Hugmyndahatturinn: Skapandi samstarf grunnskóla og safna Jóhanna Bergmann skrifar 11. október 2022 17:01 Kæri grunnskólakennari; hefur þig ekki lengi langað til að nýta söfnin betur i kennslu nemenda þinna? Út er komin á rafrænu formi handbókin Hugmyndahatturinn sem er aðgengilegt uppflettirit fyrir grunnskólakennara um mögulegar fræðsluleiðir í samstarfi við söfn, þar sem sköpunarkraftur nemenda fær að njóta sín og safnið verður að vettvangi þeirra til að rannsaka, uppgötva og gera nýjar tengingar í huga sér. Í handbókinni eru 28 dæmi um skapandi samstarf við grunnskóla frá söfnum víðs vegar á landinu. Öll lýsa þau námsferli með áherslu á virkni nemenda og skapandi úrvinnslu. Þannig eru þau grunnskólakennurum hvatning til að líta til safna um samstarf um gefandi námsupplifun fyrir nemendur. Grunnskólakennari sem flettir í gegnum Hugmyndahattinn sér hvað hægt er gera í samvinnu við söfn og er þá vonandi tilbúnari í samtal við safnafólkið í sínu nærumhverfi um verkefni sem myndi henta hans nemendum og lyfta þeirra námi. Það er von höfundar að kennarinn valdeflist gagnvart safninu og finni að hann geti haft áhrif á safnheimsóknina og látið hana þjóna sinni námsyfirferð með nemendum. Með því móti eru nemendur einbeittari í safnheimsókninni vegna þess að markmiðin með henni eru þeim ljósari. Þjóðsagna StopMotion smiðja.Minjasafn Austurlands Verkefnin í bókinni eiga það sameiginlegt að fara á einhvern hátt út fyrir ramma hefðbundinnar safnheimsóknar (leiðsögn og e.t.v. verkefni leyst). Þau eru ólík innbyrðis, t.d. að því leyti að mismunandi er hvaðan frumkvæðið kemur, hver mótaði verkefnið, hvað nemendur gera og hvort afrakstri er fylgt eftir og gerður sýnilegur út fyrir bekkinn. Nokkur verkefnanna snúast um stafræna miðlun enda hafa á undanförnum árum orðið til á söfnum þó nokkur skemmtileg, fjölbreytt, skapandi og fræðandi dæmi um hvernig nýta má þennan miðlunarmáta til að ná inn til skólanna. Handbókin er lóð á vogarskálar vitundarvakningar innan grunnskólanna um að söfnin standi þeim opin, að kennarar og nemendur geti haft áhrif á hvað gerist í safninu, eða í samvinnu við safnið, en þurfi ekki að vera aðeins óvirkir þiggjendur safnfræðsludagskrár sem starfsfólk safnsins hefur mótað einhliða. Hugmyndahattinn má nálgast í pdf formi á heimasíðu Þjóðminjasafns Íslands eða í flettiforriti hjá List fyrir alla. Höfundur er safnkennari við Þjóðminjasafn Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kæri grunnskólakennari; hefur þig ekki lengi langað til að nýta söfnin betur i kennslu nemenda þinna? Út er komin á rafrænu formi handbókin Hugmyndahatturinn sem er aðgengilegt uppflettirit fyrir grunnskólakennara um mögulegar fræðsluleiðir í samstarfi við söfn, þar sem sköpunarkraftur nemenda fær að njóta sín og safnið verður að vettvangi þeirra til að rannsaka, uppgötva og gera nýjar tengingar í huga sér. Í handbókinni eru 28 dæmi um skapandi samstarf við grunnskóla frá söfnum víðs vegar á landinu. Öll lýsa þau námsferli með áherslu á virkni nemenda og skapandi úrvinnslu. Þannig eru þau grunnskólakennurum hvatning til að líta til safna um samstarf um gefandi námsupplifun fyrir nemendur. Grunnskólakennari sem flettir í gegnum Hugmyndahattinn sér hvað hægt er gera í samvinnu við söfn og er þá vonandi tilbúnari í samtal við safnafólkið í sínu nærumhverfi um verkefni sem myndi henta hans nemendum og lyfta þeirra námi. Það er von höfundar að kennarinn valdeflist gagnvart safninu og finni að hann geti haft áhrif á safnheimsóknina og látið hana þjóna sinni námsyfirferð með nemendum. Með því móti eru nemendur einbeittari í safnheimsókninni vegna þess að markmiðin með henni eru þeim ljósari. Þjóðsagna StopMotion smiðja.Minjasafn Austurlands Verkefnin í bókinni eiga það sameiginlegt að fara á einhvern hátt út fyrir ramma hefðbundinnar safnheimsóknar (leiðsögn og e.t.v. verkefni leyst). Þau eru ólík innbyrðis, t.d. að því leyti að mismunandi er hvaðan frumkvæðið kemur, hver mótaði verkefnið, hvað nemendur gera og hvort afrakstri er fylgt eftir og gerður sýnilegur út fyrir bekkinn. Nokkur verkefnanna snúast um stafræna miðlun enda hafa á undanförnum árum orðið til á söfnum þó nokkur skemmtileg, fjölbreytt, skapandi og fræðandi dæmi um hvernig nýta má þennan miðlunarmáta til að ná inn til skólanna. Handbókin er lóð á vogarskálar vitundarvakningar innan grunnskólanna um að söfnin standi þeim opin, að kennarar og nemendur geti haft áhrif á hvað gerist í safninu, eða í samvinnu við safnið, en þurfi ekki að vera aðeins óvirkir þiggjendur safnfræðsludagskrár sem starfsfólk safnsins hefur mótað einhliða. Hugmyndahattinn má nálgast í pdf formi á heimasíðu Þjóðminjasafns Íslands eða í flettiforriti hjá List fyrir alla. Höfundur er safnkennari við Þjóðminjasafn Íslands.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar