Beinum kröftum okkar á réttan stað Kristín Linda Árnadóttir og Jóna Bjarnadóttir skrifa 12. október 2022 10:01 Tímarnir hafa breyst. Núna er sama hvort viðmælandinn starfar hjá einka- eða ríkisfyrirtæki eða er við stjórnvölinn hjá félagasamtökum eða á þjóðarskútunni. Öll eiga það sameiginlegt að vilja leggja hönd á plóg í baráttunni gegn loftslagsvandanum. Þau gera það á eigin vinnustað og í einkalífinu en ekki síst með því að stuðla að samstarfi fjölda aðila alls staðar í samfélaginu. Kraftarnir nýtast auðvitað best þegar við vitum hvert á að beina þeim. Þar vill myndin fljótt riðlast. Við vitum öll að við þurfum að draga úr losun koldíoxíðs og við vitum að stjórnvöld, bæði hér á landi og víðast hvar annars staðar, hafa sett sér ákveðin markmið og skuldbundið sig til að draga úr losun sem því nemur. En við erum samt ekki alltaf að tala um sama hlutinn. Þrír aðskildir flokkar Í stuttu máli falla skuldbindingar okkar Íslendinga í loftslagsmálum í þrjá flokka: Samfélagslosun (ESR) Viðskiptakerfi með losunarheimildir (ETS) Landnotkun og skógrækt (LULUCF) Fyrsti flokkurinn nær yfir losun á beina ábyrgð Íslands sem ríkið hefur skuldbundið sig til að minnka í samningum við aðrar þjóðir. Þessi flokkur er oft nefndur samfélagslosun því í honum er losun okkar almennings og flestra fyrirtækja annarra en stóriðju, millilandaflugs og millilandasiglinga sem falla undir viðskiptakerfi með losunarheimildir. Samfélagslosun er því t.d. öll losun frá vegasamgöngum, fiskiskipum, losun vegna orkuframleiðslu jarðvarma og smærri iðnaðar og losun vegna landbúnaðar og úrgangs. Hér er verk að vinna því losun í stærstu geirum atvinnulífsins sem eru í þessum flokki hækkar nú á milli ára, á meðan losun dregst saman í hinum tveimur flokkunum. Ísland er samkvæmt bráðbirgðaniðurstöðum Umhverfisstofnunar rétt innan marka 2021 en með sama áframhaldi stefnir í að við náum ekki settu marki sem lækkar ár frá ári. Ísland hefur sett sér skýr markmið um samdrátt í losun. Eftir aðeins átta ár ætla landsmenn að hafa dregið úr samfélagslosun sinni úr 2,7 milljónum tonna á ári niður í 1,4 milljónir tonna. Það að draga úr losun um 1,3 milljónir tonna fyrir árið 2030 krefst samstillts og einbeitts átaks. Fjöldi góðra verkefna er í burðarliðnum en við þurfum að skoða vel hvaða verkefni skila okkur þeim árangri sem að er stefnt, þ.e. að draga úr samfélagslosun okkar og uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar. Sumir gætu spurt hvort þetta skipti einhverju máli. Eru þetta ekki bara bókhaldsreglur og við eigum bara að fara í þær aðgerðir sem okkur henta best á hverjum tíma? Svarið við því er nei, þetta snýst ekki bara um bókhaldsreglur heldur hafa þessar reglur verið settar til að halda utan um losun gróðurhúsaloftegunda sem hvað mestu máli skipta. Þetta er ástæðan fyrir því að orkuskiptin skipta okkur Íslendinga svona miklu máli, þar liggja okkar stóru tækifæri til að standa við skuldbindingar okkar. Engar skyndilausnir Það eru engar auðveldar skyndilausnir til í loftslagsmálum. Við verðum að ráðast í orkuskipti af fullum þunga, losa okkur við olíu og bensín og treysta á grænu, endurnýjanlegu orkuna okkar. Við getum heldur ekki fagnað of snemma þótt góður árangur hafi náðst innan viðskiptakerfis með losunarheimildir og í samdrætti nettó losunar frá landnotkun og skógrækt. Það nægir ekki að endurheimta votlendi, þótt það eitt sé vissulega gott lofslagsverkefni sem eflir líffræðilega fjölbreytni. Sú fjölbreytni kemur hins vegar ekki í staðinn fyrir þær kröfur sem til okkar eru gerðar um að draga úr losun frá vegasamgöngum, fiskiskipum, orkuframleiðslu, iðnaði eða landbúnaði. Þar er við sjálfstætt og afar krefjandi verkefni að fást. Kristín Linda er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Jóna er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfiss hjá fyrirtækinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Linda Árnadóttir Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Tímarnir hafa breyst. Núna er sama hvort viðmælandinn starfar hjá einka- eða ríkisfyrirtæki eða er við stjórnvölinn hjá félagasamtökum eða á þjóðarskútunni. Öll eiga það sameiginlegt að vilja leggja hönd á plóg í baráttunni gegn loftslagsvandanum. Þau gera það á eigin vinnustað og í einkalífinu en ekki síst með því að stuðla að samstarfi fjölda aðila alls staðar í samfélaginu. Kraftarnir nýtast auðvitað best þegar við vitum hvert á að beina þeim. Þar vill myndin fljótt riðlast. Við vitum öll að við þurfum að draga úr losun koldíoxíðs og við vitum að stjórnvöld, bæði hér á landi og víðast hvar annars staðar, hafa sett sér ákveðin markmið og skuldbundið sig til að draga úr losun sem því nemur. En við erum samt ekki alltaf að tala um sama hlutinn. Þrír aðskildir flokkar Í stuttu máli falla skuldbindingar okkar Íslendinga í loftslagsmálum í þrjá flokka: Samfélagslosun (ESR) Viðskiptakerfi með losunarheimildir (ETS) Landnotkun og skógrækt (LULUCF) Fyrsti flokkurinn nær yfir losun á beina ábyrgð Íslands sem ríkið hefur skuldbundið sig til að minnka í samningum við aðrar þjóðir. Þessi flokkur er oft nefndur samfélagslosun því í honum er losun okkar almennings og flestra fyrirtækja annarra en stóriðju, millilandaflugs og millilandasiglinga sem falla undir viðskiptakerfi með losunarheimildir. Samfélagslosun er því t.d. öll losun frá vegasamgöngum, fiskiskipum, losun vegna orkuframleiðslu jarðvarma og smærri iðnaðar og losun vegna landbúnaðar og úrgangs. Hér er verk að vinna því losun í stærstu geirum atvinnulífsins sem eru í þessum flokki hækkar nú á milli ára, á meðan losun dregst saman í hinum tveimur flokkunum. Ísland er samkvæmt bráðbirgðaniðurstöðum Umhverfisstofnunar rétt innan marka 2021 en með sama áframhaldi stefnir í að við náum ekki settu marki sem lækkar ár frá ári. Ísland hefur sett sér skýr markmið um samdrátt í losun. Eftir aðeins átta ár ætla landsmenn að hafa dregið úr samfélagslosun sinni úr 2,7 milljónum tonna á ári niður í 1,4 milljónir tonna. Það að draga úr losun um 1,3 milljónir tonna fyrir árið 2030 krefst samstillts og einbeitts átaks. Fjöldi góðra verkefna er í burðarliðnum en við þurfum að skoða vel hvaða verkefni skila okkur þeim árangri sem að er stefnt, þ.e. að draga úr samfélagslosun okkar og uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar. Sumir gætu spurt hvort þetta skipti einhverju máli. Eru þetta ekki bara bókhaldsreglur og við eigum bara að fara í þær aðgerðir sem okkur henta best á hverjum tíma? Svarið við því er nei, þetta snýst ekki bara um bókhaldsreglur heldur hafa þessar reglur verið settar til að halda utan um losun gróðurhúsaloftegunda sem hvað mestu máli skipta. Þetta er ástæðan fyrir því að orkuskiptin skipta okkur Íslendinga svona miklu máli, þar liggja okkar stóru tækifæri til að standa við skuldbindingar okkar. Engar skyndilausnir Það eru engar auðveldar skyndilausnir til í loftslagsmálum. Við verðum að ráðast í orkuskipti af fullum þunga, losa okkur við olíu og bensín og treysta á grænu, endurnýjanlegu orkuna okkar. Við getum heldur ekki fagnað of snemma þótt góður árangur hafi náðst innan viðskiptakerfis með losunarheimildir og í samdrætti nettó losunar frá landnotkun og skógrækt. Það nægir ekki að endurheimta votlendi, þótt það eitt sé vissulega gott lofslagsverkefni sem eflir líffræðilega fjölbreytni. Sú fjölbreytni kemur hins vegar ekki í staðinn fyrir þær kröfur sem til okkar eru gerðar um að draga úr losun frá vegasamgöngum, fiskiskipum, orkuframleiðslu, iðnaði eða landbúnaði. Þar er við sjálfstætt og afar krefjandi verkefni að fást. Kristín Linda er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Jóna er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfiss hjá fyrirtækinu.
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar