Vilja gera kynsegin fólki kleift að breyta eftirnafni án breyttrar kynskráningar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. október 2022 12:01 Átta þingmenn úr röðum Pírata og Viðreisnar standa á bak við tillöguna. Vísir/Vilhelm Nokkrir stjórnarandstöðuþingmenn vilja sjá breytingar á mannanafnalögum til að bæta stöðu kynsegin fólks. Þeir leggja meðal annars til að fólki verði leyft að breyta eftirnöfnum sínum án þess að það sé búið að breyta kynskráningunni. Átta stjórnarandstöðuþingmenn Pírata og Viðreisnar hafa lagt fram frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að bæta stöðu kynsegin fólks hvað varðar foreldrisnöfn og vegabréf. „Annars vegar ætlum við að breyta mannanafnalögum þannig að skrefið sé tekið til fulls sem var stigið hérna 2019 með lögum um kynrætt sjálfræði. Í dag er það þannig að fornöfn eru alveg ótengd kynskráningu þannig að þú gætir heitið Guðmundur en þú verður að vera dóttir,“ segir Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata og einn af flutningsmönnum frumvarpsins. „Hins vegar er fullt af fólki, sérstaklega kynseginfólki, sem kannski vill ekki taka skrefið og breyta kynskráningunni í þjóðskrá en vill prufukeyra aðra endingu á eftirnafnið. Það má ekki samkvæmt lögum í dag nema þú sért búinn að breyta kynskráningunni. Þannig ef þú vildir vera Pétursbur eða bara Péturs þá máttu það ekki. Við viljum bara gera þetta jafn sveigjanlegt og fornöfnin,“ segir Andrés og vísar til þess að blaðamaður er Pétursdóttir. Hitt stóra atriðið í frumvarpinu segir Andrés vera öryggisatriði fyrir kynsegin fólk. „Í dag er það þannig að ef þú velur hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá þá færðu það merkt sérstaklega í vegabréf og það getur verið meira en bara vesen. Það getur verið hættulegt þegar þú ert á landamærastöðvum í sumum löndum að vera með skilríki þar sem er bara stimplað að þú sért hinsegin. Þú ert með alveg sérstaka skráningu á því. Þannig að við erum að leggja til að fólk sem er með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá geti fengið aukavegabréf þar sem að þessi skráning kemur ekki fram sem það getur framvísað á til dæmis landamærastöðvum þar sem það hefur ástæðu til að óttast um öryggis sitt.“ Þá segir Andrés eina litla breytingu einnig í frumvarpinu. „Í mannanafnalögum er það þannig að ófeðrað barn má kenna til afa síns en ef við erum að svona gæta samræmis varðandi það að kyn sé ekki breyta í þessum lögum þá þarf að opna það að barnið sé kennt til ömmu eða foreldri foreldris sem er með hlutlausa skráningu kyns. Þannig að í staðin fyrir það megi kenna til afa síns þá segir í frumvarpinu að megi kenna til foreldri foreldrisins. Sem er í rauninni bara eins og að segja að einhver sé piparsveinn þá er hann ógiftur karlmaður. Þetta er í rauninni bara verið að skipta á jöfnu út þannig að þetta sé sveigjanlegra og endurspegli einmitt þetta lagaumhverfi sem var innleitt fyrir þremur árum.“ Hann telur að ef frumvarpið verði að lögum hafi það mikla þýðingu fyrir kynsegin fólk. „Þetta þýðir annars vegar að fólk er frjálsara varðandi val á nafni. Kannski sérstaklega að það skipti máli fyrir einstaklinga sem eru að stíga kannski fyrstu skref í átt að kynleiðréttingu að þau geti prófað sig áfram með nafnið. Sumum nægir líka að gera það að þurfa ekki að fara alla leið í að breyta kynskráningu í þjóðskrá. Hins vegar snýst þetta bara um ósköp einfalt en mikilvægt öryggisatriði fyrir kynsegin fólk á ferðalögum.“ Mannanöfn Jafnréttismál Hinsegin Alþingi Píratar Viðreisn Vegabréf Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Átta stjórnarandstöðuþingmenn Pírata og Viðreisnar hafa lagt fram frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að bæta stöðu kynsegin fólks hvað varðar foreldrisnöfn og vegabréf. „Annars vegar ætlum við að breyta mannanafnalögum þannig að skrefið sé tekið til fulls sem var stigið hérna 2019 með lögum um kynrætt sjálfræði. Í dag er það þannig að fornöfn eru alveg ótengd kynskráningu þannig að þú gætir heitið Guðmundur en þú verður að vera dóttir,“ segir Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata og einn af flutningsmönnum frumvarpsins. „Hins vegar er fullt af fólki, sérstaklega kynseginfólki, sem kannski vill ekki taka skrefið og breyta kynskráningunni í þjóðskrá en vill prufukeyra aðra endingu á eftirnafnið. Það má ekki samkvæmt lögum í dag nema þú sért búinn að breyta kynskráningunni. Þannig ef þú vildir vera Pétursbur eða bara Péturs þá máttu það ekki. Við viljum bara gera þetta jafn sveigjanlegt og fornöfnin,“ segir Andrés og vísar til þess að blaðamaður er Pétursdóttir. Hitt stóra atriðið í frumvarpinu segir Andrés vera öryggisatriði fyrir kynsegin fólk. „Í dag er það þannig að ef þú velur hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá þá færðu það merkt sérstaklega í vegabréf og það getur verið meira en bara vesen. Það getur verið hættulegt þegar þú ert á landamærastöðvum í sumum löndum að vera með skilríki þar sem er bara stimplað að þú sért hinsegin. Þú ert með alveg sérstaka skráningu á því. Þannig að við erum að leggja til að fólk sem er með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá geti fengið aukavegabréf þar sem að þessi skráning kemur ekki fram sem það getur framvísað á til dæmis landamærastöðvum þar sem það hefur ástæðu til að óttast um öryggis sitt.“ Þá segir Andrés eina litla breytingu einnig í frumvarpinu. „Í mannanafnalögum er það þannig að ófeðrað barn má kenna til afa síns en ef við erum að svona gæta samræmis varðandi það að kyn sé ekki breyta í þessum lögum þá þarf að opna það að barnið sé kennt til ömmu eða foreldri foreldris sem er með hlutlausa skráningu kyns. Þannig að í staðin fyrir það megi kenna til afa síns þá segir í frumvarpinu að megi kenna til foreldri foreldrisins. Sem er í rauninni bara eins og að segja að einhver sé piparsveinn þá er hann ógiftur karlmaður. Þetta er í rauninni bara verið að skipta á jöfnu út þannig að þetta sé sveigjanlegra og endurspegli einmitt þetta lagaumhverfi sem var innleitt fyrir þremur árum.“ Hann telur að ef frumvarpið verði að lögum hafi það mikla þýðingu fyrir kynsegin fólk. „Þetta þýðir annars vegar að fólk er frjálsara varðandi val á nafni. Kannski sérstaklega að það skipti máli fyrir einstaklinga sem eru að stíga kannski fyrstu skref í átt að kynleiðréttingu að þau geti prófað sig áfram með nafnið. Sumum nægir líka að gera það að þurfa ekki að fara alla leið í að breyta kynskráningu í þjóðskrá. Hins vegar snýst þetta bara um ósköp einfalt en mikilvægt öryggisatriði fyrir kynsegin fólk á ferðalögum.“
Mannanöfn Jafnréttismál Hinsegin Alþingi Píratar Viðreisn Vegabréf Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira