Til varnar Hálendinu í krafti tóna Tryggvi Felixson skrifar 18. október 2022 09:00 Hálendi Íslands er í huga okkar stórt, stórbrotið og framandi, en líka heillandi og dásamlegt. Það nær yfir um 40% af landinu okkar. Hálendið heillar marga, jafnvel þá sem ekki hafa haft tækifæri til að ferðast um það og njóta með beinum hætti. Þeir njóta þess úr fjarlægð, af myndum og frásögn. Hálendið er í dag mikilvægur hluti þjóðarvitundar Íslendinga. Hálendinu til heilla boðar Landvernd til hálendishátíðar nk. miðvikudag. Verðmætasta auðlindin Hálendi Íslands er afar verðmætt vegna landslags, náttúrufars, vatnafars, gróðurminja, jarðminja og síðast en ekki síst vegna óbyggðra víðerna. Verðmætin liggja ekki síst í því hve fjölbreytnin er mikil og hve fágætt er að finna svo mikla fjölbreytni náttúrufyrirbæra á einu afmörkuðu landsvæði. Hálendið er eina verulega stóra svæðið sunnan heimskautsbaugs í Evrópu þar sem menn hafa aldrei haft búsetu og það er líklega stærsta óbyggða víðerni í Evrópu utan Svalbarða. Að mati Landverndar er Hálendið ein verðmætasta auðlind Íslands, ef ekki sú verðmætasta. Stórum svæðum hefur því miður þegar verið spillt og ýmis áform eru uppi sem myndu valda enn meiri spjöllum. Því er mikilvægt að stíga fram til verndar Hálendinu; á morgun getur það orðið of seint. Reynslan, bæði hér á landi og víða erlendis, er að ekki býðst betri leið til að vernda víðerni og náttúru ásamt því að tryggja aðgengi almennings og stýra umgengni og nýtingu, en með stofnun þjóðgarðs. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofnaður verði þjóðgarður á þegar friðlýstum svæðum og jöklum í þjóðlendum á Hálendinu með breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Þessi áform eiga góðan hljómgrunn hjá þjóðinni. Meirihluti þeirra sem tekur afstöðu í skoðanakönnunum er hlynntur því að vernda Hálendið með stofnun þjóðgarðs. Hálendisgarður í áföngum Stjórn Landverndar telur skynsamlegt að ríkisstjórnin vinni að framangreindum áformum með að því að bæta hið fyrsta tveimur heildstæðum svæðum við Vatnajökulsþjóðgarð: Langjökull með Geitlandi, Kerlingafjöll, Hveravellir og svæðið milli jökla, Þjórsárver og Hofsjökull, Guðlaugstungur. Mýrdalsjökull, svæðið á milli Friðlands á Fjallabaki og jökulsins, og Friðlandið að Fjallabaki. Heppilegast er að þetta verði tvö samfelld svæði; Langjökull-Hofsjökull og svæðið þar á milli og aðliggjandi friðlýst svæði og Mýrdalsjökull-Friðland að fjallabaki og svæðið þar á milli. Þegar þessu lýkur er tímabært að líta til enn fleiri svæða. Tónlistarveisla fyrir Hálendið Hálendi Íslands er villtustu víðerni í Evrópu með gljúfrum, gígum, eyðimörkum, frussandi fossum, skínandi jöklum og drynjandi jökulám – en Hálendið er líka kyrrð og blíðar gróðurvinjar. Góður hópur frábærra tónlistarmanna hefur gengið til liðs við Landvernd til varnar þessum verðmætum. Þeir bjóða nú upp á tónlistarveislu til heiðurs Hálendi Íslands og til varnar einstakri náttúru landsins. Listamennirnir eru JFDR, Sóley, Moses Hightower og Snorri Helgason. Of Monsters and Men verða sérstakir gestir. Þessir góðu listamenn og náttúruvinir gefa vinnu sína svo aðgangseyrir rennur til verkefna sem stuðla að verndun Hálendisins. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Felixson Hálendisþjóðgarður Umhverfismál Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Hálendi Íslands er í huga okkar stórt, stórbrotið og framandi, en líka heillandi og dásamlegt. Það nær yfir um 40% af landinu okkar. Hálendið heillar marga, jafnvel þá sem ekki hafa haft tækifæri til að ferðast um það og njóta með beinum hætti. Þeir njóta þess úr fjarlægð, af myndum og frásögn. Hálendið er í dag mikilvægur hluti þjóðarvitundar Íslendinga. Hálendinu til heilla boðar Landvernd til hálendishátíðar nk. miðvikudag. Verðmætasta auðlindin Hálendi Íslands er afar verðmætt vegna landslags, náttúrufars, vatnafars, gróðurminja, jarðminja og síðast en ekki síst vegna óbyggðra víðerna. Verðmætin liggja ekki síst í því hve fjölbreytnin er mikil og hve fágætt er að finna svo mikla fjölbreytni náttúrufyrirbæra á einu afmörkuðu landsvæði. Hálendið er eina verulega stóra svæðið sunnan heimskautsbaugs í Evrópu þar sem menn hafa aldrei haft búsetu og það er líklega stærsta óbyggða víðerni í Evrópu utan Svalbarða. Að mati Landverndar er Hálendið ein verðmætasta auðlind Íslands, ef ekki sú verðmætasta. Stórum svæðum hefur því miður þegar verið spillt og ýmis áform eru uppi sem myndu valda enn meiri spjöllum. Því er mikilvægt að stíga fram til verndar Hálendinu; á morgun getur það orðið of seint. Reynslan, bæði hér á landi og víða erlendis, er að ekki býðst betri leið til að vernda víðerni og náttúru ásamt því að tryggja aðgengi almennings og stýra umgengni og nýtingu, en með stofnun þjóðgarðs. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofnaður verði þjóðgarður á þegar friðlýstum svæðum og jöklum í þjóðlendum á Hálendinu með breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Þessi áform eiga góðan hljómgrunn hjá þjóðinni. Meirihluti þeirra sem tekur afstöðu í skoðanakönnunum er hlynntur því að vernda Hálendið með stofnun þjóðgarðs. Hálendisgarður í áföngum Stjórn Landverndar telur skynsamlegt að ríkisstjórnin vinni að framangreindum áformum með að því að bæta hið fyrsta tveimur heildstæðum svæðum við Vatnajökulsþjóðgarð: Langjökull með Geitlandi, Kerlingafjöll, Hveravellir og svæðið milli jökla, Þjórsárver og Hofsjökull, Guðlaugstungur. Mýrdalsjökull, svæðið á milli Friðlands á Fjallabaki og jökulsins, og Friðlandið að Fjallabaki. Heppilegast er að þetta verði tvö samfelld svæði; Langjökull-Hofsjökull og svæðið þar á milli og aðliggjandi friðlýst svæði og Mýrdalsjökull-Friðland að fjallabaki og svæðið þar á milli. Þegar þessu lýkur er tímabært að líta til enn fleiri svæða. Tónlistarveisla fyrir Hálendið Hálendi Íslands er villtustu víðerni í Evrópu með gljúfrum, gígum, eyðimörkum, frussandi fossum, skínandi jöklum og drynjandi jökulám – en Hálendið er líka kyrrð og blíðar gróðurvinjar. Góður hópur frábærra tónlistarmanna hefur gengið til liðs við Landvernd til varnar þessum verðmætum. Þeir bjóða nú upp á tónlistarveislu til heiðurs Hálendi Íslands og til varnar einstakri náttúru landsins. Listamennirnir eru JFDR, Sóley, Moses Hightower og Snorri Helgason. Of Monsters and Men verða sérstakir gestir. Þessir góðu listamenn og náttúruvinir gefa vinnu sína svo aðgangseyrir rennur til verkefna sem stuðla að verndun Hálendisins. Höfundur er formaður Landverndar.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun