Viltu segja nafnið á eldfjallinu sem gaus 2010? Steinunn Stefánsdóttir skrifar 12. október 2022 12:00 Þessari spurningu er ég oft beðin að svara í starfi mínu sem landvörður. Og ýmsum fleiri spurningum sem snúa að framburði íslenskunnar, orðum í málinu og nafnavenjum svo eitthvað sé nefnt. Erlent ferðafólk er hingað komið til að sækja sér einhvers konar reynslu fremur en að slaka á, eins og stundum er reyndin þegar fólk fer í frí. Íslensk náttúra dregur þetta fólk til sín en það hefur jafnframt áhuga á þjóðinni sem byggir landið, venjum hennar, menningu og tungumáli. Landvörðurinn sinnir því ekki eingöngu fræðslu um íslenska náttúru og umgengni við hana heldur lendir iðulega í samræðum um allt hvað eina sem snýr að mannlífi okkar sem hér búum, tungumálið þar á meðal. Áhuginn á tungumálinu beinist fyrst og fremst að framburði orða, ekki síst örnefna á þeim stöðum sem fólk ætlar að skoða, en líka því að við skulum sérstakt tungumál, svona fá, hvaða tungumál séu skyldust íslensku og jafnvel að beygingakerfi og öðrum sérhæfðari þáttum sem snerta íslenskt mál. Engu að síður eru skilti með ensku í öndvegi það fyrsta sem mætir erlendu ferðafólki þegar það kemur í flugstöðina í Keflavík. Það lítur í raun út fyrir að enska sé aðaltungumálið hér á landi. Þetta er auðvitað mikil ókurteisi við okkur heimafólkið. En það ætti líka að teljast sjálfsögð kurteisi og gestrisni við erlent ferðafólk að það finni að það sé statt í íslensku málumhverfi en ekki ensku, að því sé gefinn kostur á að sjá og heyra íslenska tungu sem víðast. Það er að mínu mati og margra annarra alger mislestur á aðstæðum að gefa sér að þessi framsetning þjóni ferðafólki, sem vissulega eru meirihluti þeirra sem fara um flugstöðina. Sex ár eru liðin síðan enska var sett í öndvegi á skiltunum í flugstöðinni. Málið hefur verið tekið upp við Isavia og Íslensk málnefnd haldið áfram að fylgja því eftir við stjórnvöld. Enn eru skiltin óbreytt og kostnaði við að breyta þeim borið við. Við sem höfum farið um flugstöðina þessi ár vitum þó að ýmsar breytingar og endurbætur hafa verið gerðar þar undanfarin ár en alltaf hefur íslenskan setið á hakanum. Það er óþolandi að Isavia skuli stöðugt færast undan og halda fast við að gera ensku hærra undir höfði en íslensku á Keflavíkurflugvelli. Það er líka ólíðandi að íslensk stjórnvöld skuli láta þetta viðgangast hjá fyrirtæki sem er alfarið í opinberri eigu. Íslenskt mál á að vera í öndvegi á Íslandi. Höfundur starfar meðal annars við landvörslu og situr í stjórn Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Íslensk tunga Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Þessari spurningu er ég oft beðin að svara í starfi mínu sem landvörður. Og ýmsum fleiri spurningum sem snúa að framburði íslenskunnar, orðum í málinu og nafnavenjum svo eitthvað sé nefnt. Erlent ferðafólk er hingað komið til að sækja sér einhvers konar reynslu fremur en að slaka á, eins og stundum er reyndin þegar fólk fer í frí. Íslensk náttúra dregur þetta fólk til sín en það hefur jafnframt áhuga á þjóðinni sem byggir landið, venjum hennar, menningu og tungumáli. Landvörðurinn sinnir því ekki eingöngu fræðslu um íslenska náttúru og umgengni við hana heldur lendir iðulega í samræðum um allt hvað eina sem snýr að mannlífi okkar sem hér búum, tungumálið þar á meðal. Áhuginn á tungumálinu beinist fyrst og fremst að framburði orða, ekki síst örnefna á þeim stöðum sem fólk ætlar að skoða, en líka því að við skulum sérstakt tungumál, svona fá, hvaða tungumál séu skyldust íslensku og jafnvel að beygingakerfi og öðrum sérhæfðari þáttum sem snerta íslenskt mál. Engu að síður eru skilti með ensku í öndvegi það fyrsta sem mætir erlendu ferðafólki þegar það kemur í flugstöðina í Keflavík. Það lítur í raun út fyrir að enska sé aðaltungumálið hér á landi. Þetta er auðvitað mikil ókurteisi við okkur heimafólkið. En það ætti líka að teljast sjálfsögð kurteisi og gestrisni við erlent ferðafólk að það finni að það sé statt í íslensku málumhverfi en ekki ensku, að því sé gefinn kostur á að sjá og heyra íslenska tungu sem víðast. Það er að mínu mati og margra annarra alger mislestur á aðstæðum að gefa sér að þessi framsetning þjóni ferðafólki, sem vissulega eru meirihluti þeirra sem fara um flugstöðina. Sex ár eru liðin síðan enska var sett í öndvegi á skiltunum í flugstöðinni. Málið hefur verið tekið upp við Isavia og Íslensk málnefnd haldið áfram að fylgja því eftir við stjórnvöld. Enn eru skiltin óbreytt og kostnaði við að breyta þeim borið við. Við sem höfum farið um flugstöðina þessi ár vitum þó að ýmsar breytingar og endurbætur hafa verið gerðar þar undanfarin ár en alltaf hefur íslenskan setið á hakanum. Það er óþolandi að Isavia skuli stöðugt færast undan og halda fast við að gera ensku hærra undir höfði en íslensku á Keflavíkurflugvelli. Það er líka ólíðandi að íslensk stjórnvöld skuli láta þetta viðgangast hjá fyrirtæki sem er alfarið í opinberri eigu. Íslenskt mál á að vera í öndvegi á Íslandi. Höfundur starfar meðal annars við landvörslu og situr í stjórn Íslenskrar málnefndar.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar