Stefna Trump til að mæta fyrir þingnefndina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2022 20:03 Þingnefndin að störfum. Alex Wong/Pool Photo via AP Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra samþykkti einróma á opnum fundi nefndarinnar að stefna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, til að mæta fyrir þingnefndina. Afar sjaldgæft er, en þó ekki óheyrt, að þingnefndir stefni fyrrverandi eða sitjandi forsetum Bandaríkjanna, svo hlýða megi á vitnisburð þeirra í tilteknum málum. Ekki er talið líklegt að Trump verði við stefnunni. Raunar er fastlega gert ráð fyrir því að hann muni berjast gegn henni fyrir dómstólum. Þá er ekki talið víst að þingnefndin sjálf hafi mikinn tíma til að takast á við Trump um stefnuna fyrir dómstólum. Nefndin hefur á undanförnum misserum fjallað ítarlega um viðleitni Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Á fundinum í dag var farið yfir starf nefndarinnar undanfarin misseri og þau sönnunargögn og vitnisburð sem hún hefur aflað um þessa viðleitni Trump. Nefndin telur hins vegar mikilvægt að Trump mæti fyrir nefndina svo hann geti gefið vitnisburð um atburðina sem áttu sér stað í janúar á síðasta ári og aðdraganda þeirra. „Þökk sé þrotlausri vinni nefndarmanna og rannsakenda okkar erum við ekki lengur í neinum vafa, ekki neinum, um að Donald Trump hafi leitt tilraun til þess að kollvarpa bandarísku lýðræði, sem var beinn orsakavaldur ofbeldisins þann 6. janúar,“ sagði Bennie Thompson, formaður nefndarinnar. „Hann er maðurinn í hringamiðju alls þess sem gerðist 6. janúar. Þannig að við viljum heyra frá honum,“ sagði Thompson enn fremur. Talked with Bennie Thompson about the subpoena for Trump. He wouldn’t say if they would go to court to fight this. Asked if he really thought Trump would testify, he said: “Ask Donald Trump.” He says “no” subpoena for Pence pic.twitter.com/HxvhWUCfhv— Manu Raju (@mkraju) October 13, 2022 Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Bein útsending: Segja Trump enn ógna lýðræðinu í Bandaríkjunum Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra heldur opin fund í kvöld þar sem til stendur að skoða hugarástand Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, þegar árásin átti sér stað. Einnig ætla meðlimir nefndarinnar að ítreka það að lýðræði Bandaríkjanna stafi enn ógn af Trump og fylgjendum hans. 13. október 2022 16:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Afar sjaldgæft er, en þó ekki óheyrt, að þingnefndir stefni fyrrverandi eða sitjandi forsetum Bandaríkjanna, svo hlýða megi á vitnisburð þeirra í tilteknum málum. Ekki er talið líklegt að Trump verði við stefnunni. Raunar er fastlega gert ráð fyrir því að hann muni berjast gegn henni fyrir dómstólum. Þá er ekki talið víst að þingnefndin sjálf hafi mikinn tíma til að takast á við Trump um stefnuna fyrir dómstólum. Nefndin hefur á undanförnum misserum fjallað ítarlega um viðleitni Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Á fundinum í dag var farið yfir starf nefndarinnar undanfarin misseri og þau sönnunargögn og vitnisburð sem hún hefur aflað um þessa viðleitni Trump. Nefndin telur hins vegar mikilvægt að Trump mæti fyrir nefndina svo hann geti gefið vitnisburð um atburðina sem áttu sér stað í janúar á síðasta ári og aðdraganda þeirra. „Þökk sé þrotlausri vinni nefndarmanna og rannsakenda okkar erum við ekki lengur í neinum vafa, ekki neinum, um að Donald Trump hafi leitt tilraun til þess að kollvarpa bandarísku lýðræði, sem var beinn orsakavaldur ofbeldisins þann 6. janúar,“ sagði Bennie Thompson, formaður nefndarinnar. „Hann er maðurinn í hringamiðju alls þess sem gerðist 6. janúar. Þannig að við viljum heyra frá honum,“ sagði Thompson enn fremur. Talked with Bennie Thompson about the subpoena for Trump. He wouldn’t say if they would go to court to fight this. Asked if he really thought Trump would testify, he said: “Ask Donald Trump.” He says “no” subpoena for Pence pic.twitter.com/HxvhWUCfhv— Manu Raju (@mkraju) October 13, 2022
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Bein útsending: Segja Trump enn ógna lýðræðinu í Bandaríkjunum Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra heldur opin fund í kvöld þar sem til stendur að skoða hugarástand Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, þegar árásin átti sér stað. Einnig ætla meðlimir nefndarinnar að ítreka það að lýðræði Bandaríkjanna stafi enn ógn af Trump og fylgjendum hans. 13. október 2022 16:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Bein útsending: Segja Trump enn ógna lýðræðinu í Bandaríkjunum Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra heldur opin fund í kvöld þar sem til stendur að skoða hugarástand Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, þegar árásin átti sér stað. Einnig ætla meðlimir nefndarinnar að ítreka það að lýðræði Bandaríkjanna stafi enn ógn af Trump og fylgjendum hans. 13. október 2022 16:00