Polestar 3 rafjeppinn kynntur Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. október 2022 07:00 Polestar 3. Polestar 3 er fyrsti jeppi bílaframleiðandans og fyrsti bíllinn sem fyrirhugað er að framleiða í tveimur heimsálfum. Polestar 3 kemur á markað fjórhjóladrifinn með tveimur rafmótorum með áherslu á aukna aflstýringu til afturhjólanna. Hann mun kosta frá 12.990.000 kr. Meðfylgjandi er unnið uppúr fréttatilkynningu frá Polestar. „Polestar 3 er kraftmikill rafmagnsjeppi sem höfðar til skilningarvitanna með sérstakri, skandinavískri hönnun og framúrskarandi aksturseiginleikum,“ segir Thomas Ingenlath, forstjóri Polestar. „Með honum tökum við stórt skref í framleiðslunni þegar Polestar hefur framleiðslu í Bandaríkjunum. Við erum stolt og spennt að stækka vörulínu okkar samfara hröðum vexti.“ Bíllinn skilar samtals 360 kW og 840 Nm togi. Með valfrjálsum Performance pakka er heildaraflið 380 kW og 910 Nm. Eins fetils akstur er staðalbúnaður, auk rafknúinnar Torque Vectoring tvíkúplingar á afturás – framþróun á því sem fyrst var þróað fyrir Polestar 1. Aftenging á aftari rafmótor er möguleg þegar það hentar við ákveðnar aðstæður sem gerir bílnum kleift að keyra aðeins á frammótor til að spara orku. Afturendi á Polestar 3. 111 kWh rafhlaða gefur Polestar 3 mikið akstursdrægi allt að 610 km WLTP (bráðabirgðaniðurstöður). Liþíum-íon rafhlaðan státar af “prismatic” hönnun á sellum í álhylki með boron stálstyrkingu til hlífðar og vökvakælingu. Varmadæla er staðalbúnaður sem hjálpar Polestar 3 að nýta umhverfishita til að rafhlaðan sé alltaf undirbúin gagnvart hitabreytingum. Polestar 3 er einnig útbúinn fyrir tvíátta (bi-directional) hleðslu, sem gerir bílinn klárann í framtíðinni til að geta hlaðið orku til baka inn á raforkunetið og fyrir sjálfvirka tengingu og hleðslu (plug-and-charge). Polestar 3 er kynntur með nýrri loftaflfræðilegri hönnun þar sem mikil áhersla hefur verið lögð á að halda jeppaeinkennum, kraftmiklum og sterklegum. Hönnunin hefur verið unnin með nákvæmri en áhrifaríkri loftaflfræðilegri fínstillingu – sem meðal annars byggir á vindskeið að framan sem er innbyggð í vélarhlífina, vindskeið sem er innbyggð í afturhlera og loftspöðum að aftan. „Þessi bíll hefur verið hannaður sem Polestar frá upphafi og státar af nýjum hönnunareiginleikum – eins og tvíblaða aðalljósum, SmartZone og vindskeið að framan,“ heldur Thomas Ingenlath áfram. Aðstaða ökumanns í Polestar 3. Efnin í innréttingu Polestar 3 hafa verið valin vegna sjálfbærs uppruna og tryggja á sama tíma fegurð og áþreifanlegan lúxus. Þar á meðal er MicroTech sem er lífrænt, dýravelferðarvottað leður og fullkomlega rekjanleg ullaráklæði. Í samræmi við skuldbindingu Polestar um gagnsæi, verður fullkominni lífsferilsgreiningu (LCA) lokið fyrir Polestar 3 þegar framleiðsla hefst. Lífsferilsgreiningin verður stöðugt í endurskoðun með það að markmiði að finna stöðugt leiðir til að minnka kolefnisspor bílsins. Innra rými í Polestar 3. Polestar 3 er fyrsti bíllinn frá Polestar sem býður upp á miðlæga tölvuvinnslu með NVIDIA DRIVE megintölvunni, sem keyrir hugbúnað frá Volvo Cars. Hún þjónar sem gervigreindarheili, og nýtir NVIDIA tæknigrunninn til að vinna úr gögnum frá mörgum skynjurum og myndavélum bílsins til að gera háþróaða öryggiseiginleika ökumannsaðstoðar og eftirlit með ökumanni kleift. Pöntun Hægt er að panta frá öðrum ársfjórðungi 2023. Þá er í boði að annars vegar panta Pilot pakka með LiDAR frá Luminar sem mun bæta viðbótarstýringu frá NVIDIA, þremur myndavélum, fjórum úthljóðsskynjurum og hreinsun fyrir fram- og baksýnismyndavélar, sem veitir nákvæm rauntíma gögn um umhverfi bílsins sérstaklega á langdrægu sviði. Þetta gerir aukna þrívíddarskönnun á umhverfi bílsins ítarlegri og hjálpar til við að undirbúa bílinn fyrir sjálfvirkan akstur. Hins vegar, Performance pakki skerpir aksturseiginleika enn frekar og inniheldur hámarksafl og togafköst (380 kW og 910 Nm), ásamt því að fínstilla loftfjöðrun, einstakar 22 tommu álfelgur og “sænsku gyllinguna“. Polestar 3 er fyrsti bíllinn sem kynntur er á nýjum rafmagns undirvagni sem þróaður er af og deilt með Volvo Cars. Áætlað er að framleiðsla fyrir fyrstu markaði hefjist í verksmiðju Volvo Cars í Chengdu, Kína, frá miðju ári 2023, en fyrstu afhendingar eru væntanlegar á fjórða ársfjórðungi 2023. Polestar 3. Gert er ráð fyrir að framleiðsla í verksmiðju Volvo Cars í Ridgeville í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum hefjist um mitt ár 2024 - frá þeim tímapunkti er áætlað að framleiðsla fyrir Norður-Ameríku og aðra markaði fari frá Kína til Bandaríkjanna. Gert er ráð fyrir fyrstu afhendingum frá þessari verksmiðju um mitt ár 2024. Við frumsýningu er Polestar 3 Long range Dula motor (360 kW, 840 Nm) fáanlegur á kynningarverði 12.990.000 Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Meðfylgjandi er unnið uppúr fréttatilkynningu frá Polestar. „Polestar 3 er kraftmikill rafmagnsjeppi sem höfðar til skilningarvitanna með sérstakri, skandinavískri hönnun og framúrskarandi aksturseiginleikum,“ segir Thomas Ingenlath, forstjóri Polestar. „Með honum tökum við stórt skref í framleiðslunni þegar Polestar hefur framleiðslu í Bandaríkjunum. Við erum stolt og spennt að stækka vörulínu okkar samfara hröðum vexti.“ Bíllinn skilar samtals 360 kW og 840 Nm togi. Með valfrjálsum Performance pakka er heildaraflið 380 kW og 910 Nm. Eins fetils akstur er staðalbúnaður, auk rafknúinnar Torque Vectoring tvíkúplingar á afturás – framþróun á því sem fyrst var þróað fyrir Polestar 1. Aftenging á aftari rafmótor er möguleg þegar það hentar við ákveðnar aðstæður sem gerir bílnum kleift að keyra aðeins á frammótor til að spara orku. Afturendi á Polestar 3. 111 kWh rafhlaða gefur Polestar 3 mikið akstursdrægi allt að 610 km WLTP (bráðabirgðaniðurstöður). Liþíum-íon rafhlaðan státar af “prismatic” hönnun á sellum í álhylki með boron stálstyrkingu til hlífðar og vökvakælingu. Varmadæla er staðalbúnaður sem hjálpar Polestar 3 að nýta umhverfishita til að rafhlaðan sé alltaf undirbúin gagnvart hitabreytingum. Polestar 3 er einnig útbúinn fyrir tvíátta (bi-directional) hleðslu, sem gerir bílinn klárann í framtíðinni til að geta hlaðið orku til baka inn á raforkunetið og fyrir sjálfvirka tengingu og hleðslu (plug-and-charge). Polestar 3 er kynntur með nýrri loftaflfræðilegri hönnun þar sem mikil áhersla hefur verið lögð á að halda jeppaeinkennum, kraftmiklum og sterklegum. Hönnunin hefur verið unnin með nákvæmri en áhrifaríkri loftaflfræðilegri fínstillingu – sem meðal annars byggir á vindskeið að framan sem er innbyggð í vélarhlífina, vindskeið sem er innbyggð í afturhlera og loftspöðum að aftan. „Þessi bíll hefur verið hannaður sem Polestar frá upphafi og státar af nýjum hönnunareiginleikum – eins og tvíblaða aðalljósum, SmartZone og vindskeið að framan,“ heldur Thomas Ingenlath áfram. Aðstaða ökumanns í Polestar 3. Efnin í innréttingu Polestar 3 hafa verið valin vegna sjálfbærs uppruna og tryggja á sama tíma fegurð og áþreifanlegan lúxus. Þar á meðal er MicroTech sem er lífrænt, dýravelferðarvottað leður og fullkomlega rekjanleg ullaráklæði. Í samræmi við skuldbindingu Polestar um gagnsæi, verður fullkominni lífsferilsgreiningu (LCA) lokið fyrir Polestar 3 þegar framleiðsla hefst. Lífsferilsgreiningin verður stöðugt í endurskoðun með það að markmiði að finna stöðugt leiðir til að minnka kolefnisspor bílsins. Innra rými í Polestar 3. Polestar 3 er fyrsti bíllinn frá Polestar sem býður upp á miðlæga tölvuvinnslu með NVIDIA DRIVE megintölvunni, sem keyrir hugbúnað frá Volvo Cars. Hún þjónar sem gervigreindarheili, og nýtir NVIDIA tæknigrunninn til að vinna úr gögnum frá mörgum skynjurum og myndavélum bílsins til að gera háþróaða öryggiseiginleika ökumannsaðstoðar og eftirlit með ökumanni kleift. Pöntun Hægt er að panta frá öðrum ársfjórðungi 2023. Þá er í boði að annars vegar panta Pilot pakka með LiDAR frá Luminar sem mun bæta viðbótarstýringu frá NVIDIA, þremur myndavélum, fjórum úthljóðsskynjurum og hreinsun fyrir fram- og baksýnismyndavélar, sem veitir nákvæm rauntíma gögn um umhverfi bílsins sérstaklega á langdrægu sviði. Þetta gerir aukna þrívíddarskönnun á umhverfi bílsins ítarlegri og hjálpar til við að undirbúa bílinn fyrir sjálfvirkan akstur. Hins vegar, Performance pakki skerpir aksturseiginleika enn frekar og inniheldur hámarksafl og togafköst (380 kW og 910 Nm), ásamt því að fínstilla loftfjöðrun, einstakar 22 tommu álfelgur og “sænsku gyllinguna“. Polestar 3 er fyrsti bíllinn sem kynntur er á nýjum rafmagns undirvagni sem þróaður er af og deilt með Volvo Cars. Áætlað er að framleiðsla fyrir fyrstu markaði hefjist í verksmiðju Volvo Cars í Chengdu, Kína, frá miðju ári 2023, en fyrstu afhendingar eru væntanlegar á fjórða ársfjórðungi 2023. Polestar 3. Gert er ráð fyrir að framleiðsla í verksmiðju Volvo Cars í Ridgeville í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum hefjist um mitt ár 2024 - frá þeim tímapunkti er áætlað að framleiðsla fyrir Norður-Ameríku og aðra markaði fari frá Kína til Bandaríkjanna. Gert er ráð fyrir fyrstu afhendingum frá þessari verksmiðju um mitt ár 2024. Við frumsýningu er Polestar 3 Long range Dula motor (360 kW, 840 Nm) fáanlegur á kynningarverði 12.990.000
Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira