturna. Meira að segja núna með hnattrænni hlýnun. Það er heilbrigður grunnur fyrir nýmyndun íss á veturna og við teljum að við séum enn í stöðu til að bjarga ísnum ef við stöðvum hnattræna hlýnun. Hann bregst mjög línulega við hlýnun og ef við stöðvum hlýnunina mun bráðnun íssins stöðvast. Það er gott. Þetta setur mikla ábyrgð á herðar okkar. Við erum síðasta kynslóðin sem getur bjargað hafísnum á norðurslóðum,“ segir Markus Rex. Markus Rex segir ánægjulegt að rannsóknarniðurstöður sýni að enn væri hægt að bjarga ísnum á Norðuríshafinu.Alfred Wegener stofnunin Einnig hafi komið á óvart að finna þorskstofn í kolniðamyrkri undir miðjum norðurskautsísnum. „Tegund sem maður hefði ekki búist við á miðju Norðurskautinu en nú sáum við að hún lifir þarna. Mjög lítil frjósemi, örugglega ekkert sem sjávarútvegurinn getur nýtt en það er áhugavert að sjá að þessar tegundir skuli lifa þarna,“ segir Markus Rex einn leiðangursmanna MOSAIC leiðangursins. Hringborð norðurslóða Loftslagsmál Norðurslóðir Vísindi Tengdar fréttir Ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun staðsett í Reykjavík Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða. 14. október 2022 20:16 Hringborðið staðfestir norðurslóðir sem meginvettvang á valdaskákborði heims Meiri pólitísk þungavigt á Hringborði norðurslóða en áður staðfestir að þessi heimshluti er orðinn meginvettvangur á valdaskákborði heimsins. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson sem setti ráðstefnuna í Reykjavík í dag. 13. október 2022 21:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira
Í september 2019 hófst MOSAIC leiðangurinn svo kallaði, viðamesti rannsóknarleiðangur sögunnar um Norðuríshafið, þegar þýski ísbrjóturinn og rannsóknarskipið Pólstjarnan sigldi á norðurskautið og lét sig reka með ísnum þar í eitt ár. Hundruð vísindamanna frá tuttugu löndum tóku þátt í leiðangrinum. Vísindamenn létu þýska ísbrjótinn og rannsóknarskipið Pólstjörnuna reka með hafísnum um norðurskautið í eitt ár.Alfred Wegener stofnunin Þetta var í fyrsta skipti sem þetta var gert af vetri til og nú eru fyrstu niðurstöður farnar að líta dagsins ljós. Markus Rex sótti Hringborð norðurslóða um síðustu helgi. Hann kom að skipulagi MOSAIC leiðangursins og tók þátt í honum sem sérfræðingur. Hann segir fyrstu niðurstöður bæði góðar og slæmar. Hundruð vísindamanna frá 20 löndum tóku þátt í MOSAIC leiðangrinum.Alfred Wegener stofnunin Til að mynda hafi leiðangursmenn fundið stærsta gat á ósonlaginu sem nokkru sinni hafi fundist yfir norðurskautinu í 20 kílómetra hæð yfir leiðangrinum. Þetta komi á óvart tuttugu árum eftir að notkun ósóneyðandi efna var bönnuð. Dr. Markus Rex prófessor í loftlagseðlisfræði við Háskólann í Potsdam segir ánægjulegt að enn væri hægt að snúa bráðnun íssins á norðurskautinu við. Ábyrgð núverandi kynslóða væri mikil.Stöð 2/Arnar „Samt er ósonlagið ekki að lagast. Það fer versnandi á Norðurskautinu. Nú skiljum við að það er af því að niðurbrotsefni frá gasi eru enn til staðar í andrúmsloftinu og vegna víxlverkana gera loftslagsbreytingarnar þau ágengari. Það eru slæmar fréttir fyrir framtíð ósonlagsins á Norðurskautinu,“ segir Rex. Við erum síðasta kynslóðin sem getur bjargað norðurskautinu Þá hafi í fyrsta skipti tekist að mæla ísframleiðsluferlið að vetri til og niðurstöðurnar væru uppörvaldi. „Við sáum að undir ísnum nær sjórinn frostmarki allt niður á 14 metra dýpi áveturna. Meira að segja núna með hnattrænni hlýnun. Það er heilbrigður grunnur fyrir nýmyndun íss á veturna og við teljum að við séum enn í stöðu til að bjarga ísnum ef við stöðvum hnattræna hlýnun. Hann bregst mjög línulega við hlýnun og ef við stöðvum hlýnunina mun bráðnun íssins stöðvast. Það er gott. Þetta setur mikla ábyrgð á herðar okkar. Við erum síðasta kynslóðin sem getur bjargað hafísnum á norðurslóðum,“ segir Markus Rex. Markus Rex segir ánægjulegt að rannsóknarniðurstöður sýni að enn væri hægt að bjarga ísnum á Norðuríshafinu.Alfred Wegener stofnunin Einnig hafi komið á óvart að finna þorskstofn í kolniðamyrkri undir miðjum norðurskautsísnum. „Tegund sem maður hefði ekki búist við á miðju Norðurskautinu en nú sáum við að hún lifir þarna. Mjög lítil frjósemi, örugglega ekkert sem sjávarútvegurinn getur nýtt en það er áhugavert að sjá að þessar tegundir skuli lifa þarna,“ segir Markus Rex einn leiðangursmanna MOSAIC leiðangursins.
Hringborð norðurslóða Loftslagsmál Norðurslóðir Vísindi Tengdar fréttir Ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun staðsett í Reykjavík Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða. 14. október 2022 20:16 Hringborðið staðfestir norðurslóðir sem meginvettvang á valdaskákborði heims Meiri pólitísk þungavigt á Hringborði norðurslóða en áður staðfestir að þessi heimshluti er orðinn meginvettvangur á valdaskákborði heimsins. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson sem setti ráðstefnuna í Reykjavík í dag. 13. október 2022 21:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira
Ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun staðsett í Reykjavík Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða. 14. október 2022 20:16
Hringborðið staðfestir norðurslóðir sem meginvettvang á valdaskákborði heims Meiri pólitísk þungavigt á Hringborði norðurslóða en áður staðfestir að þessi heimshluti er orðinn meginvettvangur á valdaskákborði heimsins. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson sem setti ráðstefnuna í Reykjavík í dag. 13. október 2022 21:00